Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Síða 30

Æskan - 05.10.1987, Síða 30
Bjarni látúnsbarki Bjarni tók lagið á hótelinu sem hann gisti á í London Bjarni Arason. Ljósmynd: Heimir Öskars- son Bjartii Arason er nýjasta stjarnan á himni íslenskrar dcegurtónlistar. Hann sigraði í Látúnsbarkakeppninni sem haldin var með pompi og prakt víða um land í sumar. Úrslitakeppnin fór fram í Tívolíinu í Hveragerði 5. júlí sl. að viðstöddu fjölmenni. Sjónvarpað var beintfrá keppninni. Þegar Garðar Cortes tilkynnti niðurstöðu dómnefndar sagði hann að það hefði verið nœr samdóma álit nefndarmanna að Bjarni Arason vceri réttnefndur látúnsbarki. Hann „sló ígegn“ í laginu Slá í gegn. En hver er þessi nýkjörni látúnsbarki sem varð frægur á einu kvöldi? Bjarni Arason svarar því sjálfur í viðtali við Æskuna. „Ég er 16 ára Reykvíkingur, fæddur 13.;júlf 1971,“ segir hann. „Ég fluttist til ísafjarðar þriggja ára en svo aftur til Reykjavíkur sjö ára og hef átt þar heima síðan. Síðasta vetur sinnti ég náminu ekki sem skyldi og féll á sam- ræmdu prófunum og er að taka þau upp núna í Vörðuskóla. Ég lýk því um ára- mótin.“ Bjarni hefur lært á trompet í sex ár leikið með tveim lúðrasveitum, Luö sveit Árbæjar og Breiðholts og Lúðr3 sveit Verkalýðsins. Hann hefur 1° 1 þriðja 'stigi í trompetleik. Ólafur ; Kristjánsson tónlistarkennari kenf ^ honum á hljóðfærið í fimm vetur en SV lærði Bjarni hjá Ásgeiri Steingrímss) í fyrra. 30

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.