Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 46
Ógnar efni
Hér í einveru minni lærði ég ár frá ári að meta iðnir
manna, sem ég hafði athugalaust fram hjá gengið meðan
ég var heima. Ég var nú sjálfur allt í öllu, veiðimaður,
akuryrkjumaður, hjarðmaður, iðnaðarmaður og íþrótta-
maður. Ég varð ýmist að gefa mig við þessari iðninni eða
hinni, eftir því sem á stóð og þörfin krafði. Lengi kinokaði
ég mér við því, að klaufast nokkuð til muna við skraddara-
og skóara handverk, en þó kom þar að lokum, að neyðin
þrýsti mér til þess líka. Ég bjó til klæðnað og hafði fjarska
mikið fyrir; skal ég nú lýsa honum stuttlega.
Fyrst var uppmjó húfa með blöðku neðan úr að
aftanverðu, sem skýldi mér fyrir sólarhita og regni. Buxur
mínar voru úr hafurstöku af gömlum hafri og náðu niður
fyrir hné; löfðu hárin svo langt niður, að ég þurfti ekki
sokka. Á fótunum hafði ég einskonar hálfstígvél, sem voru
reimuð saman til hliðanna. Lafatreyjan mín var úr geitar-
skinni, og girti ég hana að mér með leðuról. Þegar menn
nú hugsa sér, að hörundslitur minn í andliti var orðinn
töluvert brúnaður af sólinni, og ég hafði afar stóra
knefilsbarta, og leggja það svo saman við ofanritaða
klæðnaðar lýsingu, þá munu þeir geta gert sér nokkurn
veginn hugmynd um útlit mitt.
Eins og fyrr segir, hafði sjóferð mín misheppnast hrapal-
lega, og hafði ég með naumindum náð landi, en það var
ekki nálægt borg minni, sem ég svo kalla, heldur sex mílur
þaðan á austurenda eyjarinnar. Það féll á ein til sjávar og
hafði ég árum saman haft bát minn á floti við bakka
hennar.
Ég hafði smám saman með grandgæfilegum athugun-
um kynnt mér tíma og stefnu sjávarstraumanna, svo ég
hugsaðist nú geta gert tilraun aftur til að fara eitthvað á bát
mínum. Ég vildi þó að minnsta kosti i bráðina koma honum
í nánd við bústað minn. Einn góðan veðurdag snemma
morguns tók ég mig til og hóf göngu mína. Þegar ég var
kominn nokkrar mílur áleiðis og gekk þungt hugsandi eftir
söndum nokkrum með sjó fram, þá sé ég allt í einu spor í
sandinum eins og eftir beran mannsfót. Ég hrökk saman,
eins og elding hefði snortið mig. Það er þó skrítið, munu
margir hugsa, hefði hann ekki átt að gleðjast yfir því miklu
fremur?
Jú, það gat verið ástæða til þess, hefði ekki hræðslan
fyrir mannætunum setið svo fast í mér. Nokkrar mínútur
liðu svo að ég var alveg höggdofa. Ég hleraði angistarfull-
ur í allar áttir og skundaði síðan upp á lítinn hól, en ekki sá
ég heldur til manna þaðan. Mér datt í hug, að mér hefði ef
til vill missýnst, þegar ég sá sporið í sandinum, og gekk ég
því aftur niður á ströndina. En þessi huggunar von var
óðara horfin, því þegar ég skoðaði betur, sá ég, að manns-
ilin með tánum, hælnum og öllu var skýrt afmörkuð í
mjúkan sandinn.
Ég veit ekki enn í dag, hvernig ég að þessu sinni komst
heim í hamraborg mína, því ég knúðist skjótar áfram af
mínum hræðslufullu hugrenningum en hjörturinn, sem flýr
við blóðspreng undan glefsandi veiðihundum. Ég var nú
búinn að vera fimmtán ár á eynni, og er það reyndur
hlutur, að langvinn einvera gerir manninn hugdeigan og
hræðslugjarnan. En þar að auki mun enginn lá mér angist
mína, sem minnist þess, er fyrr segir, að á þessum haf-
stöðvum áttu einhversstaðar að vera eyjar, sem byggðar
voru af mannætum.
í þrjá daga og þrjár nætur kom mér ekki dúr á auga fyrir ótta
sakir. Ég hrökk upp við hvern laufþyt, og á hverri stundinni
bjóst ég við að heyra örvarhvin eða óhljóð aðsækjandi
villimanna.
Ekki alllangt frá bústað mínum hafði ég fundið djúpan
helli, sem var svo dyralágur, að ómögulegt var að komast
inn, nema með því að skríða á fjórum fótum. Þennan helli
gerði ég að skotvígi. Ég bar inn í hann byssur og nægan
forða af púðri og býi og mátti nú vera þess fullviss, að hér
gæti ég haldið uppi öruggri vörn móti villimönnum, þó þeir
sæktu að mér hundruðum saman. Samt gat þetta ekki
heldur gert mig allsendis rólegan. Var það svo víst, að ég
næði að komast í vígi mitt, þegar óvina árás bæri að
höndum? Og þó mér tækist það, gátu villimenn ekki allt
fyrir það brotið niður híbýli m(n og rænt frá mér verkfær-
unum, vistaforðanum og geitum mínum? Ég tók það ráð,
að hafa akra víðar en á einum stað á eynni og sömuleiðis
gerðishaga handa geitum mínum.
Dagarnir, vikurnar og mánuðirnir, sem ég lifði næst á
eftir þessum atburði, mega teljast með hinum dapur-
legustu, sem ég hef lifað. En er langur tími var liðinn svo,
að ég varð alls ekki var við fjendur þá, er ég svo mjög
óttaðist, þá rénaði angist mín og ótti hvað af hverju.
Næst: Flótti bandingjans.
46