Æskan - 01.05.1987, Page 28
Þrír Ijóskastarar
í afmælisgjöf
Elsku Æska!
Ég sá í blaðinu að krakkar mættu
skrifa og segja frá heimabyggð sinni
eða skóla. Mig langar til að segja þér
dálítið frá staðnum hér. Hann heitir
Eiðar. Hér eru grunnskóli og al-
þýðuskóli, báðir með heimavist.
Alþýðuskólinn varð 100 ára fyrir
tveimur árum og var það haldið há-
tíðlegt með pompi og pragt. Hér er
afar lítil kirkja. Hún er líka hundrað
ára. Kirkjan fékk þrjá ljóskastara í
afmælisgjöf. Þeir eru alltaf tendraðir
á kvöldin og lýsa þá kirkjuna fagur-
lega.
Hér á Eiðum eru mjög margir
kettir. Þeir eru flestir karlkyns en ég
held að ein læða sé í hópnum. Hér
líka eitt bóndabýli og þar eru hænur
og kálfar — og ef til vill fleiri dýr.
Varla er hægt að kalla Eiða kaup-
tún því að hér er engin verslun. Við
þurfum að aka 12-14 km til að kom-
ast í búð.
Grunnskólinn er mjög góður. Fé-
lagslíf er ekki mikið á staðnum en
við skólakrakkarnir gerum okkur
ýmislegt til skemmtunar.
Með þökk fyrir æðislegt blað,
Lilja.
Súkkulaðikúlur
Kæra Æska!
Ég er nýr áskrifandi að blaðinu.
Mér finnst mjög sniðugt að þið skul-
ið birta bréf frá lesendum. Ég á
ágæta uppskrift að súkkulaðikúlum.
Hún er svona:
100 g smjörlíki
3 dl hveiti
1 dl sykur
1 msk. hveitihýði
1 tsk. lyftiduft
1 msk. kakó.
Öllu er blandað saman í skál. Síð-
an er bætt í einu eggi og 1/4 tsk. af
vanilludropum. Deigið er hnoðað og
mótað í kúlur sem síðan er raðað á
smurða plötu. Platan er látin í miðj-
an ofninn og kúlurnar bakaðar í 10
mínútur við 200 C.
Mig langar líka til að spyrja
tveggja spurninga:
1. ÍCom Æskan fyrst út 1899?
2. Af hverju hafið þið ekki alltaf
kynningu á hljómsveitum eða söngv-
urum í blaðinu?
Þökk fyrir,
Birgir Ö. Steinarsson.
Svör:
1. Nei, það varl897. Blaðið hefur
komið út óslitið síðan að undan-
teknum tveimur árum. Þess vegna er
talað um 88. árgang blaðsins á
þessu ári.
2. íhverju blaði er poppþáttur og
þar er sagt frá hljómsveitum og
söngvurum. Sérstakar hljómsveita-
kynningar hafa verið annað veifið
og í aðalviðtali eru oft hljómlistar-
menn. Við þykjumst því gera þessu
efnigóð skil.
Óvenjuleg orðaskipti
Kæra Æska!
Ég er sammála Ölmu um að það
mætti vera meira af efni fyrir ungl-
inga í blaðinu og frásögnum af
krökkum úti á landsbyggðinni.
Hér kemur svo einn brandari:
Maður nokkur kom eitt sinn að
ÆSKUPÓSTURINN
páfagauki í búri og horfði leng1
hann. Þá sagði páfagaukurinn:
Á hvað ertu að glápa?
Maðurinn varð þá mjög skömi1
ustulegur og sagði : - i 'lt
Fyrirgefið þér, herra minn. ég11
að þér væruð fugl.
Kær kveðja,
Silla.
Reyklaust ísland
Kæra Æska! .
Ég þakka þér fyrir æðislegt b
og frábært viðtal við Kristján hC
mundsson. En mig langar að bi J
þig um veggmynd af íslandsmeisiu
um Víkings í handknattleik. y
hafa staðið sig svo frábærlega ve
mér finnst æðislegt að enginn í ÞeS •
góða liði reykir. Ég er líka á Þe' j
skoðun að best sé að sígarettan
ævilangt frí. jg
Svo langar mig að spyrja V -
þessa: m
1. Getur Æskan birt eitthvað u
landsliðið í handknatttleik í hv’erJ
tölublaði? n
2. Fá vinningshafar verðlaun*
send heim?
Með fyrirfram þökk fyrir birtiOS
una,
7346-6044, einn aðdáenda Víkings■
Svör:
1. Við höfum valið þá leið a
birta ítarleg viðtöl við handknatt-
leiksmennina. Þegar hafa birst vw'
töl við Kristján og Þorgils ^ttaT,
— auk Kristjáns Arasonar þó a,
nokkuð langt sé um liðið frá Pvl‘
Fleiri eru vœntanleg...
2. Já.
Við erum þér að sjálfsögðu hjart’
anlega sammála hvað reykingaT
varðar — enda hefur Æskan a’íl
varað við skaðlegum áhrifnn1
þeirra.
Lesendur mega hafa í huga að 1
stað „œðislegt“ má gjarna nota
„einstaklega gott“, „afar gott“ og
ýmislegt annað... a.m.k. Óðf
hverju...
28