Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 7

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 7
°r'ð 1897, þá 29 ára. Námsefni tveggja ejstu ðekkjanna, 5. og 6., las hann á þ nu.m vetri og vann jafnframt fyrir sér. ottl það námsafrek allt að því eins d*mi. ^egar hér var komið sögu á lífsferli 'gurðar Júlíusar Jóhannessonar, var sól- 3u®^st orðið, að þar var á ferðinni 'ndjarfur bardagamaður, ekki ein- umur á ritvellinum, í bundnu máli sem undnu. Þá þegar er sú stefna tekin, nýmæmi þótti að myndunum. Blár litur var settur í þessa mynd sem birtist 1898 sem hann jafnan fylgdi á löngum og starfsömum ævidegi, að gleyma sjálf- um sér í baráttu fyrir bættum hag bræðra og systra, en þó einkum þeirra, sem meinleg örlög höfðu á einn eða annan hátt í urð hrakið af mannlegri alfaraleið. Á þessum árum var Góðtemplara- reglan í mikilli sókn. Sigurður gekkst heils hugar undir merki hennar og lagði henni allt það lið er hann mátti af því ofurkappi eldhugans, sem hann var gæddur í svo ríkum mæli. Fyrsti ritstjóri Æsk- unnar Svo sem áður var á minnst, var Sig- urður Júlíus ráðinn fyrsti ritstjóri Æsk- unnar, þegar hún hóf göngu sína haust- ið 1897. Æskan var fyrsta barnablaðið, sem gefið var út á íslandi. Mér er nær að halda, að þótt leitað hefði verið með logandi ljósi um allt land hefði vart fundist eins fær, hvað þá færari braut- ryðjandi að útgáfu barnablaðs en Sig- urður Júlíus var. Segja má, að hann hafi þegar í stað gengið beint inn í hjörtu hinna ungu lesenda sinna og skapað Æskunni þann grundvöll vin- sælda og virðingar, sem hún hefir notið alla tíð og byggir á enn í dag, eftir níutíu ár. Því miður fékk Æskan ekki að njóta forsjár þessa fyrsta ritstjóra síns nema tvö fyrstu árin og þó tæplega það. Fleiri járn hafði Sigurður í eldinum en rit- stjórn Æskunnar. Um þær mundir gaf Einar skáld Benediktsson út blað sitt, Dagskrá. Þar var frelsisbarátta íslands mjög sett á oddinn. Þar gerðist Sigurð- ur meðritstjóri og gekk þar mjög fram fyrir skjöldu frelsishugsjónum sínum til framdráttar. Einnig innritaðist hann í Læknaskólann og lauk þar fyrsta árs námi vorið 1898. Á þessum árum var um Sigurð sagt, að hann ynni öll sín störf á hlaupum, og má það vafalaust til sanns vegar færa. . En hitt er jafnvíst, að öll hans mörgu og miklu störf voru vel af hendi leyst. Með 9. tölublaði 3. árgangs Dagskrár tók Sigurður Júlíus við ritstjórninni. Það var sumarið 1898. Þá var í Dagskrá háð róttækust barátta fyrir frelsi íslands. Var Sigurður oft nokkuð stórorður í skrifum sínum og reyndist mörgum skeinuhættur. Eftirfarandi ljóðlínur skýra okkur vel hugarstefnu hans á þessum tíma: „Lofsé Guði, 'ann gafm'ér aldrei tungu að geta sleikt upp upp sérhvern fínan skó. “ Er þar skemmst frá að segja, að rit- stjórn Sigurðar á Dagskrá endaði á þann veg, að hann var stórsektaður, átti ekki eyri til greiðslu og flýði land til að forða sér frá fangelsisvist. Víst er um það, að þung voru sporin hans burt frá ættlandinu. Ættjarðarást hans var alla tíð einlæg, sterk og fals- laus, enda eru sum ættjarðarljóð hans meðal þeirra fegurstu, sem kveðin hafa verið á okkar tungu. Ljóst dæmi um það er þetta erindi, sem hann nefnir Til íslands: „Ef Drottinn gjörði að gulli tár, sem geymir hugur minn, þá vildi ég gráta öll mín ár til auðs í vasa þinn. “ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.