Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Síða 8

Æskan - 05.10.1987, Síða 8
ÞEGAR SKRIÐAN FÉl Það var komið haust. Vindurinn hvein og regnið fossaði niður, drip-drop-drip-drop. Heiða litla stóð við gluggann og horfði út. Fallega fjallið ofan við húsið var í gráum þokukjól og hún sá bara neðsta klettinn. Lækurinn, sem rann niður úr fjallinu fram hjá húsinu, var ekki lengur blár og fallegur. Hann var brúnn og bólginn. „Mamma, af hverju er lækurinn svona stór og ljótur?“ spurði Rósa. „Lækurinn ber aur og mold ofan úr fjallinu af því að það hefur rignt svo mikið síðustu daga,“ sagði mamma döpur á svip. Heiða fór að skæla. „Ég er svo hrædd við lækinn. Hann er svo ljótur í dag. Ég vil ekki að hann taki allt fjallið og fari með það niður í sjó.“ Mamma kyssti hana. „Vertu ekki að skæla. Pabbi er á leiðinni að sækja okkur í nýja bflnum. Við verðum hjá ömmu þar til styttir upp. Þá er engin hætta á að við meiðum okkur þó að falli skriða.“ „Ég ætla að setja brúðurnar mínar í tösku og taka þær með,“ sagði Heiða. Hún tók stóra tösku og setti brúðurnar í hana. Hún þurfti að hugga þær því að þær voru svo hræddar. „Svona, svona, verið ekki hræddar. Pabbi kemur að sækja okkur,“ sagði hún við þær. En allt í einu, einmitt þegar hún var að setja Línu, sem gat lokað augunum og pissað á sig, niður í töskuna, heyrðist ógurlegur hávaði og miklar drunur uppi í fjallinu. Heiða sá ekki hvað var að gerast; þokan var svo mikil. Hún heyrði bara lætin. Heiða leit á mömmu. Mamma starði út um gluggann. Hún var náföl og svo hrædd á svipinn að Heiða fór aftur að skæla. Mamma tók hana í fangið og þrýsti hana fast. „Er fjallið að detta?“ spurði Heiða. „Nei, nei, það er að falla skriða,“ sagði mamma. Hávaðinn færðist nær og nær og húsið nötraði og skalf. Svo sáu þær skriðuna koma niður úr þokunni. Svört, þykk leðja og heljarstórir steinar ultu niður hlíðina í átt að húsinu. Sem betur fór stóð húsið uppi á hól. Skriðan fór allt í kring um hólinn. Lækurinn fylltist af aur. Heljarstórir steinar komu í loftköstum og hentust upp hólinn. Nú var skriðan komin fast að garðinum. Stór steinn lenti á hliðinu og braut það. „Skriðan kemur hingað inn. Hún kemur inn í húsið og meiðir okkur,“ æpti Heiða. Mamma þrýsti henni fast að sér. Hún var líka farin að gráta. Skyndilega varð allt hljótt. Skriðan rann ekki lengra. Á síðustu stundu hafði hún numið staðar. „Guð veri lofaður, hættan er liðin hjá,“ sagði mamma og seig niður á stól. Heiða hætti að skæla. Hún flýtti sér að líta eftir brúðunum. Þær voru allar skælandi og Lísa var búin að pissa á sig af hræðslu. Hún huggaði brúðurnar. Svo huggaði hún mömmu sem sat bara og grét. „Vertu ekki hrædd mamma nn11- pabbi kemur og sækir okkur á nýja bflnum sínum,“ sagði hún. 8

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.