Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 44

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 44
BESTU ISLENSKU MÚSÍKMYNDBÖNDIN Ríkissjónvarpið fékk blandaðan hóp leikmanna og lærðra kvikmyndagerðarmanna til að velja bestu islensku myndböndin sem fram komu á árinu 1989. Úrslit urðu á þennan veg: 1. „Plánetan" m/Sykurmolunum 2. „Friðargarðurinn“ m/Bubba Morthens 3. „Saman á ný“ m/Síðan skein sól - og „Ég heyri raddir" m/Todmobile BESTU ÍSLENSKU PLÖTUBNAR AÐ MATI GAGNRÝNENDA Plötugagnrýnendur dagblaðanna sameinuðust um að velja bestu plötur ársins 1989. íslensku plöturnar sem heilluðu þá mest voru: 1. „Illur arfur“ m/Sykurmolunum 2. „Betra en nokkuð annað“ m/ Todmobile 3. „WC Monster" m/Bootlegs 4. „Nóttin langa“ m/Bubba Morthens 5. „Melting" m/Bless BESTU ERLENDU PLÖTURNAR AÐ MATI GAGNRÝNENDA Að mati áðurnefndra gagnrýnenda voru þessar erlendar plötur bestar 1989: 1. „Oh Mercey“ m/Bob Dylan 2. „Doolittle" m/Pixies 3. „New York“ m/Lou Reed PLÖTUR ÁRSINS AÐ MATI POPPMTTARINS Umsjónarmaður Poppþáttar Æskunnar er vanur að líta um öxl í upphafi hvers árs og gera grein fyrir hvernig músíklandslagið kemur honum fyrir sjónir. Uppgjörið ,fyrir árið 1989 er svona: 1. „Nóttin langa“ m/Bubba Morthens. Að vísu háir það plötunni hve þungmelt og seintekin hún er - og einnig að skuli þurfa að spila hana á frekar háum styrk til að „ná“ öllum lágværu smáatriðunum í undirleiknum (bjöllum o.þ.h.). 2. „Illur arfur“ m/Sykurmolunum. ’ Reyndar skortir „lllan arf‘ tilfinnanlega öflug og heillandi lög á borð við „Afmæli", „Tekið í takt og trega" og „Mótorslys" af „Life Is Too Good“, fyrri plötu Sykurmolanna Á móti kemur að „llli arfurinn" er vandaðri plata. 3. „Melting" m/Bless. Það er eins og vanti herslumuninn á þann frískleika sem búast mátti við af þessum arftaka sveitarinnar S-h. draums. 4. „Buffalo Virgin“ m/Ham. Ef Ham gæti byggt á fleiri jafnsterkum lagasmíðum og „Voulez Vouz“ (eftir ABBA-drengina) þá væri hljómsveitin ekki í vandræðum með að gera betur en Ensturzende Naubauten, Swans og jafnvel Nick Cave. 5. „Betra en nokkuð annað“ m/Todmobile - og „WC Monster" m/Bootlegs. Todmobile-trióið kom óvænt inn á sjónarsviðið með aukna breidd í hljóðfæravali og heillandi blöndu rokkmúsikur og „sígildrar" músíkur. Helsti galli 1 plötunnar er að auðmeltustu lögin eru frekar leiðigjörn i til lengdar (en hin venjast betur og betur við hverja 1 spilun). Bootlegs er tvímælalaust ein frískasta rokksveit ■ heims innan bárujárnsgeirans. Óhreinn tónblær og I hrærigrautsleg hljóðblöndun koma í veg fyrir að „WC I Monster" skjóti plötum Metallicu ref fyrir rass. 1 Frísklegustu erlendu plöturnar 1989 voru þessar: 1. „Doolittle" m/Pixies 2. „Automatic" m/Jesus & Mary Chain 3. „New York“ m/Lou Reed 4. „Disintegration“ m/Cure 5. „The Burning World“ m/Swans BESTU LÖG ÍSLENSKRA FLYTJENDA AÐ MATI POPPÞÁTTARINS 1. „Voulez Vouz“ m/Ham 2. „Stríðsmenn morgundagsins" m/Bubba Morthens 3. „(var Bongó“ m/Risaeðlunni I 4. „Plánetan" m/Sykurmolunum 4. „Bláir draumar“ (rokkútgáfan) m/Dýrið gengur laust ÁRAMÓTAUPPGJÖR MELODY MAKER OG NME Bresku poppblöðin hafa mikil áhrif á viðhorf fólks um allan heim til poppmúsíkur. Áramótauppgjör helstu poppblaða Bretlands var á þessa leið: Plötur ársins 1989 samkvæmt niðurstöðu gagnrýnenda Melody Maker: 1. „Disintegration“ m/Cure (nr. 23 hjá NME) 2. „Doolittle" m/Pixies (nr. 4 hjá NME) 3. „Sensual World“ m/Kate Bush (nr. 17 hjá NME) Gagnrýnendur NME komust aftur á móti að þessari niðurstöðu um bestu plötur ársins 1989: 1. „Three Feet High And Rising“ m/De La Soul (nr. 10 hjá MM) 2. „The Stone Rose“ i m/Stone Roses (nr. 4 hjá MM)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.