Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1984, Page 19

Æskan - 01.05.1984, Page 19
 I PRÓFIÐ 1 Bjartan morgun í maí voru mörg börn á leið í skólann til að þreyta síöasta prófið áður en sumarleyfið hæfist. Þau höfðu lesið vel í upp- ^strarleyfinu og voru hvergi hrsedd. , ~ Þetta gengur eins og í sögu. ^9 las í námsbókunum eins og hestur, sagði lítill drengur rogginn °9 vel ánægður með sjálfan sig. - Kennararnir gapa af undrun þegar Þeir sjá prófblaðið mitt. - Monthani, sagði lítil telpa. - hú hefur ábyggilega ekki lesið neitt hetur en við hin. ~ Viltu veðja? spurði drengur- lnn fyrirlitlega og brýndi röddina. ~ Hverju viltu veðja? spurði stúlkan. ~ Kannski Æskumöppunni sem arnma þín gaf þér í morgun. ~ Ekki aldeilis, greppitrýnið þitt, nreytti drengurinn út úr sér og sparkaði hvatskeytislega í stein er hann stóð við. ~ Allar stelpur eru vitlausar. renjandi og leika sér að litlum nrúðum sem eru hér um bil eins vitlausar og þær sjálfar. ~ Ætli þú sért ekki sjálfur með ausa skrúfu, apakötturinn þinn, svaraði stúlkan. Drengurinn ætlaði að svara ein- verju, en þá var kennarinn kominn a vettvang og dreif allan hópinn inn 1 kennslustofuna. Börnin skipuðu Ser í sætin, eitt við hvert borð. Kennarinn leit yfir hópinn og fékk verju barni sitt prófblað. Brátt grúfðu börnin sig yfir verk- e nið og í stofunni var dauðakyrrð. ertnarinn lét fara vel um sig í ^ élnum og horfði með athygli yfir epinn. Lágt skrjáf í pennum var 10 e'na er rauf þögnina. Allt f ejnu var hurðinni hrundið éé °g rotta skaust inn í stofuna og stór köttur á hæla henni. Ein telpan fleygði frá sér pennanum, stökk upp í loftið og hljóðaði hástöfum. - Jesús minn góður. Strákar, reynið að koma þessu ógeðslega kvikindi burt frá mér eða þið eruð skræfur allir saman. Kennaranum, sem fyrstur varð til að átta sig á þessari truflun, tókst að reka friðarspillana út en þá kom hann auga á strák er horfði inn í stofuna og veltist um af hlátri. Kennarinn þreif í öxl drengsins og hristi hann til. - Hleyptir þú kettinum og þess- ari ógeðslegu rottu inn í stofuna viljandi? Stráksi kinkaði kolli, drjúgur í bragði og hláturinn krimti í honum. - Stelpan, skríkti hann, - það var mesta púðrið í þessu. - Veistu, að þú hefur eyðilgt prófið sem börnin áttu að glíma við, sagði kennarinn byrstur í bragði. - Hvað segir þú við því? En hann talið fyrir daufum eyr- um því stráksi þaut burt. Kennarinn rölti í hægðum sínum inn í stofu til barnanna sem voru alveg ráðvillt. - Þið verðið að hætta við prófið í þetta skipti, börnin mín, sagði hann og saug upp í nefið. - Aldrei á ævi minni hef ég ver- ið jafnundrandi á nokkru prófi og þessu og hef ég þó kennt í rúm þrjátíu ár. Jæja, það þýðir ekki að fást meira um það. Þið þreytið þetta próf einhvern tíma seinna. Börnin gengu þegjandi frá rit- föngum sínum, stóðu á fætur, kvöddu kennara sinn hæversklega og héldu heim á leið. Þau voru fegin yfir að nú blöstu við þeim þrír áhyggjulausir mánuð- ir, engin kennsla, aðeins leikir úti og inni, einnig ef til vill nokkrar sendiferðir fyrir pabba og mömmu, sund og margt fleira. Sumarið var auðvitað skemmtilegasti árstíminn. Þá voru engar langar, leiðinlegar kennslustundir eða syfjaðir kennar- ar eða úrillar þvottakerlingar sem skúruðu gólfin í skólanum. Telpan og drengurinn, er rifist höfðu, héldu nú saman heim á leið. Öll óvild og stríðni voru týnd og tröllum gefin. En óneitanlega hafði þetta próf endað á skringilegan og óvæntan hátt. Börnin hlógu að sjálfum sér er þau minntust undrunar kennarans þegar stelpan hljóðaði og hve litli prakkarinn skemmti sér konung- lega yfir hinum velheppnaða hrekk. En skyldu pabbi og mamma barn- anna hafa tekið þessu eins vel? Það er svo annað mál. Siggeir Ólafsson. 19

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.