Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 6

Æskan - 01.05.1987, Blaðsíða 6
55 Ég hef bara drifíð í því sjálf...“ fyrir þau að æfa saman og það léttir þeim álagið. I sumar munu Friðrik, Ragnheið- ur, Eðvarð og fimm önnur efnileg ungmenni af Suðurnesjum helga sig sundinu eingöngu og æfa sex daga í viku frá kl. 9-11 og 16-18 í lauginni og stunda þrekæfingar um miðjan dag- inn. Þá fara þau þrisvar í viku til Reykjavíkur. Friðrik segir að bæði Ragnheiður og Eðvarð eigi að geta bætt árangur sinn — og það sama gildi að sjálf- sögðu um aðra í sundlandsliðinu. Hann segir að mjög vel sé unnið á vegum Sundsambandsins og allir þjálfarar njóti góðs af vandaðri skipulagningu Guðmundar Harðar- sonar landsliðsþjálfara. „Ólympíuleikarnir verða í sept- ember 1988 og ég tel að Sundsam- bandið ætti að gefa hugsanlegum þátttakendum í leikunum kost a vera í æfingabúðum á næsta arl njóta leiðsagnar eins eða tveg&l þjálfara,“ sagði Friðrik að lokuh>- ílok samtals okkar Ragnheiðar bað eS hana að rita fyrir okkur dagbók li,n < keppnina í Mónakkó. Hún tók þu \ og skilaði mér eftirfarandi frásögn >' , heimkomuna. Pið hefðuð kannski11 lesa meira um suma hluti (!) en Petta verður að duga. . . Texti Karl Helgason Myndir: Heimir Óskarsso11 Dagbókarbrot 12. maí 1987. “Þennan milda dag risum við snemma úr rekkju, svona um fjögur- leytið. Við áttum að vera mætt á flugvellinum fyrir kl. sex. Allir voru fremur syfjulegir nema sundfólkið en það er vant að taka daginn snemma. Fæstir höfðu hist áður en kynntust fljótt því að íþróttafólk er upp til hópa frjálslegt og „jákvætt". Ferðalagið gekk mjög vel og allar tímasetningar stóðust. Þegar til Nice var komið stigum við upp í rútu sem flutti okkur til Mónakkó. Sól skein í heiði og hitinn var um 30 stig. Allir brostu móti þessu yndislega veðri og ég hugsaði sem svo að þetta væri pottþétt byrjun. Þegar við komum á þann stað, þar sem við áttum að gista, kom í ljós að það var ekki hótel eins og við höfð- um búist við heldur eins konar búð- ir. Þær reyndust nú ekki of vel. Hús- in mátti kalla kofa. Þar var engin upphitun og fólkið vaknaði með sultardropa á nefbroddinum. Þessu lyktaði þannig að við fengum öll inni á hótelum. Hópurinn tvístraðist þar sem ekki var nóg rými fyrir alla á ein- um stað. Sundfólkið byrjaði í undanrásum á fimmtudaginn. Okkur gekk vel og allir komust í úrslit. Ég opnaði meta- reikninginn með að synda 100 m baksund á 1.10.93 mín. Það var besti tíminn í undanrásunum. Eftir hádegið var mótið sett með viðhöfn og hátíðabrag. Við gengum fylktu liði inn á leikvanginn og veif- uðum furstanum og Alberti prinsi. A föstudag var keppt í öllum grein- um. Okkur íslendingunum gekk vel nema skotmönnunum. Þeir voru ekki ánægðir með árangur sinn. Sundfólkið gekk undir nafninu „gullfiskarnir“ af því að við unnum til svo margra gullverðlauna. Þau urðu alls 22 en silfurverðlaun 10 og 4 bronsverðlaun. Ég bætti metið í 100 m baksundi aftur í úrslitakeppninni og fékk tímann 1.08.4 mín. 200 m baksund synti ég á 2.28.3. Það var aboð' líka nýtt Islandsmet. Kvenna ^ sundssveitin setti einnig met i þrem greinum sem hún keppj1 lyftingamenn, « iksliðið Júdómenn, íþróttafólk og körfuknattleil unnu líka til verðlauna. u, Lokaathöfn mótsins var á sun ^ dag og eftir hana var matarveis 5 dansleikur. í veislunni fékk ég færi til að hitta Albert krónpr1.^ Hann var mjög geðugur og ' j. margt um íþróttir. Daginn eftir ég bréf frá honum. Hann bauð u ^ út að borða og bað mig að hringj ^ ég vildi þiggja boðið. Það gerði eg óskaði eftir að fá að taka vinc ^ mína með þar sem gamla fe, 0g gerði vart við sig. Það var auðso í á tilsettum tíma kom einkabifrelC sækja okkur stöllurnar. Lífvörðurinn tók á móti vísaði okkur á lítið og notalegj v ^ ingahús í gamla hluta borgariIinog Kynni mín af prinsinum voru g°c (1r| hann bauð mér að ko013.^;. íylónakkó og æfa þar þegar ég Ég þá það með þökkum Þar laugin var alveg hreint frábær- . Eftir mótið var haldið til Ams * dam en þar skiptist hópurinn P (j| stefnan var tekin til ýmissa ialld‘ eð frekari keppni. Allir kvöddust söknuði því að góð tengsl m1 t myndast. Hver keppnishópur sína leið, einbeittur og reiðubúi1111 að takast á við ný verkefni.. , á Ferð okkar sem fulltrúa fslaU ^ Litlu Ólympíuleikunum 1987 'y1 ^ enda og má segja að íþróttafo hafi verið landi sínu til sóma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.