Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 05.10.1987, Qupperneq 54

Æskan - 05.10.1987, Qupperneq 54
STOKKHÓLMSFERÐ VERBLAUNAHAFA f SAMKEPPNI ÆSKUNNAR OG RASAR 2 Dagurinn var runninn upp. Það var 21. maí um kl. 5.15 sem við, Anna og Rakel, hittumst í fyrsta sinn á Hótel Loftleiðum. Við vorum báðar hálfsyfj- aðar eftir svefnlitla nótt en spenntar fyrir ferðinni sem í vændum var. Og ekki höfðum við spjallað lengi saman þegar Margrét Hauksdóttir eða bara Maddý, eins og við kölluðum hana, birtist og settist hjá okkur. En hún átti að vera fararstjóri okkar í þessari ferð. Það voru fáir bílar á ferli þegar við ókum burt úr Reykjavíkinni. Veðrið var grátt og drungalegt en þó ekki rign- ing. Á leiðinni höfðum við margt að spjalla um ferðina og annað svo að við vissum varla fyrr en við vorum komnar út á flugvöll. Þar sáum við stelpurnar í fyrsta sinni nýju flugstöðvarbygging- una sem okkur fannst báðum nokkuð stærri en sú gamla var. Eftir að hafa verslað smávegis í frí- höfninni og sýnt öll skilríki og miða gengum við áleiðis að vélinni. Það var þota af gerðinni DC 8-55. Súsan yfir- flugfreyja bauð okkur velkomnar um borð og benti okkur á sætin okkar sem voru á besta stað á fyrsta farrými. Að- eins hafði birt yfir og þokuslæðunni létt nokkuð þegar hjólin slepptu jörð og við flugum áleiðis til Svíþjóðar. Við létum okkur ekki leiðast á leið- inni, lásum blöð eða reyfara, spjölluð- um saman eða horfðum út um glugg- ann. Og þegar nokkuð var liðið á flugið kom Súsan yfirflugfreyja og bauð okk- ur inn í flugstjórnarklefann. Við vorum auðvitað strax til í það og má segja að þar hafi okkur opnast nýr heimur. í klefanum var nokkuð þröngt og ekki síst þegar við vorum komnar inn. Þarna sátu tveir flugmenn og einn vélstjóri og við okkur blasti fjöldinn allur af tökk- um og mælum. Flugmennirnir voru þrælhressir og reyndu að útskýra fyrir okkur tilgang hvers takka og hlutverk og bentu okkur á það markverðasta sem sjá mátti út um gluggana. Nú vor- um við farin að nálgast Osló svo að við urðum að fara fram og spenna á okkur beltin. Stansað var í Osló í tæpan klukku- tíma. Síðan var haldið beina leið til Stokkhólms. Við tókum saman dótið ÁSkansinum. Bangsapabbi vareitthvað úrillurog bangsamammaog litli bangsi voru „Skelltum ok okkar og héldum út úr vélinni inn í flug- stöðvarbygginguna sem var á mörgum hæðum og við hefðum örugglega villst ef við hefðum ekki elt samferðafólk okkar því að engin okkar hafði komið hingað fyrr, jafnvel ekki Maddý. Þarna rákumst við þó á einn íslend- ing, Erlu, sem vinnur hjá Flugleiðum. Hún hafði komið til að taka á móti okk- ur og sagðist skyldu aka okkur til hót- elsins. Reyndar sagðist hún ekki vita alveg hvar það væri en við hlytum þó að finna það. Til að komast á hótelið þurfti að aka alveg þvert í gegnum Stokkhólm því að það var í nokkurs konar úthverfi. Margt var því að sjá á leiðinni og við vorum sammála um að ísland og Svíþjóð væru afar ólík lönd. Hvergi sáust fjöll, aðeins tré og mikill gróður til allra átta. Húsin voru líka öðru vísi en á íslandi. Við tókum e ' því að við ókum oft yfir brýr. Erla sag okkur þá að Stokkhólmur væri nokku konar Feneyjar Norður-Evrópu 0 væri byggður á eyjum og skerjum- Við komumst á hótelið að lokum e ir að hafa þó ekið einu sinni framhja P ogorðiðaðsnúavið. Þaðhét„No-l var á mörgum hæðum, stórt og ■ legt. Við stelpurnar fengum herbe nr. 347 á 3. hæð en Maddý var á næ^|t hæð fyrir neðan. í herberginu var ^ eins og best varð á kosið, sjónvarp h* mörgum rásum, sími, bað og nl ^ fleira. Eftir að hafa komið mestUvjg draslinu fyrir inni í skáp drifm11 okkur niður til að hitta Maddý. . r Við tókum neðanjarðarlestina n' ^ í bæ. Það var komið fram yfir hádeg'1 sænskum tíma og margt fólk á g° 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.