Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1989, Page 4

Æskan - 01.10.1989, Page 4
Æskan hefur gefið út bókina Brúðan hans Borgþórs eftir Jónas Jónasson útvarpsmann. Það er afar skemmtileg saga semfjallar umfólk í Ljúfalandi; einkum um Borgþór smið, Ólínu konu hans, brúðuna Hafþór skipstjóra, Heiðu litlu og borgarstjórahjónin Jör- und og Kolfmnu. - Sigrún Eldjárn teiknaði myndir semfalla vel að efni sögunnar. í 2.kafa segir frá því er Jörundur borgarstjóri kemur að gosbrunninum á torginu. . .: Börn léku sér oft í og við gos- brunninn á torginu. Stundum fóru þau úr skóm og sokkum og strák- arnir brettu upp buxnaskálmarnar en stelpurnar gættu þess vel að bleyta nú ekki pilsfaldana. Svo var buslað og skvett svo að hornsílin, sem bjuggu í vatninu, urðu skelf- ingu lostin og syntu í allar áttir. Fullorðna fólkið, sem leið átti um torgið, nam staðar til að horfa á um stund, brosti og veifaði til þess- ara ungu „vaðfugla“ því að sjálft hafði það einu sinni verið ungt og baðað fætur sína í þessum gos- brunni. Dag nokkurn stansaði borgar- stjórinn við brunninn og þegar hann sá börnin vera að leika sér, sum með litla kubba sem flutu eins og alvörubátar, gleymdi hann því að hann var á leið heim til að borða tj i C r í c t i í- g 'l t l' y lr i í! 5 1 f t. I! í. íi hádegisverð og af því að það var svo mikið sólskin gat borgarstjórinn ekki stillt sig um að fara úr jakkan- um og skónum og sokkunum, setti það snyrtilega frá sér á bekk við brunninn, bretti upp ermarnar og klifraði svo með erfiðismunum yfir brunnbarminn og óð fagnandi til barnanna sem klöppuðu borgar- stjóranum sínum lof í lófa og brátt fylltist loftið af hlátri og gleðihróp- um barna og borgarstjóra sem varð eldrauður í framan af ákafa og kát- ínu, svitnaði á skallanum svo að droparnir láku niður á hárkragann í hnakkanum; augu hans ljómuðu skærar en þau höfðu gert lengi. Kona borgarstjórans, sem var röggsöm og stjórnaði manni sínum af jafnmikilli festu og hann stjórn- aði borginni, kom nú að í þessu. Hún var á leiðinni að sækja mann- inn sinn á skrifstofuna en það gerði hún gjarnan ef hann var seinn heim í matinn. Hann átti það til að gleyma að koma heim á réttum tíma; honum þótti svo gaman í vinnunni. Konan hans nam staðar við brunninn og horfði á þennan vamsleik og reyndi eins og hún gat að vera ströng á svip og missa ekki varir sínar í bros. Gleraugun henn- ar, sem alltaf sátu framarlega á hvössu nefinu, földu kátínuna í augunum og af því að hún var í leikfélaginu og þótti ágætur leikari, í í i 1 1 f< I r. I fl H i I einkum í hlutverkum frekra kvenna og ráðríkra, bjó hún til strangleik í róminn og kallaði: - JÖRUNDUR! Berfætti borgarstjórinn heyrði ekki því að það ískraði í honum hláturinn og hann var lafmóður af ákafanum. Hann lyfti fótunum til skiptis hátt upp og stappaði þeim svo fast niður í vatnið að gusurnar gengu í allar áttir, aðallega yfir börnin og hann sjálfan, og þá skelli- hló allur hópurinn en hæst hló þó borgarstjórinn. Borgarbúar, sem á horfðu, tóku undir svo að torgið varð ein hlátursamkoma og berg- málaði í veggjum húsanna og gluggarúðurnar titruðu en á bak við þær sáust andht forvitinna íbúa sem virtu fyrir sér þetta hláturlíf í borg- inni sinni. Borgarstjórafrúin kallaði enö hærra: - JÖRUNDUR!! Nú heyrði borgarstjórinn og leú upp, sá konu sína og veifaði til hennar og hrópaði: - Ertu þarna, Kolfinna mín. Ho> hó og hæ! Viltu koma að vaða? Kolfinna lyfti brúnum og andar- tak var hún næstum búin að gleyffl3 að hún var borgarstjórafrú og virt leikkona í þessari borg og var undir niðri til í svolítið glens í öllu þessu sólskini og alls ekki búin að gleym3 því hvað það var gott að vaða ber- fætt í svalandi vatninu. En það var komið hádegi, kartöflurnar soðnar og hún átti eftir að steikja kjötboll' ur en fátt þótti borgarstjóranum eins gott og bollurnar hennar Kol' finnu, steiktar í lauk og með brúnni sósu, rækilega kryddaðri. PesS vegna hrópaði hún: - JÖRUNDUR ! Nú kemur þú» borgarstjóri eða ekki borgarstjon- Heyrirðu það? Nú kemur þú ® þurrt ef þú vilt fá kjötbollur- STRAX! Eða engar kjötbollur. Borgarstjórinn stóð snöggvast a veg kyrr með annan fótinn hatt lofti, buxnaskálmunum hélt hann uppi fyrir ofan hné en vatnið na vel upp fyrir kálfa. Hann horfði a börnin sem voru hætt ærslum 4 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.