Æskan - 01.06.1986, Page 12
Rósa blómálfur
Einu sinni voru margir blóm-
álfar. Þeir áttu heima
inni í skógi. Á daginn léku
þeir sér en þegar nóttin kom
svifu þeir upp í blómin og
sváfu þar til næsta morgúns.
Ein lítil álfastelpa hét
Rósa. Hún vildi aldrei fara að
sofa á kvöldin. Smátt og
smátt fór hún að fá stóra
bauga. Þeir voru dökkir og
ljótir. Svo varð hún grá og
grett í framan. Einu sinni fór
hún óvart of langt í burtu frá
hinum álfunum. Hún rataði
ekki heim og fór að skæla.
Hópur af dökk-álfum heyrði í
henni. Þeir flugu til hennar.
Þeir voru bæði ljótir og
vondir.
„Hæ, dökk-álfur,“ sögðu
þeir við Rósu.
„Ég er ekki dökk-álfur, ég
er blóm-álfur,“ sagði Rósa.
Þá hlógu dökk-álfarnir og
híuðu á hana.
„Þú ert ekki blóm-álfur,“
sögðu þeir. „Þú ert grá í fram-
an með stóra bauga eins og
við. Komdu bara með okkur
heim í holuna okkar.“
Svo drógu þeir Rósu litlu
heim með sér. Þar var kalt og
dimmt og óhreint. Henni leið
ósköp illa. Hún vildi ekki
leika sér við dökkálfana á
daginn af því að þeir voru
alltaf í svo ljótum leikjum.
Þess í stað lagði hún sig í gras-
ið utan við holuna. Oft soffl'
aði hún þar í sólinni. Smátt
og smátt urðu baugarnir
minni og hún varð rjóð og
björt og falleg.
Einn dag sagði elsti dökk-
álfurinn sem var afi allra
hinna: „Ég held að okkur ha 1
orðið á mistök með hana
Rósu. Mér sýnist hún vera
blóm-álfur.“
Svo fóru þeir með hana
heim til hennar. Þar urðu
miklir fagnaðar-fundir. *
Blóm-álfarnir ætluðu varla a
þekkja Rósu litlu aftur, hún
var orðin svo falleg og hraus
leg. Eftir þetta fór hún allta
að sofa um leið og hinir blóu1
álfarnir.
12