Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1989, Síða 10

Æskan - 01.05.1989, Síða 10
„Þú hugsar ehhi á meðan Þegar ég hef skráð þetta sé ég að hentast muni að gefa þeim lausan taum- inn og athuga hvers ég verði vísari við að fylgjast með þeim spila. „Það er best að þið byrjið að æfa ykk- ur,“ segi ég því. „Ég reyni að hugsa á meðan um það hvað hægt sé að skrifa af því sem ég hef heyrt.“ „Ágætt. Við byrjum. En þú hugsar ekki mikið á meðan!“ segir Hafsteinn. „Tökum Don’t go, strákar.“ Þeir toga í strengi og berja bumbur og hafa hátt. Það er dálítið óþægilegt beint framan við magnarana en þó ekki. Þetta kraftmikla, seiðmagnaða lag, sem mörg okkar heyrðu flutt í hléi í Evró- söngvakeppninni í fyrra, grípur mig föstum tökum eins og þá. Það er hægt að hugsa meðan hljóð- bylgjur skella á manni. Þó að þeir hafí lag á að leika músík sem æsir og sefjar og fær marga til að klappa og stappa - þá er hægt að hugsa. Og ég fer að hugleiða hvernig ég eigi að lýsa þeim og þá dettur mér í hug að segja ykkur frá hvernig ég sé þá fyrir mér þarna á æf- ingunni - Fjörkallana. . .: Rúnar - sem virðist hugfanginn af takt- inum og varla geta hætt að tromma þó að hinir biðji hann að doka við um stund af því að þeir þurfa að endurtaka nótur í einu lagi. . . Harald - sem er svolítið æðislegur við orgelið og píanóið, í aðra röndina kald- ur og kæruleysislegur, í hina líkt og uppnuminn af tónunum. . . Hafstein - sem sífellt grínast á milli lína og grípur til kúabjöllunnar Rósu og slær ákaft á hana með trommukjuða við misjafnar undirtektir félaga sinna. . . Ragnar - brosmildan og iðandi, fyrst sitjandi á magnara á kistunni, síðan standandi á gólfínu og styðjandi með 4 * «*■ h- Á * * * * % ’-t »r • * ■ i * K 1 % (- * * ■í k- i .* ■k * t. k tánum á undarlegan hlut sem breytir tónum. . . Sigurð - kíminn með bros í augum, ró- lyndislegan að sjá, þó fylgir hann Ragn- ari niður á gólf og ærslast eins og hinir. Þannig komu þeir mér fyrir sjónir á meðan ég horfði á þá og hlustaði, en horfði líka í kringum mig í skúrnum og þar var ýmiss konar dót geymt eins og oft er í bílskúrum og veitir ekki af að sé nóg af í þessum skúr til að deyfa hljóð- ið. Þannig sá ég þá en aðrir hefðu kannski tekið eftir einhverju öðru í fari þeirra. En umfram allt hlýt ég að taka fram að þeir eru fjörugir og skemmtilegir og hrífa fólk með þó að glettnin sé kannski grá á köflum. Sjálfsagðir sKemmtiKraftar í GaltalæKjarsKógi En þennan fróðleik um Fjörkalla þykist ég hafa rétt eftir: Hafsteinn, Ragnar og Sigurður voru bekkjarbræður í Hólabrekkuskóla. Þeg- ar þeir voru í 9. bekk var efnt til hæfi- leikakeppni í skólanum. Þeir sáu sér leik á borði og ásamt tveimur öðrum æfðu þeir nokkur lög og skráðu sig sem þátttakendur undir nafninu Harðfiskar. Þeir komu, sáu og sigruðu. Nokkru síðar hættu trommu- og hljómborðsleikarinn en Rúnar og Har- aldur bættust í hópinn. Þeir voru orðnir Fjörkallar, æfðu af kappi og stefndu að frægð og frama. . . Frægðin (. . . við köllum það svo . . .) lét ekki á sér standa. Fjörkall- ar urðu í þriðja sæti í Músíktilraunum í fyrra og eru síðan allþekktir. Þeir þóttu standa undir nafni og skilja við áheyr- endur og -horfendur einkar ánægða að loknum hljóðfæraleik og hamagangi á sviði. 4 Lx * Á ** íV í*, * * , t ¥ V •* ¥ \ * H V ír 'V * ■Á k4 * V Þeir voru ráðnir til að leika á ungl' ingadansleikjum á Bindindismótinu i Galtalækjarskógi og skemmtu þar vi fádæma góðar undirtektir - svo góðar að þeir þóttu sjálfsagðir skemmtikraftar þar í sumar - og eftir mótið voru þeir beðnir að leika víða um sunannvert landið. Haraldur er sá eini þeirra sem l®rt hefur hljóðfæraleik að einhverju mark1- Hann hefur 3. stig í píanóleik. Því nám1 hætti hann fyrir tveimur árum - ÞeSar hann gekk til liðs við Harðfiska setn urðu Fjörkallar - og segist ekki hafa getað „gert allt í einu“. Áður lék hann með skólahljómsveitinni Fyrirbæri. Haraldur er í Fjölbrautaskólanum vi Ármúla og er ekki ráðinn í hvað hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinm- Þegar ég innti félagana eftir sérkennum hans voru þeir á einu máli um að hann væri „voðalega stór og borðaði ótrúleg2 mikið, alltof mikið“. Þeir segja hann hafa þótt efnilegan í drengjaflokk1 1 körfuknattleik og hafa fengið „meda- líu. . .“ (verðlaunapening). Hafsteinn er þjóðþekktur maðnr - eða þannig - því að hann hefur kom ið fram í sjónvarpi og mun það alkunna meðal lesenda blaðsins. Hann á að ba^ þriggja vetra nám í Verslunarskólanum og hefur þann heiður að sjá um fjárm3 hljómsveitarinnar. Hann hefur líka oi mest haft orð fyrir þeim „enda er hann frekastur,“ segja hinir og bæta vi „Kannski væri réttnefni á hljómsveitm3 „Hafsteinn og fylgifiskar“.“ Svo glotta um þeir ógurlega. Hafsteinn hikar þegar ég spyr framtíðaráætlanir en segist loks óákve inn og að sjá verði til hvað úr sér ver >• Hann starfar í Iðnaðarbankanum í sUI1\ ar - og mér finnst eðlilegt að hann ta ( þann banka, sem „er með á nótunum > fram yfir aðra. . . Rúnar vinnur hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur og er aðstoðargrafan ‘u sögn félaga hans. Hann hefur helst prjónunum að læra trommuleik. „Hann er sveitamaðurinn í dóp11 um,“ segja strákarnir og með eríi 1 munum tekst mér að grafa upp að 113 hafi átt heima í sveit en flust til Reý^13 víkur fyrir sjö árum. • Rúnar var knapi um skeið en h* keppni fyrir tveimur árum. Þegaf spyr um afrek hans á því sviði sva hann seinlega að hann hafi einhv tíma orðið í 2. sæti. „En bróðir mlU , varð íslandsmeistari í 250 metra ske1 fyrra,“ bætir hann við. 10 ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.