Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1988, Page 32

Æskan - 01.06.1988, Page 32
Kæra Æska! Þökk fyrir „æðislega“ gott blað. Mér fmnst samt að Æskupósturinn ætti að birta fleiri bréf frá krökkum sem vilja skýra frá vandamálum sín- um og að Æskan ætti að taka svo sem eina til tvær blaðsíður undir vanda- málaþátt. Mig langar til að segja þér frá vandamáli sem ég á við að glíma: Hvernig á ég að gera upp á milli tveggja stráka sem ég er hrifin af? Ég er alveg ráðþrota. Ég veit eiginlega ekki hvað ég geri ef þú birtir ekki svar. Langnesingur Þegar einhver reynir að gera upp á milli tveggja eða fleiri einstakl- inga sem vakið hafa hrifningu hans (hennar) teljum við að mestu skipti að líta til þess hvor sé betri drengur. (Orðtakið góður drengur á jafnt við pilta og stúlkur) Oft er það útlitið sem fyrst heillar en varast ber að einblína á það. Reynið að ráða í hvem mann sá hefur að geyma sem athyglin beinist að. Kemur hann vel fram við þá sem eru minni máttar, „teknir eru fyrir" eða lagðir eru í einelti? Er hann skilningsríkur, al- úðlegur og kurteis - þolinmóður, hjálpsamur og hreinskiptinn? Ekki sakar að hann hafi kímnigáfu. Margir unglingar virðast gera sér þœr grillur að þeir séu að minni ef þeir eru ekki „á föstu“ á unga aldri. Það er bábilja. Hafið engar áhyggj- ur af þó að samband ykkar við hitt kynið falli ekki undir það hugtak. Og trúið ekki öllum sögum sem sagðar eru! Margir skrökva eða auka að minnsta kosti við þegar þeir lýsa „afrekum“ sínum á þessu sviði. En alltaf er gott að eiga góð- an vin og heilan. Sýnið að þið séuð trausts verð og verið einlœg og sönn í framkomu. Þá er ekki að efa að þið tengist góð- um einstaklingi af gagnstœðu kyni traustum böndum - fyrr eða síðar. Ekkert liggur á! Þó að allt virðist einskis vert um stundarsakir ef „draumaprins“ eða ,,-prinsessa“ lítur ekki við ykkur eða gefur öðrum meiri gaum en ykkur fœr tilveran tilgang aftur fyrr en varir! Pennavinir Svar: Alþjóðlegir pennavinaklúbbar S greitt úr vanda ykkar. Við h°J oft birt heimilisföng slíkra ^ vegna þess að áskrifendum fj° iRR- ar ört skulum við endurbirta ?l0. ur: Intemational Relationships> Porsvágen 6, S-302 40 Halmstad - Sverige. Klúbburinn tekur einn Ban^g ríkjadal fyrir birtingu á nafm heimilisfangi. Best er að senda a þjóðleg svarfrímerki að þeirri uP heeð. Við fengum nýlega heimifsfa alþjóðlegs pennavinaklúbbs: Correspondence Club Scandinav'a’ PB 1, 4330 Hvalsp, Danmark■ pennavina hefur boðið: Svar: í Æskupóstinum höfum við birt nokkur bréf með lýsingu á vanda- málum líkum þeim er þú segir frá og reynt að hughreysta bréfritara og ráða þeim heilt. En allir sjá að erf- itt er um vik að ráða fram úr vandamáli sem ekki er lýst nánar - og raunar getum við aldrei betur gert en að birta almennar hugleið- ingar og vangaveltur þó að ná- kvœmlega sé sagt frá málavöxtum. Við munum svara fáeinum bréf- um af þessu tagi í Æskupóstinum, e.t.v. helga því eina eða tvœr blað- síður annað veifið, en ekki í föstum þœtti. Það sem fer hér á eftir mega því margir, sem hafa lýst vandamálum sínum lauslega fyrir okkur, líta á sem svar: Kæra Æska! Við erum tveir þrettán ára Hafn- firðingar. Okkur langar mikið til að fá pennavini í mjög fjarlægum lönd- um, svo sem Angóla, Tansaníu, Kongó, Suður-Afríku, Egyptalandi, Saúdí-Arabíu og Alaska. Viltu vera svo góð að birta heimilisföng penna- vinaklúbba í þessum löndum? Krakkar! Ef þið hafið hugmynd um pennavinablöð, klúbba eða eigið pennavini í þessum löndum og vilja skrifast á við fleiri íslendinga - viljið þið þá vera svo elskuleg að skrifa til okkar? Guðný Hrund Þórðardóttir, Klausturhvammi 6, 220 Hafnarf. og Ema B. Jónmundsdóttir, Bröttukinn 16, 220 Hafnarf. Rut Jakobsdóttir, Aðalgötu 25, 625 Ólafsftðt- llfjí Sendið henni upplýsingar ^ ykkur og óskir ykkar - og rv° ^ þjóðleg svarfrímerki (þau faS‘ L pósthúsum) þá annast hún aW ykkur. oí Alþjóðlegt pennavma- safnaratímarit getið þið líka /f ^ frá mexíkönskum manni - fyn‘r. -r alþjóðleg svarfrímerki. Hartn nöfn og heimilisföng ykkar an urgjalds. Utanáskrift er: Jaime López Tiro, P.O. BOX 770, 06000 México 1, D.F- - Mexico. fíf Við minnum einnig á ^tsía.'allri nokkra pennavinaklúbba en birtum við í 9. tbl. 1987, á bls■

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.