Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1984, Síða 21

Æskan - 01.05.1984, Síða 21
heyrist oft enn þann dag í dag. Eftir sýninguna var ekki óalgengt að við borðuðum á fínum veitingastað við hliðina á Pallads, svo þið hljótið að skilja að sérhver bíóferð var merkisatburður. I sumarfríum fórfjölskyldan venjulega út í sveit. Við ieipðum herbergi á bóndabæjum eða hjá fólki sem bjó niðri við ströndina. Þá gátum við krakkarnir synt í sjónum. Á þeim tíma klæddust strákarnir sundbolum °9 stelpurnar sérstökum bolum með áföstu pilsi og ellir voru með sundhettur." ~ Hvernig lékuð þið ykkur? ..Við strákarnir vorum oft í löggu- og bófaleik. Það yar mjög spennandi að leika sér í kjallaranum. Þar var alltaf svarta myrkur og gott að fela sig. En við vorum ekki þeir einu sem sóttum í kjallarann. Þar v°ru líka rottur en við vöndumst þeim. Stundum órum við líka í „stríð" gegn strákunum í næstu götu. Við útbjuggum lurka sem við vopnuðumst og geng- orn upp og niður götuna og gættum þess að óvinir kæmust ekki inn í hana. Nú, svo fórum við heilmikið í otbolta og þegar ég eltist gerðist ég skáti og fór oft í erðalög út fyrir borgina. Stelpurnar léku séryfirleitt út et fyrir sig. Það var svo ekki fyrr en seinna sem við orum að hafa áhuga á þeim. Stelpurnar sippuðu m'kið, man ég, og skiptust á skautnálum sem þær söfnuðu og nældu á þar til gerða púða.“ ~ Hvað varstu gamall þegar þú varðst fyrst skotinn í stelpu? "Almáttugur, haldið þið að ég muni það?“ (Hann bugsaði sig um). „Jú, líklega var ég 11-12 ára. Þá sá ég svo voðalega sæta stelpu úti á götu. Ég komst N í hvaða skóla hún var og hvenær hún væri bin í skólanum á daginn. Á hverjum degi sat ég svo ^ gluggann þegar ég vissi að hún myndi ganga ramhjá og mændi ástfangnum augum á eftir raumadísinni. Þetta litla ævintýri náði aldrei lengra bVl að ég þorði ekki að yrða á hana. Seinna varð Pessi stelpa ballettdansmær og dansaði í Tívolí og Un söng einnig með danshljómsveitum.“ ~ Hvernig hélst þú upp á afmælið þitt? , ”^g á afmæli í maílok. Þá var orðið nógu hlýtt til b6ss að fara í skógarferð. Það var haldið upp á b mælið mitt með því að bjóða öllum bekkjar- ^ðrum mínum með járnbrautarlest út í skóginn við arnpenborg. Þar borðuðum við nestið okkar og 0rum í ýmsa leiki.“ ~ Segðu okkur frá jólunum þegar þú varst að aiast upp? ^^.Jólaundirbúningurinn hófst með því að við bjugg- úth ''1 sælgæti ur marsipani, bökuðum smákökur og iu9gum alls konar skreytingar. Á aðfangadag fór rneftlma rner') J°iatreð inn i stofu. Dyrunum var læst á Umhan hun skreytti tréð og kom jólagjöfunum fyrir verfis það. Á meðan vorum við systkinin mjög Hérna eru hafmeyjarnar þrjár, en hvar er marmennillinn? óþolinmóð. Við reyndum að kíkja inn um skráargatið á stofuhurðinni og loksins kom svo að því að við máttum koma inn. En áður en við gengum í kringum jólatréð og tókum upp gjafirnar fengum við jóla- matinn, - svínasteik og hrísgrjónagraut. í grautnum var falin mandla og sá sem fékk hana fékk möndlugjöf. Hvernig sem á því stóð fengum við systkinin alltaf möndluna til skiptis. Ein jólin fékk ég járnbrautarlest í jólagjöf. Pabbi var víst ekki minna hrifinn en ég því hann lá allt aðfangadagskvöld á gólfinu og lék sér með lestina." - Hvernig var skólaganga þín? „Fyrstu fimm árin gekk ég í drengjaskóla. Kennar- arnir voru þó allir kvenkyns. Fyrir utan almenna kennslu var mikið lagt upp úr mannasiðum. Það var reynt að gera okkur að litlum herramönnum; sjálfsagt hefur það nú tekist misvel. En þetta var góður skóli og þar leið mér vel. Að barnaskóla loknum skipti nú heldur um því þá fór ég í gagnfræðaskóla. Hann var miklu stærri en barnaskólinn og kennararnir af allt öðru sauðahúsi. Þeir voru allir karlmenn og býsna strangir. Við vönd- umst því fljótlega að fyrir hvert prakkarastrik sem við gerðum var okkur refsað. Við fengum kinnhest; það var klipið í eyrun á okkur eða barið á fingurna með reglustiku. Þrátt fyrir þetta vorum við býsna iðnir við prakkarastrikin. Eitt sinn tókum við okkur saman, allir strákarnir í bekknum, og settum logandi olíulampa inn í einn skápinn í skólastofunni. Þegar kennarinn gekk inn í stofuna mætti honum þykkur reykja- mökkur. Kennarinn fór þegar og sótti skólastjórann sem sá fljótlega hvers kyns var. Hann gekk nú á okkur um að segja til sökudólgsins en við stóðum saman sem einn maður og sögðum ekkert þrátt fyrir ítrekaðar kröfur. Þá sagðist skólastjórinn ætla að gefa okkur fimm mínútur til umhugsunar; að þeim tíma liðnum átti sökudólgurinn að gefa sig fram. En allt fór á sama veg og fyrr. Okkur var svo öllum refsað með því að sitja eftir tvo tíma á dag næstu þrjá daga og tímann áttum við að nýta til þess að reikna og skrifa. Það fannst okkur enn verra en löðrungur." Framhald.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.