Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Síða 22

Æskan - 05.10.1987, Síða 22
Ort um Æskuna Möppur undir Æskuna Kæri Æskupóstur! Ég er hér ein sem er áskrifandi að Æskunni og mig langar til að spyrja hvort þið seljið möppur undir blaðið. Ef svo er hvað kosta þær? Kær kveðja, Berglind Antonsdóttir, Deildarfelli, Vopnafirði Svar: Möppur undir Æskuna fást í bóka- búð okkar, Laugavegi 56, og kostar hver þeirra 375 kr. Þeir sem eiga heima úti á landi geta hringt og pantað þœr gegn póstkröfu. Viltu eignast pennavin? Þessi 9 ára stelpa á heima í Svíþjóð og hana langar til að eignast pennavin á íslandi. Hún heitir Jenný og á heima í nágrenni Stokkhólms, höfuðborgar landsins. Hún á tvær systur og þær heita Helena og María. Þær eiga hund saman. Áhugamál Jennýjar eru knatt- spyrna og poppstjömur. Hún vill skrifast á við krakka á aldr- inum 8-11 ára. Hér er heimilisfang hennar fyrir þá sem hafa áhuga á að skrifa henni: Jenny Kagested, Björnskogsgrand 185, 162 46 Vállingby, Sverige. Vísa um Buslu Busla hún er besta skinn, best af öllum hundum. Glöð hún matinn gleypir sinn gjarnan öllum stundum. Sendandi: María H. Valberg, Auðkúlu 2, A-Húnavatnssýslu. Bréf úr sveitinni Kæra Æska! Ég hef skrifað þér einu sinni áður. Ég ætla að segja þér frá því hvemig er að búa hérna í sveitinni. Við höfum kindur, kýr, endur, hund og kött. Égfæ 200 kr. á mánuði fyrir að reka kýrnar á sumrin. Ég er í skóla en hann er mjög lítill. Við erum aðeins 14 í honum. Við leik- um okkur mikið saman. Ég á systur sem heitir Ingunn. Við emm búin að eignast folald og afi okkar líka. í vor fengum við 240 lömb. Nú hef ég ekki meira að segja. Þórey Bjarnadóttir 9 ára, Kálfafelli 2, 781 Höfn. Hæ, hæ, kæra Æska! gn Ég hef aldrei skrifað þér á u vona að þetta ljóð verði birt. Þetta blað er Æskan. Það er rosa skemmtilegt. Lestu það nú, gæskan, þú finnur ekkert leiðinlegt. u Svo langar mig til að óska V1” ^ur minni til hamingju með litla r ^ sinn. Hún heitir Edda og á heim Sauðárkróki. Þökk fyrir birtinguna. K. Massa í Kefló. Uppskrift að kókos- bollum Kæri Æskupóstur! • j Ég hef verið áskrifandi að ^skutl eitt og hálft ár. Mér finnst hún ta} skemmtileg. Ég á í fórum mínum g uppskrift að kókosbollum ef þið V1 birta. Hún er svona: 100 g smjörlíki 2-4 dl haframjöl 1 msk. kakó 2-4 msk. sykur , ,.,j Síðan er allt hnoðað vel saman ís' Deigið er mótað í bollur og þeirn v upp úr kókosmjöli. Mig langar að síðustu að spyrja el ar spurningar. Hvenær hóf Bjössi 0 göngu sína í Æskunni? Með kærri kveðju, Þorvaldur Pálsson 12 ára, Fitjum, Kinn, S-Þingeyjarsýslu. Veggmynd af EuroPe Kæra Æska! 9 Getur þú birt veggmynd af ^ur°P^’ Ég veit að hljómsveitin á marga að endur hér á landi og enn fleiri en áðu eftir að hún hélt hljómleika hér ísUfll ar. Vinsamlegast athugið málið. Evrópu aðdáandi ÆSKUPÓST LJRINN 22

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.