Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 54
Valur og Vðlsungur keppa á „Pollamótinu". (Ljósm.: Halldór Halldórsson)
Knattspyrna er vinsælasta íþróttin
hér á landi á sumrin. Knatt-
spyrnumönnum er skipt í flokka eftir
aldri og kyni. Yngsti aldursflokkurinn
er sjötti flokkur, en í honum leika þeir
sem eru tíu ára og yngri. Eimskipafé-
lag íslands og Knattspyrnusamband ís-
lands hafa á undanförnum árum haft
samvinnu um að halda óformlegt ís-
landsmót í þessum aldursflokki.
Fyrri hluti þessa móts fór fram dag-
ana 5. og 6. júlí síðastliðinn á völlum
víða um land en sigurvegarar í öllum
riðlum komust í úrslitakeppni sem
fram fór á KR-velli í Reykjavík 19. og
20. júlí. Þar eins og í undankeppninni
áttust við A og B lið hvers félags og
komust sjö þeirra í úrslit. Þeim var
skipt í tvo riðla. í A riðli A liða léku
Valur, FH, Völsungur, og Sindri frá
Höfn í Hornafirði. í B riðli léku KR,
Þór Akureyri, Bolungarvík og Fram í
A riðli, en Sindri, FH og Valur í B
riðli.
Ég ætla ekki að rekja úrslit ein-
stakra leikja í riðlunum. En við
skulum snúa okkur beint að úrslitun-
um. f A liði léku Víkingur og Valur til
úrslita og sigruðu Víkingar með fimm
mörkum gegn engu. í þriðja sæti urðu
KR-ingar, Völsungur í fjórða, og FH í
fimmta sæti. í sjötta sæti höfnuðu Bol-
víkingar, en lestina í úrslitakeppninni
rak lið Sindra frá Hornafirði. Þrátt
fyrir það stóðu þeir sig með miklum
sóma.
í keppni B liða sigruðu KR-ingar
Valsmenn í úrslitum með tveimur
mörkum gegn engu. í þriðja sæti varð
Fram, FH í fjórða, Þór Akureyri í
fimmta sæti, Sindri í því sjötta og
víkingar urðu í sjöunda sæti.
Á þessu móti yngstu k°a
spyrnumannanna var leikgleðin mi
og skein út úr andlitum allra le' ,
manna. Og þó að eitt lið hafi sigra '
mótinu var það ekki aðalatriðið held
skipti mestu að vera með eins og ‘
Ólympíuleikunum.
Keppnin er ekki
aðalatriðið
Þegar börn og unglingar eru sPu>n
um helstu áhugamál er svarið oftar
ekki íþróttir einhvers konar. Su'1
iðka knattspyrnu, aðrir handbo 'a
margir synda og enn aðrir fara á sk'
54