Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1988, Page 46

Æskan - 01.06.1988, Page 46
SVátafcáttur •' «• Steíán \]mston. »ie* Ur bakpoka Fyrir nokkuð mörgum árum þegar ég var að hefja minn skátaferil þurfti ég eins og margir aðrir að hafa upp á ódýrum bakpoka. Þess vegna lá leið mín um nokkrar fornsölur í höfuðborginni þar til ég rakst á einn vel með farinn, ódýran, gráan bakpoka í bílskúrskompu í Þing- holtunum. Ég keypti pokann og reyndist hann mér í alla staði vel þar til fullkom- inn grindarpoki leysti hann af hólmi fyr- ir svo sem 10 árum. Grái pokinn hafnaði þá uppi á háalofti eins og svo margt sem lokið hefur ætlunarverkinu. Nú fyrir skömmu var háaloftið tekið í gegn og kom þá grái pokinn í ljós aftur. Hann var að vísu slitinn en hafði ein- hverja reisn sem enginn nútíma grindar- poki getur státað af. En þar sem á hann voru komin göt og ekki vogandi að flagga honum meðal nýmóðins poka ákvað ég að ruslatunnan yrði hans áfangastaður. Þar sem ég stend við tunnuna og handfjatla pokann í síðasta sinn og rifja upp ánægjulegar minningar verð ég þess var að á milli hólfs og belgs er eitt auka- hólf sem ég nafði aldrei tekið eftir áður. í þessu hólfi var lítil og snjáð stílabók, þéttskrifuð með barnalegri rithönd. Ég tróð pokanum í tunnuna en ákvað að lesa bókina við tækifæri. í gærkvöldi var ég að blaða í stílabók- inni og fann í henni merkileg skrif. Af rithönd að dæma og ýmsum athuga- semdum var það ungur skáti sem hafði Tryggvi Felixson ritað í stílabókina, sennilega einhvern tíma á árunum eftir seinna stríð. Bókin var þétt skrifuð athugasemdum seI11 skátinn hafði eftir foringja sínum sem frá eigin brjósti. Mig langar að n111 ^ ykkur nokkrum línum úr þessari bók- engan hátt má túlka þessar athugasem ir, sem hér fylgja, eitthvað merkikS11 þeim sem ekki er minnst á. Hér er urn handahófskennt val að ræða. Fremst í bókinni fann ég þetta rita Skáti er orðheldinn og reynir eftir bestu getu að leysa þau verkefni sem honutn erU falin. Ef skáti sér sér ekki fœrt að stan f við orð sín lætur hann félaga sína vita a en það er um seinan. Nokkru aftar hefur hann greinik’S3 skrifað þessi orð eftir foringja sínun1- Ormurinn getur aldrei hnýtt pelastikk íl’1 hjálpar skátans, ekki fremur en mústn- Og á sömu blaðsíðu var þetta: Það er bara einn réttur hnútur - en ^ imar að honum eru margar. Við sku fylgja orminum. Eftir lestur á mörgum skemmtile8u111 frásögnum úr útilegum og af fUIltl fann ég þetta á síðustu blaðsíðunm- sem hún var nokkuð slitin er ég ekki veg viss hvort ég hef þetta rétt eftm látum það samt flakka: Það er auðvelt að vera skáti en erfitt muna skátalögin. Við varðeldinn

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.