Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1989, Side 25

Æskan - 01.05.1989, Side 25
broddgöltur um leið og hann heils- aði Köllu og Ragga. Hann var alltaf afar kurteis, jafnvel þó að honum v®ri strítt. Og það fór í skapið á refnum. Það var ekkert gaman að stríða ef það hafði engin áhrif. Kalla kanína hvessti augun á Ragga ref. - Þú átt ekki að stríða þeim sem eru svona litlir, sagði hún. - Hvað á maður þá að gera? sPurði refurinn. Á maður kannski að stríða þeim sem eru stærri en ntaður sjálfur? Er það nú vit. Þá myndu þeir bara ráðast á mann. Raggi refur var nú ekki beint sattur við Köllu. - Þú átt ekki að stríða neinum aldrei nokkurn tíma, sagði Kalla kanína og var ákveðin á svipinn. Raggi refur leit á Köllu. ~ Hún hafði auðvitað rétt fyrir Ser3 hugsaði hann. En hann gæti nú h*tt að stríða án þess að láta Köllu vita af því. Tíminn leið. Vikan var liðin án Þess að þau vissu af. Þau höfðu ver- ið önnum kafin við að æfa nýja lagið Sjtt. Nú stóðu þau uppi á pallinum á bak við skógarstjórann sem ætlaði að halda ræðu. Skógarstjórinn var ðrúnn og fallegur skógarbjörn með htdta rönd framan á brjóstinu, alveg ^svikna skógarstjórarönd. Hann uagræddi gleraugunum, hallaði sér ram á ræðupúltið og hóf ræðuna. etta var ágætis ræða hjá skógar- stióranum. Sumir fylgdust með af ákafa en innan um voru nokkrir Sem dottuðu eins og gengur þegar úttinn er svona mikill eins og þenn- an öag. Enda hafði sólin skinið síð- an snemma um morguninn. Þegar ræðunni var lokið var röðin °min að Köllu kanínu og Ragga ref og þeirn sem þau höfðu fengið Ser til aðstoðar. Þegar laginu var °kið klöppuðu allir og hrópuðu há- Slöfum. Lagið hafði þá heppnast SVena vel. Alveg bráðskemmtilegt. au voru ákveðin í að reyna að Semja fleiri lög. En fyrsta lagið sitt ^tluðu þau að senda samstundis í skógarsöngvakeppnina. Það var eitt Sem var alveg víst. Barnið eftir Ingunni Þórðardóttur Bænin Faðir vor er ekki alltaf auð- skilin eða fljótlærð fyrir börn. Þeim sem eldri eru finnst hún einnig stundum torskilin. Ekki er hún rímuð og ekki sungin svo að það getur vafist fyrir ungmenn- um að læra hana rétt. Sjálfsagt þykir að börn læri Faðir vor fyrst allra bæna. Drengur nokkur lærði sitt Faðir vor þegar hann var á sjötta árinu. Eftir til- tölulega stutta ítroðslu mömmu hans og kennarans í sex ára bekk grunnskólans gat hann þulið bænina reiprennandi. Eftir það fór hann með Faðirvorið á kvöldin fyrir svefn og fleiri bænir sem lærðust smám saman. Nú er drengurinn á níunda ári og margt hefur bæst við skilning hans og kunnáttu síðustu ár. Oft hefur verið spurt um merkingu einhvers í Faðirvorinu. Mamma hefur reynt að svara og útskýra eftir bestu getu. Það er ýmislegt sem ekki skilst í lífinu. Hvað er þetta eða hitt? Hvernig og hvers vegna? eru síendurteknar spurn- ingar barnsins. Svörin eru oft einnig endurtekin en óhjákvæmileg. Drengn- um og mömmu hans finnst gott að sitja í eldhúsinu á kvöldin og spjalla saman. Þá eru yngri systkinin þrjú sofnuð og næði til að ræða ýmislegt til hlítar. Kvöld eitt er talað um vísur og ljóð. Drengurinn segir að margt í vísum og versum geti hann aldrei skilið hvernig sem hann reyni. Hann kunni ljóð, vísur og vers utanbókar en inni á milli séu orð og setningar sem séu óskiljanleg. Mamma biður hann að nefna eitthvað sérstakt og óskiljanlegt í þeirri trú að hún geti hjálpað. - Það er nú til dæmis þetta með Fað- irvorið sem ég fer með á hverju kvöldi, segir ungi maðurinn. Mér finnst að mætti sleppa þessu með brauðið. Fólk borðar svo margt annað sem er erfiðara að fá og miklu dýrara en brauð. Samt biðjum við sjálfan Guð að gefa okkur brauðið daglega. Drengurinn er fullur vandlætingar og heldur áfram: - Þó er annað enn furðulegra og það er setningin - „Eigi leið þú oss í freistnéf1. Þá held ég að átt sé við karl- inn í Rússlandi sem ræður yfir fólkinu þar. Hann heitir Freistnéf eða Breistnéf eða eitthvað svoleiðis. Við erum þá að biðja Guð að bjarga okkur frá honum eða leiða okkur frá honum. Það getur vel verið að hann sé hættulegur en ég skil bara ekki hvers vegna þetta er svona. Jesús bjó þessa bæn til fyrir löngu og þá var rússneski karlinn áreið- Svo mörg voru þau orð. „Leið oss ekki í freistni“ var orðið að: Bjargaðu okkur frá Breistnéf. Ungi maðurinn hafði lært í belg og biðu. Hann hafði hugsað og reynt að skilja en gat ekki sætt sig við að rússn- eski karlinn, eins og hann sagði, væri nefndur í bæn allra bæna. Eftir samtal við mömmu, útskýringar og leiðrétting- ar, skýrðust málin að lokum. Drengurinn sofnaði sæll eftir bæna- kvak sitt með nýjan skilning á Faðirvor- inu sem er huggun og traust allra þeirra er Guðstrú eiga þó að torskilið sé. ÆSKAU S5

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.