Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 05.10.1987, Qupperneq 32

Æskan - 05.10.1987, Qupperneq 32
Bjami látúnsbarki í viðtali sviðið. En það hvarf fljótt þegar hann byrjaði að syngja. — Hvernig leið þér svo þegar ljóst var að þú hafðir unnið Látúnsbarka- keppnina? „Það er varla hægt að lýsa því með orðum. Þetta er einstök stund sem aldrei gleymist. Ég var alveg uppi í skýjunum." — Hafðirðu gert þér vonir um sigur fyrirfram? „Nei, því að ég vissi að róðurinn yrði erfiður. Þegar ég heyrði í hinum kepp- endunum fannst mér þeir alveg meiri- háttar!" Fer&alögin þreytandi Bjarni starfaði í sumar hjá Sláturfé- lagi Suðurlands. Morguninn eftir keppnina mætti hann til vinnu eins og ekkert hefði í skorist. En friðurinn var fljótt úti. Hann gat ekkert unnið allan daginn fyrir blaða- og útvarpsmönn- um. Þeir ýmist hringdu eða komu til hans á vinnustað. Hann var varla kom- inn í gúmmívettlingana aftur eftir við- tal þegar hann þurfti að sinna því næsta. Hann var ánægður með allt sem blaðamennirnir skrifuðu nema þegar þeir voru að tala um að hann hermdi ágætlega eftir Agli Ólafssyni. „Ég er engin eftirherma," segir Bjarni hálfreiður. „Ég er sjálfstæður söngvari." Eftir Látúnsbarkakeppnina hefur verið nóg að gera hjá Bjarna við að syngjaog skemmta. Hann hefurferðast víða um land í sumar og haust, annað hvort einn eða með hljómsveit sinni sem heitir Vaxandi. Hún var stofnuð fyrir ári. „Það er gaman að skemmta fólki en það er ótrúlegt hvað maður þreytist fljótt á því að ferðast," heldur Bjariíi áfram. „Ég hef farið út á land nánast um hverja helgi eftir að ég sigraði." Ég spyr næst hvort hann verði fyrir miklu ónæði frá aðdáendum sínum. „Ég get ekki neitað því. Stundum hringja stelpur í mig án þess að eiga nokkurt erindi. Nýlega hringdi ein sem vildi bara fá að vita hvort einhver hefði boðið mér með sér á bíó þá um kvöldið! Ég sagðist ekki vita til þess og þá kom stutt þögn og svo kvaddi hún. Þegar ég kem heim á kvöldin bíður eftir mér langur listi með nöfnum fólks sem hef- ur hringt um daginn. Flest af því er kannski að reyna að fá mig til að skemmta. Ég vísa alltaf á umboðs- manninn í þeim tilvikum. Hann skipu- leggur þetta fyrir mig og hljómsveit- ina.“ — Áttu þér einhverja eftirlætistón- listarmenn? „Já, Elvis Presley. Mér finnst hann stórkostlegur. Ég og vinur minn höfum kynnt okkur öll lög hans og texta. Vin- urinn keypti 26 plötur með Presley í London í sumar og þú getur rétt ímynd- að þér hvort þá hefur ekki verið veisla hjá okkur.“ Bjarni kveðst hafa dálæti á margs konar músík, hann hlusti á flestar teg- undir tónlistar og hafi t.d. mjög gaman af tónlist eftir þá snillinga Mozart og Beethoven. Verölaunaferöin skemmtileg Eftir að leitin að Látúnsbarkanum hafði borið árangur söng Bjarni þrjú lög inn á plötu sem gefin var út í tilefni söngvakeppninnar. Lögin Þú og ég og Slá í gegn trónuðu lengi efst á vinsælda- listum útvarpsstöðvanna. í Réttó er á uppleið. Fyrir að sigra keppnina fékk Bjarni farmiða fyrir tvo til Lundúna. Hann dvaldist þar í 8 daga. Hvað getur hann sagt okkur frá þeirri ferð? „Með mér í för voru þrír vinir mínir, Hjalti umboðsmaður og trommu- og gítarleikarar i Vaxandi. Ég bauð tveim þeirra að skipta öðrum miðanum 111 in' um á milli sín. Við gistum á mjög glæsi- legu hóteli og nutum margs af þvísetT1 London hafði upp á að bjóða. Við iót- um t.d. á söngleikinn Time sem er a - veg frábær! Allt húsið er notað til a gera leikinn sem bestan. Ljósabúnaður er um allt og meira að segja rúður og speglar á hliðarveggjum notuð. S\o fórum við á indverskan matsölustað. Gaman var að sjá hvernig Indverjar höguðu sér við matargerðina. Við for- um líka á unglingaskemmtistað sem nefnist Sjöundi himinn. Okkurundraði að sjá þar ekki vín á nokkrum unglingr Og það í stórborg! Svo get ég nefnt a við hittum Jakob Magnússon þarna og fórum m.a. með honum á góða djass- tónleika. Því miður komumst við ekki á hljómleika með Stevie Wonder en þeir voru haldnir í London daginn eftir að við flugum heim. Ferðin var mjog skemmtileg í alla staði." — Framtíðin? „Ég horfi björtum augum til framtí arinnar og hlakka til að takast á við þan verkefni sem bíða mín. Mig langar ti að halda áfram að læra á trompet og svo gæti ég best trúað að ég lærði em- hveija iðn. Það verður allt að koma i ljós.“ — Að síðustu: Margar stelpur fýslf sjálfsagt að vita hvort látúnsbarkinn se á föstu? Það koma vöflur á Bjarna. „Vil ekkert láta hafa eftir mér!“ svar- ar hann glottandi. „Það skiptast á skm og skúrir í heimi ástamálanna eins og allir vita.“ Viðtal: Eðvarð Ingólfsson 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.