Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 20
Kæra Æska!
Ég sendi þér hugleiðingu um
mengun.
Hvað þarf að gera til varnar meng-
un á jörð og hvað get ég gert?
Mikil mengun er af reyk frá bílum
og úr alls konar úðabrúsum. Meng-
unin leysir upp ósonlagið og nú er
talað um að göt séu komin á það yfir
heimskautunum. Fræðimenn leggja
fram kenningar um „gróðurhúsa-
áhrif‘.
Menn segja: „Hvað hef ég gert?
Ekki neitt!“
En hvað um allar þessar verksmiðj-
ur? Menga þær ekki?
Sumir segja ef til vill:
„Þetta höfum við frá forfeðrum
okkar.“
En ég spyr: Höfðu forfeður okkar
verksmiðjur? Helltu þeir sorpi og úr-
gangi í sjóinn? Ég held að svörin við
þessum spurningum séu NEI.
Við erum sóðar.
„Nú?“ segja kannski sumir. „Nei,
ég fer vel með landið. Ég er ekki
sóði. Kannski hinir en ekki ég.“
Við þessu er svarið:
„Auðveldara er að sjá flísina í auga
náungans en bjálkann í sínu eigin
auga.“
Við getum gert margt til varnar
mengun, til að mynda notað bifreiðir
minna og gengið í vinnuna, reynt að
koma í veg fyrir notkun úðabrúsa, og
einkum að leitast við að ganga um
landið eins og það sé lifandi en ekki
einskis virði og í eigu okkar kynslóð-
ar einnar. Auðvitað eigum við ekki
landið.
Ég tel að allir ættu að líta í eigin
barm áður en þeir segjast ekkert
menga. Hafa þeir aldrei ekið bifreið
eða úðað úr brúsa?
Jú, fiestir.
Valgerður Einarsdóttir,
Kollslœk, Hálsasveit, liorgarfjardars.
Þakka þér fyrir þessi áminningar-
orð, Valgerður.
Að opna gluggann
Kæra Æska!
Ég vil þakka fyrir gott blað en það
mætti fækka völundarhúsum. . .
Ég ætla að senda þér skopsögu:
Einu sinni voru Kínverji, Rússi og
Hafnfirðingur í eyðimörk. Kínverj-
inn var með blævæng, Rússinn með
vatnsfötu og Hafnfirðingurinn með
bílhurð.
Þeir áttu þessi orðaskipti:
Rússinn: Ef mér verður heitt helli ég
vatninu yfir mig.
Kínverjinn: Ef mér hitnar um of
blaka ég blævængnum.
Hafnfirðingurinn: Ef mér finnst of
heitt opna ég bara gluggann!
Nú ætla ég að beina orðum mínum
til Kristínar Steinsdóttur:
Ég vil endilega að þú semjir fram-
hald af sögunum Franskbrauð með
sultu og Fallin spýta.
Að lokum: Hvað er ég gömul? Get-
ur þú giskað á hvað ég heiti? Ég heiti
sjaldgæfu nafni.
???
Svar:
Eg giska á að þú sért ellefu ára og
heitir Theódóra. - En ég œtla ekki að
geta upp á nöfnum fleiri bréfritara.
Fullt nafn á œtíð að rita undir bréf til
Æskunnar. . .
Ballett og karate
Sæl, Æska!
Hér eru nokkrar spurningar:
1. Er ballettskóli á Suðurnesjum?
2. En karateskóli?
3. Hvernig kemst maður í þáttinn
Okkar á milli?
4. Hafið þið hugsað ykkur að endur-
taka myndbirtingar og bókagjafir 0
afmælisbarna mánaðarins?
Bryndís 13 ára - úr Keflavík.
Svar:
ad
1.-2.: Nei ...
3. Eins og áður hefur verið sagt fra'
Við veljum af handahófi úr bréfu'n
sem okkur berast, með ósk um
komast íþáttinn. Sendið góðar my"
ir með og getið þess ef þið viljio J
þœr aftur. . .
4. Ekki á nœstunni.
Heimilisfanginn
Ágæta Æska! ^
Ég er mikill dýravinur og
ar illa að fólk haldi hunda í borg- ^
irfarandi hendingar lýsa þeim hus
unum mínum:
Aldrei frjáls hann út svo fer,
hans eðli er að hnusa.
Þá toga í bandið tamast er
þó tamt sé á staurinn gusa.
Hann er lítið hundabarn,
vill hlaupa og vera kátur ^
en bandið er stutt og bannað ge
í brúnum augum er grátur.
Margrét Eyjólfsdóttir frá Flate?'
20 ÆSKAN
Stefán og Sálin. . .
Elsku besta Æska!
b,g hef skrifað þér ótal sinnum en
Pað hefur aldrei verið birt. Ég vona
Því að þetta bréf fái rými í dálkum
Pínunt.
M‘g langar til að biðja um vegg-
j^ynd, límmiða, fróðleiksmola og
einulisfang hljómsveitarinnar Sálar-
‘nnar hans Jóns míns. Mér finnst hún
* islega góð! Hún er svo æðisleg að
get ekki lýst því í orðum.
ernmtilegasta lagið með henni er
*g> bara þig.
Mér þaetti líka vænt um að fá Stef-
an Hilmarsson í þáttinn Aðdáendum
svarað.
^ Hetur þú gefið mér ráð til þess að
ta að naga neglur? Mig langar
a aflega mikið til að hætta því.
hg sendi mínar bestu kveðjur til
nrðars Thórs, Einars Arnar, Stefáns
■> Þóru Huldar, Þóru Ágústs,
arðar, Ægis, Hörpu Drafnar, Þór-
1Sar Eddu og Elínar Freyju.
Heiðrún.
•S'v,
’ar;
Vee
j . eSSmyndin fylgir þessu tölublaði.
^ar hafa verið prentaðir og ber-
siðar. Fróðleiksmola um Sálina
,ans Jóns
hður.
míns fœrðu áður en langt
Ý>nsu
verður vart með orðum lýst
«« 1 st°ð ceðislega má til að mynda
0 a atviksorðin afar, mjög, ákaflega
f(lJ"rs^eyt‘n afar-, afburða-, bráð-,
Qr œ,na-> feiki-, feikna-, íðil- og ógn-
(h
ess«
Qra.
•)
er beint til margra bréfrit-
na er fðtk byrji oftast á að
af • Jle^ur veSna taugaóstyrks eða
Iiq ‘ ru,n sálrœnum orsökum. Það
hefu Vert>a at> vana °S eftir það
haij fótk ákveðna tilhneigingu til að
a hi áfram.
Stundum hefur verið gripið til þess
ráðs, eiitkum til að venja börn af því
að naga neglur, að bera eitthvert
bragðvont en hœttulaust eftti á negl-
urnar en ekki skal mœlt með því hér.
Vœnlegra er að reyna að komast að
því hver hafi verið ástœða þess að tek-
ið var upp á aó naga neglur og reyna
að bœta úr vanda ef hann uppgötvast.
Verið getur að nœgilegt sé að rœða
málið á heimilinu en ef til vill þarf að
leita til sérfrœðinga.
Vandinn kann að vera leystur en
(ó)vaninn að sitja eftir. Þá er ekkifrá-
leitt að reyna að mynda annan vana í
staðinn, til að mynda að eiga alltaf
gulrœtur og grípa til þess að naga þœr
ef fólk áttar sig í tíma. En ekki er
ótrúlegt að margir séu svo annars
hugar þegar þeir naga að þeir verði
þess ekki varir fyrr en þeir hafa nagað
„Ég er humar. . ."
Kæra Æska!
Við erum tvær stöllur af Ströndum
og höfum mikið dálæti á íslenska
handknattleikslandsliðinu. Getið þið
birt viðtal við Bjarka Sigurðsson?
Við leyfum okkur að láta skrýtlu
fylgja:
Einu sinni var karl á sjó að veiða.
Hann hringdi í konu sína og sagði:
„Ég er búinn að veiða tíu tonn af
fiski og eina hafnfirska rækju.“
„Hvernig veistu að hún er hafn-
firsk?“ spurði konan.
„Af því að hún stendur alltaf uppi
á dekki og öskrar:
„Ég er humar! Ég er humar!“
Tvœr af Ströndunum.
Svar:
í 2. tbl. birtist viðtal við Alfreð og
Héðin landsliðsmenn. Ekki er ólíklegt
að röðin komi síðar að Bjarka. . .
Erlendir pennavinir
Kæra Æska!
Þökk fyrir áhugavert blað.
Mig langar til að koma með spurn-
ingu. Ég hef mikinn áhuga á að kom-
ast í samband við „samskiptastofnan-
ir“ (Correspondance agency) í ýms-
um löndum - til þess að eignast
pennavini - en ég veit ekki hvert ég á
að snúa mér. Sér einhver íslensk
stofnun um þetta? Eða getur Æsku-
pósturinn gefið mér heimilisföng ein-
hverra slíkra stofnana, t.d. í Kína,
Nýja-Sjálandi eða Ástralíu? Allar
upplýsingar eru vel þegnar.
Með fyrirfram þökk,
I.A.
Svar:
í Æskupósti í 3. tbl. Æskunnar
1989 bauð Nanna Jónsdóttir aðstoð
við þá er eignast vildu pennavini er-
lendis. - Við höfum oft birt heimilis-
föng klúbba sem útvega pennavini.
Hér skal nokkrum aukið við:
Association of Pen Friend Clubs of Japan,
Hongo, P.O.Box No. 100,
Bunkyoku, Tokyo, 113-91 Japan.
Friends Forever Pen Pal Club,
Box 20103, Park West Post Office,
New York, NY10025.
International Youth Service - PB 125,
SF -20101 Turku - Finland.
Porsgrunns pennevenn forbund,
- V.A. Tvegárd,
Postboks 636 - 3901 Porsgrunn - Norge.
Þeir sem hafa löngun til að skrifast
á við fólk í fjarlœgum löndum œttu að
fylgjast með pennavinadálkum Æsk-
unnar. Þar eru oftast nokkur nöfn er-
lendra barna, unglinga - og jafnvel
fullorðins fólks - er óska eftir penna-
vinum á íslandi. Þar sem við getum
ekki endurtekið upplýsingar um þjón-
ustuklúbba margsinnis œttu þeir sem
hafa áhuga á slíkum bréfaskiptum að
skýra frá nafni og heimilisfangi í
bréfum sínum - þá munum við senda
Ijósrit með heimilisföngum nokkurra
klúbba.
Ábending um ritun fulls nafns og
heimilisfangs á að sjálfsögðu við um
öll bréf til Æskunnar. Við birtum þau
undir dulnefni ef óskað er.
ÆSKAN 21