Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 36

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 36
Hinn vinsæli trommuleikari Art Bears, Chris Cutler. að upplýsingar um snúningshraðann eru engar, hvorki á plötumiðanum né annars staðar. Reyndar er plötumiðinn Sekki mjög upplýsandi í sjálfu sér. Á annarri plötuhliðinni er aðeins teikni- mynd á miðanum en á hinni hliðinni eru öll lög plötunnar talin upp á fremur rugl- ingslegan hátt. Það ruglar svo lesand- ann/hlustandann enn frekar í ríminu að röð laganna á plötunni er önnur en gefin er upp í textabæklingnum. Þetta er víst allt saman með vilja gert. Þau Dagmar, Fred og Chris Cutler vilja nefnilega að fólk hafi bæði augu og eyru vel opin þegar músík þeirra er meðtekin. Þau vilja ekki fyrir nokkurn mun að plötur þeirra séu notaðar sem einhver bakgrunnsmúsík. Þau hafa Itónlistarlegan metnað og láta hann ganga fyrir öllu. Þessi metnaður hefur ekki rænt þau öllum vinsældum því platan „The World As It Is Today“ hefur gert það gott á „óháðu" vinsældalistun- um út um allan heim, m. a. á íslandi. Endar mælir ekkert í sjálfu sér á móti því að framsækið rokk verði vinsælt. Hinsvegar eru vinsældir framsækna rokksins ekkert atriði fyrir listamennina. Þær eru miklu frekar ánægjulegur bón- us ofan á listina sjálfa. NÝBYLGJU TRÍÓIÐ Helga Steffensen og Hallveig Thorlacíus með brúður úr „Átján barna faðir í álfheimum" sem er ein þjóðsagnanna sem Leíkbrúðuland sýnir í vetur. LEIKBRUÐULAND í október síðastliðnum hófst þrettánda starfsár Leikbrúðulands. íslendingar hafa lítið fengist við brúðuleikhús fyrr en nú upp á síð- kastið og því er ekki hægt að tala um neina hefð á þessu sviði. Þó vex áhuginn, því í fyrra var oftast upp- selt á sýningarnar, sem Leikbrúðu- land hafði. Verkefni vetrarins hjá Leikbrúðu- landi, sem er til húsa á Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík, verða: „Þrjár þjóð- sögur - Gípa, Umskiptingurinn og Púkablístran". Brúðuleikhús er sér- stök listgrein sem lýtur sínum eigin lögmálum. Það hefur háð brúðuleik- hússfólki mikið, hversu erfitt er að afla sér menntunar á þessu sviði. Hana er nefnilega ekki hægt að sækja i leiklistarskóla og myndlist- arskóla nema að litlu leyti. Mál þessi eru nú mikið rædd meðal brúðuleik- hússfólks víða um heim. Salurinn að Fríkirkjuvegi hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir að Æskulýðsráð lét gera við hann á sfðastliðnu sumri. Þættirnir sem sýndir verða í vetur eru samdir í Leikbrúðulandi. Til þess að búa til brúðuleiksýningu þarf fyrst að matreiða efnið, í þessu til- felli íslenskar þjóðsögur, þannig að þær henti þessum miðli, brúðuleik- húsi. Síðan eru leikararnir mótaðir, smíðaðir og saumaðir, leiktjöld hönnuð og smíðuð, leikstjóri kall- aður til og raddir teknar upp í sam- ræmi við hreyfingar brúðanna og má þar ekki skeika sekúndu. Félagar í Leikbrúðulandi eru: Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guð- marsdóttir, Hallveig Thorlacíus og Helga Steffensen. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Þórhallur Sigurðsson leikari. Sýningar hjá Leikbrúðulandi í vet- ur eru klukkan 3 á sunnudögum. LEIÐRÉTTING. I októberblaöinu féll niöur nafn höf- undar sögunnar „Tveir vinir“, en hann er Siggeir Ólafsson. Biður blaðið hann afsökunar á þessum mistökum. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.