Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1989, Qupperneq 25

Æskan - 01.10.1989, Qupperneq 25
dýnur. Ég lagðist á eina og áður en ég vissi var ég steinsofnuð. Ég opnaði augun hægt og leit í kringum mig. Kertið var horfíð og einnig allt dótið. Á miðju gólfinu sat lítil telpa, á að giska 6-7 ára. Hún var með mikið dökkt hár og að mér sýndist blá augu. Það vantaði aðra framtönnina °g andlitið var freknótt. Hún hélt á brúðu sem ég kannaðist yið. Þegar ég hugsaði mig betur um sá ég að þetta var brúðan sem ég hafði fundið fyrir skemmstu. Litla stúlkan leit upp en virtist ekki verða vör við mig. Ég sat og horfði á ituna þar sem hún sat og talaði við brúðuna sína. Ég áttaði mig ekki á því hvað hún var að segja en mér fannst það ekki skipta máli. Þegar stúlkan hafði leikið sér svolitla stund, lagði hún brúðuna frá sér og stóð upp. Hún brosti til mín og gekk í áttina að ®ér. Ég vissi hvað hún vildi. Ég seild- lst ofan í vasann og náði í hálsmenið. Eg rétti henni það og hún tók við Því. Hún lagði það um háls brúðunnar °g hélt áfram að leika sér. Smám saman lokuðust á mér augun °S allt rann saman í eitt. Eg vaknaði upp við að um mig fór brollur. Það var slokknað á kertinu og tttyrkur grúfði yfír öllu. Ég fikraði mig niður stigann og í átt að eldhúsinu. Einkennilegur draumur hugsaði ég °g sá telpuna ljóslifandi fyrir mér. Klukkan var orðin hálf ellefu þegar aiUma loksins kom. Vegna þess hve við Vorum báðar orðnar þreyttar ákváðum Vlð að hittast daginn eftir. Eegar ég var komin að útidyrahurð- 11101 mundi ég eftir hálsmeninu. Ég Seildist ofan í vasann til að ná í það. Mér brá. Hvar var hálsmenið? Ég ^ér í alla vasa en fann það hvergi. Eg var viss um að ég hafði tekið Pað. . . Eg hugsaði ekki meira um það held- Ur hélt af stað inn í myrkrið. Vetrarkyrrðin var óbreytt. Snjórinn Sbtraði og ég varð aftur ein í heimin- °m. Eg leit sem snöggvast til baka að hsinu. Hvort sem það var ímyndun eða ekki sá ég sem snöggvast litla stúlku veifa mér út um þakgluggann. (S^ ar ®an Waut aukaverðlaun í samkeppni Æskunn- °8 Barnaútvarpsins 1988) Ásta rsa ga - eftir Brynju Einarsdóttur. Þegar við vorum stelpur gerðum við \ allt eins. Við áttum eins kjóla, eins skó \ og vorum stundum báðar skotnar í f sama stráknum. Þegar við eltumst I fengum við báðar kettlinga. Þeir voru | að sjálfsögðu kynntir: Minn hét Herra | Níels og hennar Fröken Pálína. | Fljótlega tókst mikil vinátta með | ketdingunum. Þeir voru saman öllum f stundum. Þegar ég leit í körfuna hans I Níelsar sá ég Páhnu þar iðulega líka. Á | morgnana kom hún og spurði eftir f honum. Hún kom inn um gluggann og 1 vakti hann. Ef hún fann hann ekki | mjálmaði hún við þvottahúshurðina j þar til einhver heyrði og hleypti henni | inn. Ef Níels var ekki heima dvaldist % henni ekki. í Það var gaman að horfa á leiki | •i i I þeirra, sjá þau kútveltast eins og kett- lingum einum er lagið, lepja úr sömu skálinni og leggjast til svefns í sömu körfunni. Stundum lágu þau í eins konar faðmlögum. Dýrin hegðuðu sér eins heima hjá vinkonu minni og oft furðuðum við okkur á framkomu þeirra. Tíminn leið og kisurnar stækkuðu, urðu kynþroska. Pálína var svohtið lauslát. Níels auminginn varð ákaflega niðurdreginn. Að lokum fór hann líka að stunda næturlífið. En aldrei fann ég þó aðra en Pálínu í körfunni hjá honum á morgnana. Oft er heilsuspillandi að stunda hið ljúfa líf og Herra Níels fór flatt á því. Eftir nokkurra daga slark dróst hann „hundveikur“ heim og lagðist fyrir. Hann át ekkert, drakk tæplega og fór ekki langt frá bæli sínu. Pálína stund- aði hann af nákvæmni. Það furðulega var að hún vék varla frá sjúkrabeði hans. Þrátt fyrir ýmsar lækningatil- raunir elnaði Níelsi sóttin. Og einn morguninn var hann dáinn. Pálína hafði verið hjá honum um kvöldið og fram eftir nóttu en var ekki hjá honum þegar við komum að honum dauðum. Níels var jarðaður með viðhöfn í feg- ursta blómabeði garðsins. Pálína var ekki viðstödd. Hún sást aldrei framar hvorki hjá mér né heima hjá sér. Mikið var leitað án árangurs. Kannski geta dýr dáið af harmi. Eða stakk hún bara af og valdi hið ljúfa líf? (Brynja Einarsdóttir er hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslustöðinni á Akranesi. Hún hefur stundað ritstörf í allmörg ár og hafa ljóð og sögur eftir hana birst í ýmsum blöðum) Æskan 25

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.