Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 10

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 10
Að „pikka upp“ texta — Er ekki talsverð heimavinna samfara því að starfa í hljómsveit? „Það hefur alltaf verið mikil heimavinna. Það þarf að læra texta, „pikka upp“ texta, skrifa niður textana og fleira og fleira.“ - Þú talar um að „pikka upp“ texta. „Já, ég tek svona til orða, en á að sjálfsögðu við að það þarf að taka lög upp á segulband sem eru vinsæl, og svo þarf að ná textanum niður á blað. Þetta er yfirleitt í verkahring söngvar- ans, og tekur sinn tíma. Ég hef alltaf verið mjög vandlát varðandi textana, viljað hafa þá rétta. Að sjálfsögðu skil ég ekki öll þessi orð og þá hef ég leitað til annarra eins og Péturs Jósefssonar og fleiri. Ég man eftir einu atviki skemmtilegu. Þá var ég á Hótel Borg að skemmta og þangað kom alltaf mikið af útlending- um. Þá var japanskt lag mjög vinsælt (undirritaður treystir sér ekki til að koma nafninu á því rétt á framfæri) og ég „pikkaði upp“ textann við það, og vandaði mig mikið við að skrifa hann upp eftir framburði. Svo var það eitt sinn að það kom til mín einn þjónninn og sagði mér að það væri Japani í salnum, og hann hefði sagt að hann skildi hvert einasta orð sem ég hafði sungið. Ég var auðvitað mjög ánægð með það.“ - Ingimar Eydal sagði einu sinni í viðtali í Helgar-Degi að það ætti án efa sinn þátt í þeim vinsældum sem söngvarar hér á Akureyri hafa náð Hljómsveit Finns Eydals og He- lenu í Stork- klubbnum (síðar Glaumbær) 1960. hversu mikla áherslu þeir legðu á góðan og skýran framburð, og hann nefndi í því sambandi m. a. þig, Óðin Valdimarsson, Vilhjálm Vilhjálms- son og Bjarka Tryggvason. Hvað vilt þú segja um þetta? „Þetta er alveg rétt, og ég held að allir þessir söngvarar hafi sungið mjög skýra og góða íslensku. Á tímabili sungu allir íslenskir söngvarar á ensku, sumir með amerískum hreim. En ég held að það sé óhætt að segja að það sé sammerkt með öllum söngvurum Ingimars að þeir höfðu góðan fram- burð. Hjá Óðni t. d. kom þetta af sjálfu sér. Ég hafði ekki leitt hugann að þessu, en fólk hefur haft orð á þessu við mig.“ - íþróttamenn eru oft spurðir um það hvenær þeir hyggist leggja skóna á hilluna. Hvenær ætlar He- lena Eyjólfsdóttir að leggja míkró- fóninn á hilluna? „Ég ætla ekki að segja eitt einasta orð um það, það verður bara að koma í ljós.“ — Annað. Hvernig hefur það gengið hjá ykkur hjónunum að finna tíma til að sinna ahugamálum ykkar? „Við höfum mikinn áhuga á hjólhýsinu okkar á sumrin. Það er ekki hægt að hugsa sér yndislegri stað til þess að vera á, en Vaglaskóg í góðu veðri og þetta er auðvitað áhugamál út af fyrir sig með öllu því sem fylgir, grilla, fara í sund og fleira þess háttar." — En hvað með fleiri áhugamál? eins og t. d. dansskóla eða eitthvað þess háttar? Með hljómsveit Gunnars Ormslev í Aust- urbæjarbíói 1958. „Við hefðum sjálfsagt farið í dans- skóla ef áhugi hefði verið á, en ég efast um að Finnur hafi nokkru sinni leitt hugann að slíku. Það er einkennilegt með mann sem er jafn músíkalskur og hann og rythmiskur. Ég hef oft spurt hvort hann langi aldrei til þess að hreyfa sig í takt við músíkina eins og svo margt fólk hefur gaman af. Svarið er nei, en auðvitað dansar hann við mig ef við förum út að skemmta okkur. Hinsvegar er þetta starf svo viða- mikið að ég reikna ekki með að tími hefði verið til mikilla tómstunda þótt áhugi hefði verið fyrir hendi, undirbún- ingsvinnan er svo mikil. Ég hafði gam- an af þessu þegar við vorum að byrja í þessu þegar fólk var að spyrja mig hvað maðurinn minn gerði. „Hann spil- ar í hljómsveit," sagði ég. „Já, ég veit það,“ sagði fólkið, „en hvað vinnur hann." Fólk hafði ósköp takmarkaðan skilning á þessu, en ég held að það hafa breyst til batnaðar. Þetta er mikil vinna, og ég held að það þyrfti jafnvel að leggja enn meiri vinnu í þetta en við höfum gert, og höfum þó alltaf æft frek- ar mikið. En þetta er gaman, félags- skapurinn er góður og við erum að vinna með fólki sem okkur líkar vel við.“ Dagur „Ef þessi megrunarkúr dugir ekki, þá verðið þér að reyna pokatískuna!“ 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.