Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Síða 16

Æskan - 01.04.1984, Síða 16
u HVAÐ SEGJA ÞAU UM SAMRÆMDU PRÓFIN? Sigurður Um miðjan febrúarmánuð sl. gengust nemendur 9. bekkjar undir samræmdu prófin. Rúmlega 3.800 unglingar um land allt voru skráðir í þessi próf sl. haust en nokkrir helt- ust úr lestinni; hættu námi eða for- fölluðust. Til að fá rétt til að setjast í 1. bekk framhaldsskóla næsta vetur mega nemendur ekki fá lakari útkomu úr samræmdu prófunum en tvö D. Auk þess þurfa þeir að fá 4 eða hærra í skólaprófseinkunn. Það skiptir því miklu fyrir þann sem hyggur á framhaldsnám eftir 9. bekk að standast lágmarkskröfur. Æskan leitaði álits fjögurra nem- enda í 9. bekk á samræmdu próf- unum í ár. Léttara en ég bjóst við Sigurður Brynjarsson í 9. bekk Snælandsskóla, sagði að sér hefði fundist prófin léttari en hann átti von á. „Mér gekk best í stærðfræð- inni enda uppáhaldsgreinin mín,“ sagði hann og bætti við að enskan hefði líka verið létt. Hann taldi að flestum krökkum hefðu fundist próf- in létt. Álfheiður - Finnst þér að 9. bekkur hafi verið erfiður? „Nei, alls ekki. En flestir segja að það séu mikil viðbrigði að fara úr honum og í 1. bekk framhalds- skóla.“ - Hvað eru margir krakkar í 9. bekk í Snælandsskóla? „Þetta er tvær bekkjardeildir. 41 byrjaði en 2 hættu námi.“ Sigurður sagði að bókakostnað- urinn hjá þeim sem þurftu að kaupa allar bækur nýjar hafi verið 2.500 kr. í haust. Flestir keyptu notaðar bækur og sumir fengu þær lánaðar; það var allur gangur á því. Kennararnir skipta miklu máli Álfheiður Gisladóttir í 9. IE, Ár- bæjarskóla og Birna Bjarnason í 9. MT, Gagnfræðaskóla Mosfells- sveitar, voru sammála Sigurði um það að samræmdu prófin hefðu verið léttari en þær áttu von á. Birna: Mér fannst enskan léttust en verst gekk mér í reikningi. Álfheiður: Reikningur er hins vegar uppáhaldsgreinin mín. Birna Birna: Mér finnst algjör vitleysa að þurfa að læra reikning og eðlis- fræði. Álfheiður: Ég er sammála Birnu um eðlisfræðina. Hins vegar finnst mér gaman að læra líffræði og reikning. Það getur líka farið mikið eftir kennurunum hvort greinarnar verða skemmtilegar. Birna: Já, kennararnir skipta miklu máli. - Þið höfðuð tvo og hálfan tíma til að leysa hvert próf. Nægði það? Birna: Próftíminn mætti vera lengri. Álfheiður: Enskan var eina grein- in sem ég lauk á tilsettum tíma. Ég lenti í dálitlu tímahraki með hin prófin. Sennilega er erfitt að finna hinn gullna meðalveg fyrir alla. - Hvað ætlið þið að gera næsta vetur? Birna: Ég ætla í MS. Álfheiður: Ég er alveg óákveðin. Samræmdu prófin sanngjörn „Kennararnir voru búnir að hrella okkur svolítið fyrir þessi próf,"

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.