Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1989, Qupperneq 29

Æskan - 01.05.1989, Qupperneq 29
Termítar ÚE RÍKI NÁTTÚRUTOAR Umsjón: Óskar Ingimarsson bessum þáttum hefur hingað til ein- Vert^ fjallað um svokölluð æðri , r’ þ-e. þau sem teljast til fylkingar ^Sgdýra. En til er mikill fjöldi ann- 3 ^ýtategunda með öðruvísi líkams- hiu ^mgU en Þ() merkilegar fyrir margra Se a Sakir. í þeirra hópi eru termítar skr'ftelÍaSt skordýra en Þau eru fjöl- u ru°ugri en nokkur annar dýraflokk- 'T' 1 ermítar eru ^Urar“ ldr vegna oft kallaðir „hvítir útlitsins en það ra vv_gna uunsms en pao ei kakf e^Ul' ^SÍnlega eru þeir skyldastii alökkum. Þeir hafa bogna fálmara UmCrn Sildir um „mittið“, ólíkt maur- ^Sem eru mittismjóir. við h' fel^s*a termita er einkum bundin ^fr'k tal>eltið sumar tegundir þeirra í by * U’ Ástralíu og Suður-Ameríku stétt8,astóra hrauka þar sem dýrin búa í aUnaS rPtu samfélagi. Hraukar termít- 3.4 ®eta Verið meira en 6 metra háir og bvkkmClrar 1 þvermál. Veggirnir eru blari(ír °8 gerðir úr leir sem dýrin a munnvatni svo að hann verður grjótharður. Aðeins dýr með sterkar grafloppur og öflugar klær geta brotist inn til þeirra. Stéttir samfélagsins eru þrjár. Kóng- ur og drottning sjá um eggjaframleiðsl- una sem er ærið verkefni því að vitað er til að ein drottning verpi eggi á sekúndu- fresti í allt að fimmtíu ár. Drottningin er nesta flikki og hreyflr sig naumast, liggur bara í sérstöku hólfi sem útbúið er handa henni. Ófrjóir vinnutermítar skríða úr flest- um eggjunum. Þeir eru blindir en með sterka kjálka og sjá um að mata alla hina termítana. Það eru þeir sem valda tjóni með því að naga göng í við og ann- að efni sem í er tréni. Þeir melta trénið með aðstoð einfrumunga svo að úr því verður „meðfærilegt“ mauk. Vinnutermítarnir eru á þönum allan sólarhringinn. Þeir sjá um að koma eggjunum frá drottningunni jafnóðum og hún verpir þeim. Þau eru sett í ákveðin hólf, eins konar klakherbergi, og síðan tekur við uppeldi ungviðsins en þar er í mörg horn að líta eins og gef- ur að skilja. Þriðja stétt samfélagsins er varðter- mítar. Þeir eru svipaðir vinnutermítum í útliti en höfuðstærri og með öfluga munnlimi sem þeir beita í viðureign við skæða óvini, ekki síst svarta maura sem mjög herja á termítabú. Tekst þar oft hin grimmilegasta orrusta sem stundum endar með því að drottningin er drepin. Þá er úti um termítabúið. Termítar geta valdið miklum skaða, jafnt á trjám og öðrum plöntum sem húsum, innanstokksmunum og fatnaði. Helstu úrræðin til að koma í veg fyrir skemmdir eru að nota stál eða steypu í mannvirki eða beina ljósi inn í bústaði þeirra því að það standast þeir ekki. Á hinn bóginn gera termítar oft gagn með því að éta rotnandi tré eða aðrar plöntu- leifar í skógarsverðinum. Sums staðar í Afríku og víðar eru termítar étnir hráir og þykja herramannsmatur. ÆSKAU 29

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.