Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1986, Qupperneq 26

Æskan - 01.03.1986, Qupperneq 26
Gagnvegir Rætt við Steinunni Magnúsdóttur KOKKUR HJÁ OFFISERA A FREYJUGOTU Steinunn Magnúsdóttir fædd- ist 25. maí 1898 á Eyrarbakka. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Guðmundsdóttir og Magnús Gíslason. Þegar hún var tveggja ára fluttist hún til Hafnarfjarðar. Pabbi hennar var sjómaður. Hann var á skútu sem hét Heimalæja. Fjölskylda hennar var oft hrædd um hann úti á sjó í vondum veðrum. Steinunn heldur áfram: „Við systkinin vorum sjö, þrjár stelpur og fjórir strákar. Tveir dóu í bernsku og nú er ég ein eftir. 1906 fluttumst við að Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd. Þar gengum við í skóla. Félagsskapurinn var mjög góð- ur og enginn munur gerður á stelpu og strák. Öllum kom vel saman.“ Þegar Steinunn var 12 ára fór hún að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Það var kirkjustaður og var hún þar hjá frændfólki sínu fram yfir fermingu. Þar voru mörg börn sem léku sér sam- an. Þau fóru í ýmsa leiki sem sjaldan sjást nú, eins og t.d. stórfiskaleik, eitt par fram fyrir ekkjumann, boltaleik, kíló og sto. „Árið 1914 skall fyrri heimsstyrjöld- in á. Þá var ég 16 ára,“ segir Steinunn. „Engir hermenn voru þá hér á landi. Maður frétti bara af stríðinu. Því lauk 1918 og þá var orðinn skortur á mat- vælum og urðu allir að fara að vinna sem eitthvað gátu gert. Ég fór í vist hér og þar.“ Árið 1919 giftist Steinunn Sigur, Böðvarssyni en hann lést árið l^ • Þau eignuðust fimm börn en e*ní drengur dó sjö ára. Steinunn varð ^ að sjá ein fyrir börnum sínum leggja hart að sér. Hún gekk í ýnl' störf fram til 1937 en þá fékk h1" vinnu á sjúkrahúsi og vann þar muSt' næturvöktum. Síðari heimsstyrjöldin braust 11 1939 og þá starfaði hún sem kokku hjá offisera á Freyjugötu. Hún fe_ gott kaup og fjárhagurinn batnac Eftir stríðið vann hún hjá heildsöla- Nú eru breyttir tímar hjá Steinu1111' Hún getur ekki unnið lengur en 1 alltaf að gera eitthvað í höndum1 t.d. prjóna, spinna og hekla. Hen líður vel í ellinni. Hún dvelst hjá öó1 ur sinni í eigin húsi. 26

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.