Æskan

Volume

Æskan - 05.10.1987, Page 34

Æskan - 05.10.1987, Page 34
Á undanförnum vikum hafa 5 eöa 6 vin- sælustu lög íslensku poppútvarps- stöðvanna verið sungin á fjórum tungu- málum. Það telst til verulegra tíðinda. Síðustu þrjá til fjóra áratugina hafa enskir og íslenskir söngtextar verið allsráðandi á íslenskum dægurlaga- markaði. Þau tungumál, sem nú hafa blandað sér í annars einlitt litróf vestræns dæg- 'urpopps, eru danska og spænska. Dodo & The Dodos eiga heiðurinn af danska laginu „Giv Mig Hvad Du Har“ en mexíkanski kvintettinn Los Lobos (Úlfarnir) hefur gert það gott með tveggja alda gömlum slagara, „La Bamba" (Geitin) Úlfarnir urðu ekki fyrstirtil að hljóðrita Geitarsönginn. Þeir urðu ekki einu sinni fyrstir til að koma honum inn á vin- sældalista. En þeir voru fyrstir til að koma Geitarsöngnum í efsta sæti vest- rænna vinsældalista, m.a. bæði þess enska og bandaríska. Geitarsöngurinn var reyndar eitt fyrsta lagið sem Úlfarnir æfðu þegar hljómsveitin var stofnuð 1973. Allar götur síðan hefur hann verið aðallag Úlfanna á tónleikum þeirra, tónleikum sem hafa orðið allt upp í 300 á ári. Það lætur því nærri að Úlfarnir hafi verið búniraðspilaGeitarsönginn um eðayfir þrjú þúsund sinnum þegar þeir hljóðrit- uðu hann fyrir kvikmyndina „La Bamba"! Það var því tími til kominn að Geitin launaði Úlfunum tryggðina. VISSIR PÚ... Úlfarnir— Los Lobos að U2-sveit (slands, Gildran, rekur bárujárnshljómsveitina Pass í hjáverkum? að Poppþáttur Æskunnar valdi lagið „Afmæli“ með Sykurmolunum „Lag ársins 1986"? Nú er hugsanlegt á að breska popppressan velji þetta sama lag „Lag ársins 1987“. Það var á dög- unum gefið út í Bretlandi. Nánast sam- dægurs völdu flest poppblöðin þar um slóðir það „Lag vikunnar", þ.á.m. hið virta tímarit Melody Maker (Lagasmið- urinn). Madonna 34

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.