Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1984, Side 35

Æskan - 01.05.1984, Side 35
144 LANDSLEIKIR Islenska landsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta landsleik í ár gegn Norðmönnum á Laugardalsvellin- 20. júní n. k. Frá upphafi hafa lslendingar leikið 144 landsleiki. ^yrsti leikurinn var gegn Danmörku 17- júlí 1946. Þá var leikið á gamla Melavellinum. Danir báru sigur úr býtum, 3-0. Undirbúningurinn fyrir þennan leik hjá íslenska landsliðinu var umtalsverður. Til dæmis fóru leikmenn liðsins í æfingabúðir að Kolviðarhóli tíu dögum fyrir leikinn. bá mun sérstakur hárskeri hafa verið fenginn til þess að snyrta hár leikmannanna. En allt kom fyrir ekki; leikurinn tapaðist. Af þessum 144 landsleikjum bafa íslendingar sigrað í 28, gert 21 jafntefli og tapað 95 leikjum. Lands- liö'ö hefur skorað 164 mörk en fengið á sig 343 mörk. Oftast hefur Þeð leikið gegn Norðmönnum, alls tuttugu sinnum. íslendingar hafa sigrað þá fimm sinnum, einu sinni 9ert jafntefli en fjórtán sinnum tap- að- Mesti ósigur liðsins var gegn Danmörku 14-2, en sá leikur fór fram árið 1967. Hér fyrir neðan eru fleiri atriði úr l^ndsleikjasögunni: Leikiö flesta leiki... Eftirtaldir hafa leikið flesta lands- 'eiki í knattspyrnu: Marteinn Geirsson 67 Matthías Hallgrímsson 45 Guðgeir Leifsson 39 jeitur Þórðarson 37 ^óhannes Eðvaldsson 34 “ikharður Jónsson 33 Marteinn Geirsson, fyrrum ^rarnmari: ”^g ætla að veðja á Fram. Það er ^ikil breidd í liðinu núna og mikið af eínilegum strákum. Liðið verður k'Pað nokkrum nýjum mönnum Sem eiga eftir að gera góða hluti. Flest mörk ... Eftirtaldir hafa skorað flest mörk í landsleikjum: Ríkharður Jónsson 17 Matthías Hallgrímsson 11 Þórður Þórðarson 9 Teitur Þórðarson 8 Marteinn Geirsson 8 Þessi árangur Ríkharðs er mjög góður sé tekið tillit til þess að hann hefur leikið helmingi færri landsleiki en sá sem hefur flesta þeirra að baki. Fyrsti sigurinn ... Fyrsti sigur íslendinga var gegn Finnum 2. júní árið 1948 á Mela- vellinum. Ríkharður Jónsson skoraði bæði mörk íslands. Þau voru skoruð með þriggja mínútna millibili, á 84. og 87. mínútu. Flestir sigrar... íslendingar hafa oftast sigrað Fær- eyinga. Níu sinnum hafa þeir leikið gegn þeim og ávallt sigrað. Marka- hlutfallið er 38-5, okkur í hag. Eftirminnilegasti sigurinn ... Eftirminnilegasti sigur íslenska landsliðsins er gegn Austur-Þjóð- verjum í Reykjavík 5. júní 1975. Leikurinn endaði 2-1. A-þýska liðið var og er með bestu knattspyrnulið- um heims. Merkilegt met... Ríkharður Jónsson á merkilegt met í landsleik. Hann skoraði mark eftir Ég spái að Fram muni eiga í bar- áttu við Skagamenn um fyrsta sæt- ið. í fallbaráttunni verða líklega KA og ÍBK. Víkingar gætu líka átt erfitt. -E.l aðeins 15 sek. í landsleik gegn Belgum á Laugardalsvellinum 1957. Yngsti leikmaðurinn ... Sigurður Jónsson, Skagamaðurinn ungi, sló met Ásgeirs Sigurvins- sonar frá árinu 1972 þegar hann kom inn á í leik gegn Möltubúum á síðasta ári. Sigurður er yngsti leik- maðurinn sem leikið hefur með A-landsliðinu. Hann var aðeins 16 ára og 251 dags gamall. Ásgeir var 17 ára og 57 daga þegar hann lék gegn Dönum fyrir 12 árum. Sigurð- ur Jónsson er mjög efnilegur leik- maður og honum er spáð miklum frama á knattspyrnuvellinum. Þetta látum við gott heita af landsleikjasögu íslendinga. Meira verður skrifað um landsliðið síðar. NÝ FRÍMERKI inu ww9»ww,www,wlg,,w.wwwww,% a * t a m • u í Evrópumerkin svokölluðu komu að þessu sinni út 3. maí. Þetta varð í 25. sinn, sem þau koma út og jafnframt verður aldarfjórð- ungur liðinn frá stofnun Evrópu- ráðs pósts og síma - CEPT. Af því tilefni er myndefni Evrópu- frímerkjanna sameiginlegt fyrir öll löndin. Teikning eftir J. Larri- viére frá Monaco varð fyrir val- inu. Á frímerkinu er einnig hið opinbera merki CEPT. 35

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.