Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1984, Page 10

Æskan - 01.05.1984, Page 10
SVIÞJOÐ - AFANGASTAÐUR TVEGGJA HEPPINNA ÁSKRIFTASAFNARA Auðvitað munið þið öll - því að ég er alltaf að endurtaka það - að dregið verður úr innsendum nöfnum í áskrifta- söfnuninni og tveir safnarar hreppa ferð til Svíþjóðar í verð- laun. Það er aldeilis þó nokkuð! Fyrir ykkur er gott til þess að vita að enn eigið þið möguleika á ferðinni - frestur til að tilkynna nýja áskrifendur er til loka júní- mánaðar. En nú er mál til komið að gera ykkur betur grein fyrir ferðaáætluninni. HVERT LIGGUR LEIÐIN? Flogið verður til Stokkhólms og þar taka fulltrúar Ansvars, trygg- ingafélags bindindismanna, á móti söfnurunum heppnu og fylgja þeim til gestaíbúðar fyrirtækisins. Þeir verða ferðalöngunum síðan til leið- sagnar og aðstoðar. - Stefnan verður að sjálfsögðu fljótt tekin á skagann Djurgárden. Þar eru safn- og skemmtisvæðið Skansinn og skemmtigarðurinn (tívolíið) Gröna lund. Við skulum ekki áætla minna en einn dag til þess að skoða merka hluti og skemmta sér á þessum vinsælu stöðum. - Á Skansinum eru um 150 byggingar, einkennandi fyrir fyrri tíð, frá ýms- um svæðum í Svíþjóð. Þar vinnur fólk að heimilisiðnaði eins og áður tíðkaðist og selur gjarna minjagripi. Dýragarður er á Skansinum og sæ- dýrasafn, m. a. með fjölmörgum tegundum sjávardýra úr hita- beltinu. Á sýningarpöllum koma fram þekktir sænskir listamenn og skemmtikraftar og þjóðdansar eru iðulega sýndir þar. - í Græna lundi eru alls kyns skemmtitæki og þar gefst færi á að freista gæfunnar á ótal vegu, eins og vera ber í fjöl- breyttu tívolíi. - Skammt frá er Wasa-safnið. Herskipið Wasa er 350 ára gamalt. Það fannst í Stokk- hólmshöfn árið 1961 og hefurverið gert upp sem líkast því er það upp- haflega var. Wasa sökk í fyrstu ferð sinni árið 1628,- Talið er að það hafi gerst vegna þess að kjölfesta hafi ekki verið nóg. - Fjölmörg önnur söfn eru í Stokkhólmi. Fróð- leiksfúsir ferðalangar finna þar án efa safn við sitt hæfi. Nefna má Þjóðminjasafnið, Póstsafnið, Um- ferðarsafnið og Leikfangasafnið. í því síðastnefnda eru yfir 6000 leikföng frá ýmsum tímum. 700 ARA GÖMUL BORG Stokkhólmur er 700 ára gömul borg. Gaman er að ganga um þröngar götur í Gamla Stan, elsta hluta borgarinnar, en þar eru marg- ar fornar byggingar, m. a. kirkjur frá 13. öld. í jaðri Gamla Stan er kon- ungshöllin. Ýmis söfn í höllinni eru opin ferðamönnum, svo sem Vopnasafnið, og varðmannaskiptin í hallargarðinum laða marga að. - Sjálfsagt er að njóta útsýnis yfir Stokkhólm, annað hvort frá turni Ráðhússins eða Kaknás-turni, en það er hæsta bygging í Skandi- navíu. - í nágrenni Stokkhólms er margt markvert. Við skulum ekki ákveða strax hvert leið verður lögð, taka verður tillit til óska ferðalang- anna. En eftir klukkutíma akstur í norðurátt er komið að hinni frægu háskólaborg Uppsölum. Þar er t. d. grasasafn og hinn þekkti Linnaeus- garður. Suður af Máren er Marie- fred, vinsæll ferðamannastaður. I Gripsholm-kastala þar í bæ er mál' verkasafn með yfir 3200 rnyndum- Á rúnasteinum getur að líta lýsingu á því hvernig Sigurður lagði drek- ann Fáfni að velli. HVAÐ MUNIÐ ÞIÐ Það er góður siður að leita ser fróðleiks og rifja upp það sem þe9' ar er vitað um það land sem ferð ef heitið til. Gaman væri að vita hvað lesendum kemur fyrst í hug þegar Svíþjóð er nefnd. Ekki kæmi méra óvart að það væri hljómsveit sem notið hefur mikilla vinsælda Abba. Reyndar hefur ekki heyrst eins mikið til hennar síðustu mám uði og nokkur undanfarin ár. Fvl kann að vera að nafni heimsþekkts kvikmyndaleikstjóra skjóti fyrr upP' ekki síst þar sem hann f®^ Oscarsverðlaunin fyrir bestu er' lendu kvikmyndina, Fanny og Ale*' ander, nú í vor. - íþróttaunnendur muna að sjálfsögðu eftir Ingmsr Stenmark skíðakappa og Bjöm 10

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.