Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 32

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 32
 Komiö þið sæl, - Verið þið sæl. „Eins og þú heilsar öðrum ávarpa aðrir þig“, segir máltækið. Það er ekki lítils virði að geta ráðið að einhverju leyti kveðju eða andsvari þeirra, er við mætum og heilsum að fyrra bragði á förnum vegi, eða hvar sem er, þá ályktun mætti draga af málshættinum hér að framan. Ef kveðjan getur ráðið viðbrögðum viðmælenda okkar, þá ætti öllum að vera efst í huga, að vanda til hennar mest sem má. Þá væri okkur í sjálfsvald sett að kalla fram vinsamlegar viðræður við ná- ungann. „Orð eru til alls fyrst“, segir ann- að máltæki, þó vil ég meina að hugsun sé undanfari orða. Ábyrgð- in hvílir því á herðum okkar hvers og eins að gæta tungutaksins. íslendingar eiga því láni að fagna að eiga orð yfir flesta hluti og hug- tök, sem við þurfum á að halda í daglegum samskiptum manna, og þeirra hluta vegna er ekki þörf á að brengla íslenskuna með aðfengn- um orðum úr öðrum tungumálum, að undanteknum ýmsum fagheit- um, sem eru þá í flestum tilfellum alþjóðleg. Mér er það áhyggjuefni ef við förum gáleysislega með móðurmál- ið og gætum okkar ekki í tæka tíð að halda vörð um tunguna. Efst er mér í huga þessa stund- ina málfar æskufólks og miðaldra, sem virðist vera að týna niður ávarpi eða kveðju íslenskunnar. Það heyrast allskonar hróp og köll þegar fólk heilsast t. d. „Hæ, - Hei, - Halló", eða það kveður, „Bæ Bæ, - Bless Bless, - Síjú, - sé ykkur“, o. fl. o. fl. Gott er að vera fær um að tala mörg tungumál, en því aðeins að Hf hverju máli sé haldið aðgreindu hverju frá öðru sem frekast er kost- ur. En okkur er hætta búin ef við gætum okkar ekki við hvert fótmál. Erum við ekki komnir nú þegar á hála braut íslendingar, þessi fleygur, sem kominn er í íslenskt mál, minnir á uppblástur landsins, landeyðingu. Það þarf ekki að vera stórt sárið í svörðinn í byrjun, til að koma af stað eyðingu jarðvegsins, þar sem vatn og stormar leika um varnarlaust landið. Eins er það með íslenska ávarp- ið, að heilsast og kveðjast. Okkur finnst þetta svo smávægilegt, að við tökum ekki eftir því hvað við erum komin langt með uppblástur tungunnar. Það verður erfitt að snúa til baka í þessu efni, eins og í svo mörgu öðru, þetta byrjar smátt, en vex og grefur um sig, slævir alla málkennd manna, og fleiri og fleiri orð gleymast, ekki þarf að kenna um skóla eða lærdómsleysi, enda heyrist málleysan ekki síður hjá langskólagengnu fólki en hinum, sem minna hafa lært, og það sem verra er, að margir menn eru svo vegvilltir, að þeir láta sér ekki segj- ast þótt einhver vilji reyna að leið- rétta þá í vitleysunni, þeir ganga svo langt, að þeir verja málleysuna. Mér hefur orðið tíðrætt um ávarp okkar, en ótal margt annað mætti nefna, sem heyrist daglega, t. d. „Fyrir fjórum árum síðan". „Síðan“ ávarp íslenskrar tungu v. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.