Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1984, Page 36

Æskan - 01.05.1984, Page 36
Björn vann sér inn vasapeninga með því að bera út blöð. Á hverjum degi náði hann í blöðin sín í prent- smiðjunni, taldi hundrað og fimmtíu blöð, stakk þeim undir leður- reimarnar og flýtti sér svo í það hverfi, þar sem hann var vanur að bera út blaðið. Það var talsvert mikil vinna að sjá um þetta hvern einasta seinni hluta dags. En í staðinn fékk hann nokkra smápeninga handa mömmu og pabba, og alltaf var þörf fyrir peningana. Hvernig sem viðraði varð Björn alltaf að sjá um að koma blöðunum út. Hann var stundvís, og sjaldan var kvartað um að blöðin kæmust ekki til skila. En Björn vonaði, að hann eignaðist einhvern tíma nokkra peninga, er hann gæti not- að handa sjálfum sér. En ekki hafði mamma hans ennþá séð sér fært að gefa honum aura, svo að hann gæti keypt eitthvað, sem hann langaði í. - Hugsa sér, ef maður gæti nú orðið svo ríkur að eignast klukku. Slíkt væri jafn langt frá veruleikan- um og jörðin frá sólinni. Björn vissi þetta, en ef hann hefði haft meiri peninga, þá hefði hann getað verið búinn að safna saman fyrir úri. Hann hefði getað keypt gamalt úr. Hugsa sér, hvað það hefði verið skemmtilegt fyrir hann, ef hann hefði við og við get- að litið á það og vitað sjálfur hvað tímanum leið! Hann hugsaði sér- staklega mikið um þetta í kvöld, er hann stikaði áfram með stóra blaðapakkann sinn. Hann fór með blað í nær hverja íbúð. Hann hafði farið nákvæmlega þessa sömu leið í nokkur ár, svo að hann þekkti allt svo vel. Víða þar sem hann kom, voru dyrnar opnaðar og það var veifað vingjarnlega til hans og hon- um þakkað fyrir blaðið. En hann gat ekki skilið, hvað hann hugsaði mikið um úrið í kvöld. Hann þaut inn í portið og opnaði dyr, setti blaðið í innri hurðina og hélt áfram upp næsta stiga. Þarna átti að vera eitt blað og þarna, og ennþá lengra uppi annað og svo niður aftur, alltaf upp og niður. Honum sýndist eitthvað liggja þarna í stiganum. Hann beygði sig niður og varð ekki lítið hissa, er hann sá stóran seðil liggja þarna. Hann varð orðlaus af undrun. Það var langt síðan hann hafði séð fimmtíu-krónaseðil. Hann leit á hann, opnaði hann, braut hann saman og opnaði hann aftur. - Fimmtíu krónur! Armbandsúr! Og dálítið meira! Björn varð fyrst kaldur og síðan heitur. Hann skalf af geðshræringu. Fimmtíu krónur! Hann leit í kringum sig. Það var hálfrökkur í stiganum. Enginn sá hann. Hver sem var gat hafa týnt seðlinum. Og hver sem var hefði getað fundið hann. Og þessi, hver sem var, það var hann. Björn setti seðilinn inn undir blússuna og hneppti henni vel að sér. Síðan þaut hann niður stigann með blaðaböggulinn. Hann hélt áfram eftir götunni og setti hvert blað á sinn stað, og eftir hálfan annan tíma hafði hann lokið við að bera út. Það var venjulega eitt blað eftir og mamma hans fékk það. Hann flýtti sér ekkert meira en venjulega heim, því að hann hugs- aði svo mikið um þennan fjársjóð, er hann hafði undir blússunni, að hann varð að ganga hægt, meðan hann var að jafna sig. Hann stað- næmdist við stóran búðarglugga- Hann var vel upplýstur, svo að það var auðvelt að sjá þessa fallegu hluti, sem voru í glugganum. Hlið við hlið lágu þarna armbandsúr. Hann beygði sig alveg að gluggan- um, svo að hann gæti séð betur, hvað þau kostuðu. Hann sá fljótt, að hann gat fengið gott úr fyrir þennan stóra seðil. er hann var svo langt kominn í hug- leiðingum sínum, datt honum nokk- uð nýtt í hug. Hvernig gat hann borið úrið á sér? Það myndu marg- ar spurningar fylgja því. Fyrst myndi mamma spyrja og síðan fé- lagarnir og margir aðrir. Hann hugsaði um þetta góða stund. Hon- um datt í hug, að hann gæti dæmis sett það á sig, er hann fsen út með blöðin og tekið það af sér, er hann nálgaðist heimili sitt aftur. En hann skildi, að það er ekkert gaman að þurfa að fara í felur með sína eigin eign. Nei, hann langaði til þess að hafa það á sér, hven®r sem var, svo að allir gætu séð það- En það myndi hann aldrei geta með þetta úr. Það er að segja, et hann keypti þá fyrir seðilinn, sem ekki. . . 36

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.