Æskan

Årgang

Æskan - 05.10.1987, Side 33

Æskan - 05.10.1987, Side 33
ÁHUGAMÁLIÐ MITT_____ Flestar skotnar í Morten! Edda Rún Jónsdóttir, nýlega orðin U ára, var valin af handahófi úr Pennavinadálkinum til að spjalla Ví<3 Æskuna um áhugamál sín. Hún hefur átt heima í Hafnarfirði frá fæðingu og er í 8. bekk í EEdutúnsskóla. í sumar var hún í Unglingavinnu í tvo mánuði og bkaði vel. Hluta af kaupinu sínu notaði hún í ferð til Noregs en hana fór hún með foreldrum sinum og eldri systur fyrir skömmu. Hún dvaldist þar í tvær vikur. »Það var æðislega gaman í Noregi," Segir Edda Rún í spjalli við okkur. „Við ferðuðumst dálítið um landið. Því mið- Ur sá ég ekki A-Ha-strákana en hins Vegar fór ég á hljómleika þeirra þegar Peir komu hingað til lands. Mér finnst Þeir æðislega sætir, sérstaklega söngv- ar>nn, hann Morten. Við stelpurnar eru flestar skotnar í honum.“ ~ Hver eru svo áhugamál þín? »Eg hef mikinn áhuga á popptónlist. Eftirlætishljómsveitir mínar eru A-Ha °g Spandau Ballet. Svo hef ég dálítinn áhuga á hniti (badminton) og leik það °fl við vini mína í garðinum heima þeg- ar stafalogn er. Einnig get ég nefnt oréfaskipti. Ætli ég eigi ekki í kringum pennavini. Þeir eru allir útlenskir. Eg skrifa lengst til Japans og landa í Af- flku. í Noregi á ég þrjá pennavini og svo mætti áfram telja.“ ~~ Er ekki erfitt að eiga 20 penna- vini!? >Jú, ég neita því ekki. Ég á ekki gott ^eð að ná persónulegu sambandi við sérhvern þeirra. Maður þarf stundum að rifja upp hver er hvað. Reyndar stefni ég að því að fækka þeim um helming eða niður í 10 á næstunni og bæta við mig í staðinn 4-5 íslenskum Pennavinum.“ Edda Rún Jónsdóttir — Hvernig velurðu þér pennavini? „Ég vel þá sem hafa svipuð áhuga- mál og ég.“ — Viltu eignast pennavini í Reykja- vík? Edda hlær. „Nei, helst ekki. Það er of stutt þangað. Það væri ódýrara að hringja í þá og ef til vill að hitta þá reglulega heldur en að skrifa þeim.“ Fór í Galtalæk Við spurðum Eddu Rún næst hvort hún hefði farið eitthvað um verslunar- mannahelgina. „Ég fór í Galtalækjarskóg með vin- konu rninni," svaraði hún. „Það var mikið af fjölskyldufólki þar en við hefðum kosið að þar hefðu verið fleiri unglingar án fjölskyldu sinnar.“ — Svona í leiðinni: Hafið þið félags- miðstöð í Hafnarfirði? „Já, en jafnaldrar mínir sækja hana lítið. Þar koma aðallega 12-13 ára krakkar.“ — Þið álítið sem sé að þið séuð orð- in of „stór“ til að sækja hana? Þögn myndast á meðan Edda hugsar svarið. „Ætli við verðum ekki bara að segja það,“ svarar hún svo — og við þökk- uðum fyrir spjallið. Að síðustu má bæta því við að Edda Rún er dökkhærð með brún augu og 164 sm á hæð. Hér er svo heimilisfangið ef ein- hverjir hafa áhuga á að skrifa henni: Bröttukinn 20, 220 Hafnarfirdi. 33

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.