Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 5
ún er sótt. Þar eru líka aðrir krakkar
°8 þess vegna erum við róleg þó að hún
eiki sér lengi.
Um kvöldið spyr hún:
»Er núna Brúðubíllinn og allt?“
»Nei, en Árni bíður eftir okkur og
ann er líka skemmtilegur.“
»Já)“ segir hún. „Hann verður með
armónikku. Ég ætla að „marsera“ með
þér.“
»Þökk fyrir, ungfrú,“ ansa ég og er
§aður yfir að eiga litla telpu til að
™mma með og dansa á pallinum og út
um skóg í góða veðrinu.
»Eg ætla líka að syngja með Val. Ég
Ni
ætia að syngja hæst af öllum.“
»hað er nú óþarfi,“ segi ég því að hún
er afar hávær.
1 ^ðrum á kvöldvökuna og Árni
Ur á als oddi og harmónikkuna og
, er dansað og leikið og sungið og
°Ppað og híað.
»Er næst Brúðubíllinn?“ spyr dóttir
ln litla þegar hún á að vera sofnuð.
»Nei, þar næst,“ umla ég í svefnrof-
UnUm.
r.Við förum á barnastúkumótið um
smessuna og skógurinn ilmar og
,0rnar af hrópum frá kátum krökkum.
| Þeir fara í þríþrautarkeppni, stökkva
| langstökk án atrennu, hlaupa og kasta
| bolta. Þeir keppa líka í knattleikjum og
| skemmta sér í leiktækjum. Dagurinn
| líður fljótt. Það gerir algert logn um
| kvöldið og flugan fer á kreik.
| „Ég þoli ekki mýflugur,“ skrækir
| litla daman og togar bolinn upp fyrir
| höfuð en þá verður hún ber á maganum
| og flugurnar kitla hana þar.
1 „Paaabbbiii! Rektu þær burt. Þær
| eru alls staðar.“
| „Reyndu að halda höndunum hátt
1 uppi og veifa einhverju, þá leita þær í
| það,“ svara ég og er líka illa við flugur.
| „Ég reyndi það í fyrra. Ég varð strax
1 þreytt. Tu, tu, tu. . Þær fara upp í, tu,
| tu, tu, mig, oj, tu, tu, tu, barasta,“ seg-
1 ir hún og er að verða æf af reiði.
| „Biddu mömmu að bera á þig B-víta-
| mín-áburðinn.“
| Hún hleypur svo hratt sem fætur
| toga inn í hús og fær áburð og róast.
| Krakkarnir, sem eru úr öllum barna-
I stúkum á Suðurlandi, hlaupa að lang-
I ferðabílunum því að mótinu er lokið. |
| Við fjölskyldan ætlum að vera í skógin- 1
1 um næsta dag og dytta að ýmsu.
1 „Ég get ekki horft á Brúðubílinn og |
„Ég man eftir Jóni Páli, ekkert máli.
Hann er æðislega sterkur. Blæs hann
upp stóru blöðruna ?“
allt hitt,“ vælir anganóra seint um
kvöldið. „Ég þoli ekki flugurnar.“
„Þá verða ekki flugur,“ svara systkini
hennar. „Manstu það ekki?“
„Get ekkert munað allt,“ segir hún
fýlulega. „Er það satt, pabbi?“
„Já, þær angra okkur ekki þá,“ gegni
ég.
„Eins gott,“ segir hún með þungri
áherslu. „Kannski kæmi Lilli ekki ef
það væru svona margar flugur.“
Daginn eftir er minna um flugur,
hún orðin vön þeim og vogar sér aftur
út og skokkar í Undraland. Við verðum
að sækja hana þangað þegar við hugsum
til heimferðar.
„Strax?“ spyr hún. „Ég var að
koma.“
„Anganóran mín! Þú hefur leikið þér
hér í allan dag. . .“
„Æ, ég gleymi mér alltaf þegar er
gaman.“
Við leiðumst gegnum skóginn og hún
masar án afláts og segir mér frá leik-
tækjunum.
„Og svo fór ég í rennibrautina og
þrautabrautina. . . Lilli er næst, ég veit
það. . . . líka í hringekjuna. . . Er það
ekki áreiðanlega?“
„Er hvað?“
„Kemur Brúðubíllinn ekki og Lilli
og allir um kaupahelgina?“
„Verslunarmannahelgina,“ leiðrétti
ÆSKAJM 5