Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 13

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 13
hann hvert hann væri að fara og hvert erindi hans væri. „Ég get ekki sagt þér það,“ svaraði kóngssonurinn. „Ég á of áríðandi erindi til þess að geta sagt það öllum, sem ég hitti á leið minni." „Þú hefur rétt fyrir þér,“ sagði refurinn. „Því að þú ert að leita að undrafuglinum til þess að færa hann blindum föður þínum. En ég skal hjálpa þér, ef þú heitir því að fara nákvæmlega að ráðum mínum.“ „Með ánægju," svaraði kóngssonurinn. „Nú sé ég, að þú ert annar en þú lítur út fyrir." „Komdu þá með mér,“ sagði refurinn, „ég skal vísa þér leiðina að höllinni, þar sem undrafuglinn er. Ég ætla að gefa þér þrjú gullkorn. Því fyrsta fleygir þú í varðherbergið, því næsta í her- bergið, þar sem fuglinn er geymdur og því síðasta í búrið. Þá getur Þú náð undrafuglinum, og allt fer vel, ef þú gætir þess að klappa honum ekki. En ef þú verður tekinn til fanga, verður þú að svara öllum spurningum játandi." Kóngssonurinn hélt áleiðis með refnum og hlýddi honum í öllu. hegar hann fleygði fyrsta gullkorninu, sofnuðu varðmennirnir þegar í stað. Þegar það næsta féll, sofnuðu þeir, sem gættu herbergisins, þar sem fuglinn var, og þegar þriðja kornið féll, sofnaði undrafuglinn einnig. En þegar kóngssonurinn hélt honum í höndum sínum, gat hann ekki á sér setið að strjúka yfir fjaðrir hans. Þá vaknaði hann og hljóðaði. Allir hallarbúar vöknuðu, og kóngssonurinn var tekinn til fanga. Hann var færður fyrir konung, og mundi eftir því að svara öllu játandi. „Ertu meistaraþjófur?" spurði kóngurinn. „Já,“ svaraði kóngssonurinn. „Ég skal þá hlífa þér, ef þú ferð til nágrannaríkisins og stelur kóngsdótturinni, sem er fegurst allra í heiminum." „Já,“ svaraði kóngssonurinn, og hélt af stað. Þegar út kom mætti hann refnum, sem ávítaði hann fyrir að hafa klappað undrafuglinum, en lofaði að hjálpa honum aftur. Hann gaf honum önnur þrjú gullkorn. „Einu fleygir þú í varðherbergið." sagði hann, „öðru svefnher- bergi kóngsdótturinnar og því þriðja í rúm hennar. Þá getur þú borið hana burt, og allt fer vel, ef þú gætir þess að kyssa hana ekki.“ Kóngssonurinn hélt til hallarinnar. Hann fór hugrakkur inn fyrir, kastaði korni í varðherbergið, svo að allir varðmennirnir sofnuðu. Annað korn lenti í svefnherbergi kóngsdótturinnar. Hún sofnaði þungum svefni, svo að hann gat lyft henni upp og borið hana burt. En þegar hann hélt á henni, þótti honum hún svo undursam- lega fögur, að hann gat ekki á sér setið að kyssa hana. Sam- stundis vaknaði hún og hljóðaði. Allir hallarbúar vöknuðu og kóngssonurinn var tekinn til fanga. Hann var færður fyrir konung, sem vildi útkljá málin þegar í stað. Kóngssonurinn mundi, að hann átti að svara öllu játandi. „Ertu meistaraþjófur?" spurði konungurinn. „Já,“ svaraði kóngssonurinn. „Ég skal hlffa þér, ef þú ferð til nágrannalandsins og stelur hestinum með gullskeifurnar fjórar." „Já,“ svaraði kóngssonurinn og hélt af stað. Úti fyrir höllinni mætti hann refnum, sem ávítaði hann fyrir að hafa kysst kóngsdótturina. En hann hét því að hjálpa honum enn og gefa honum þrjú gullkorn. „Fleygðu einu í varðherbergið, öðru í hesthúsið, og því þriðja í beislið. Þá getur þú tekið hestinn og allt mun fara vel, ef þú snertir ekki gullhnakkinn, sem hangir á veggnum." Kóngssonurinn fór til hallar konungsins í nágrannaríkinu. Hann gekk hugrakkur inn í hallargarðinn, fleygði korni í varðherbergið, svo að allir varðmennirnir hrutu í kór. Öðru korni fleygði hann í hesthúsið og því þriðja í beislið og síðan tókst honum að teyma hestinn með gullskeifurnar út. í sama bili kom hann auga á gullhnakkinn. Svo glæsilegur hestur gat ekki borið neinn annan hnakk að áliti hans. Hann rétti því fram handlegginn, til þess að ná niður hnakknum. Þá mundi hann eftir aðvörun refsins. Hann dró höndina að sér og teymdi hestinn út án þess að horfa á gullhnakkinn aftur. Hann mætti refnum fyrir utan og þakkaði honum fyrir. I .ri!k f I 11 É /# j — 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.