Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 16

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 16
u HVAÐ SEGJA ÞAU UM SAMRÆMDU PRÓFIN? Sigurður Um miðjan febrúarmánuð sl. gengust nemendur 9. bekkjar undir samræmdu prófin. Rúmlega 3.800 unglingar um land allt voru skráðir í þessi próf sl. haust en nokkrir helt- ust úr lestinni; hættu námi eða for- fölluðust. Til að fá rétt til að setjast í 1. bekk framhaldsskóla næsta vetur mega nemendur ekki fá lakari útkomu úr samræmdu prófunum en tvö D. Auk þess þurfa þeir að fá 4 eða hærra í skólaprófseinkunn. Það skiptir því miklu fyrir þann sem hyggur á framhaldsnám eftir 9. bekk að standast lágmarkskröfur. Æskan leitaði álits fjögurra nem- enda í 9. bekk á samræmdu próf- unum í ár. Léttara en ég bjóst við Sigurður Brynjarsson í 9. bekk Snælandsskóla, sagði að sér hefði fundist prófin léttari en hann átti von á. „Mér gekk best í stærðfræð- inni enda uppáhaldsgreinin mín,“ sagði hann og bætti við að enskan hefði líka verið létt. Hann taldi að flestum krökkum hefðu fundist próf- in létt. Álfheiður - Finnst þér að 9. bekkur hafi verið erfiður? „Nei, alls ekki. En flestir segja að það séu mikil viðbrigði að fara úr honum og í 1. bekk framhalds- skóla.“ - Hvað eru margir krakkar í 9. bekk í Snælandsskóla? „Þetta er tvær bekkjardeildir. 41 byrjaði en 2 hættu námi.“ Sigurður sagði að bókakostnað- urinn hjá þeim sem þurftu að kaupa allar bækur nýjar hafi verið 2.500 kr. í haust. Flestir keyptu notaðar bækur og sumir fengu þær lánaðar; það var allur gangur á því. Kennararnir skipta miklu máli Álfheiður Gisladóttir í 9. IE, Ár- bæjarskóla og Birna Bjarnason í 9. MT, Gagnfræðaskóla Mosfells- sveitar, voru sammála Sigurði um það að samræmdu prófin hefðu verið léttari en þær áttu von á. Birna: Mér fannst enskan léttust en verst gekk mér í reikningi. Álfheiður: Reikningur er hins vegar uppáhaldsgreinin mín. Birna Birna: Mér finnst algjör vitleysa að þurfa að læra reikning og eðlis- fræði. Álfheiður: Ég er sammála Birnu um eðlisfræðina. Hins vegar finnst mér gaman að læra líffræði og reikning. Það getur líka farið mikið eftir kennurunum hvort greinarnar verða skemmtilegar. Birna: Já, kennararnir skipta miklu máli. - Þið höfðuð tvo og hálfan tíma til að leysa hvert próf. Nægði það? Birna: Próftíminn mætti vera lengri. Álfheiður: Enskan var eina grein- in sem ég lauk á tilsettum tíma. Ég lenti í dálitlu tímahraki með hin prófin. Sennilega er erfitt að finna hinn gullna meðalveg fyrir alla. - Hvað ætlið þið að gera næsta vetur? Birna: Ég ætla í MS. Álfheiður: Ég er alveg óákveðin. Samræmdu prófin sanngjörn „Kennararnir voru búnir að hrella okkur svolítið fyrir þessi próf,"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.