Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 28
Flestum fuglum hefur veriö gefinn sá
hæfileiki að fljúga eins og allir vita. Líklega
hafa færri hugmynd um að sumir fiskar
geta þetta líka að vissu marki. Kannski
væri þó réttara að segja að þeir svífi
fremur en fljúgi því að um eiginlegt flug
er ekki að ræða.
Flugfiskar, eins og þessar tegundir eru
kallaðar einu nafni, geta synt mjög hratt
og nota einmitt hraðann til að ná sér á
loft, svipað og flugvélar gera. Um leið og
þeir sleppa haffletinum breiða þeir úr eyr-
uggunum (ein tegund notar raunar fleiri
ugga) og svífa þá oft 100-400 metra leið.
Deilt er um hve hátt þeir komast enda
erfitt að dæma um það úti á rúmsjó.
Nefndar hafa verið tölur allt frá I metra
upp í 12 og er það fyrrnefnda líklega nær
lagi. Óhætt er því að fullyrða að þeir séu
ekki „háfleygir".
Ástæðan fyrir þessari undarlegu hegð-
un fiskanna er í flestum tilvikum sú að þeir
eru að flýja undan óvinum sínum. Má geta
nærri að þeim sem eltir verður oft hverft
við þegar hann sér bráðina allt í einu hefj-
ast á loft og vafalaust kemur þá á hann fát
sem nægir til þess að fiskurinn kemst und-
an. Hann sleppur þó ekki alltaf því að
stundum grípa sjófuglar hann á „fluginu".
Fyrir kemur að flugfiskar dragast að Ijósi
um borð í skipum og falla niður á þilfarið.
28 Æskan
Flugfiskar eru ýmist með eitt eða tvö
pör svifugga eða „vængja“. Á þeim síðast-
nefndu eru eyruggar og kviðuggar álíka
stórir og oft með fallegu litmynstri. Ein-
ungis mjúkir geislar eru í uggunum.
Alls er vitað um 40-50 tegundir flug-
fiska og eiga þær flestar heima í heitum
eða heittempruðum höfum. Svokölluð
Atlantshafstvívængja, sem er sem sé með
tvö pör af svifuggum, er algeng í Miðjarð-
arhafi og norður eftir öllu Atlantshafi og
hefur meira að segja komist inn á Osló-
fjörð. Stærsti flugfiskurinn, um 50 sm á
lengd, heldur sig hins vegar aðeins við
strendur Kaliforníu. Hann er einnig fjór-
vængjaður. Einvængjan (með eitt uggapar)
er aðeins í heitum löndum og verður um
25 sm löng.
Að ytra útliti minna flugfiskar dálítið á
síld, einkum lögunin og hreistrið. Þeir eru
sums staðar veiddir til manneldis, svo sem
við Kaliforníu, en annars er mest af þeim
notað í beitu fyrir sverð- og túnfisk.
i