Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 40

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 40
Um sálfræðinám Sæll, Æskupóstur! Ég þakka fyrir gott blað. Mig lang- ar til að biðja þig að svara nokkrum spurningum: Hvar er sálfræði kennd? Þarf að hafa lokið stúdentsprófi til að leggja stund á það nám? Er kennd læknisfræði með eða eingöngu sálfræði? Ég Svar: Sálfrceði er kennd við Háskóla ís- lands - til BA-prófs. Flestir Ijúka því á þrem og hálfu ári, hafa þá tekið 90 einingar sem kallað er. Einnig er unnt að itema sálfrœði sem svarar 60 einingum og einhverja aukagrein 30 eininga; til að mynda fjölmiðlafrœði. BA-prófið veitir ekki bein starfsrétt- indi. Námið er að hluta til raunvís- indalegt og að öðrum hluta er frœtt um mannlega hegðun. Fólk með þessa menntun hefur valið sér starfs- vettvang til að mynda í blaða- mennsku, við útgáfu- og auglýsinga- störf og í ferðaþjónustu. Til að fá starfsréttindi er hérlendis unnt að lœra kennslufrœði í eitt ár (kennsluréttindi í greininni) eða nema félagsráðgjöf. Erlendis eru kenndar ýmsar greinar í framhaldi af BA- prófi. Það nám tekur frá einu/tveimur árum til fjögurra/fimm ára. Fólk með sálfrœðimenntun fœst við stöif af ýmsum toga: Umönnun og meðferð þeirra sem eru hugsjúkir eða geðveikir; ráðgjöf til nemenda og að- stoð við skólastjórnendur vegna skipulags í skólum; rannsóknir; starfsmannastjórn. (Upplýsingar veitti Sigurður Júlíus Grétarsson lektor við félagsvísinda- deild Háskólans) Um eftirlætissöngvarann og fjölmiðlafræði Æskupóstur góður! Þökk fyrir pistilinn um Jason Donovan í 8. tbl. og veggmyndina og myndirnar í 9. tbl. Jason er eftirlætissöngvarinn minn enda hefur hann æðislega góða rödd og er „meiriháttar“ sætur. Ef þið viljið get ég sent ykkur fróð- leiksmola um Jason. Mig langar til að verða fjölmiðla- fræðingur. Ánægð yrði ég ef ég fengi svör við þessum spurningum: Hvað tekur fjölmiðlafræðinám mörg ár? Vantar fjölmiðlafræðinga til starfa hér á landi eða eru þeir of margir? Er greinin kennd við Há- skóla íslands? Hvar getur fólk með þá menntun fengið góða vinnu og hver eru launin? Aðdáandi Jasons. Svar: Fróðleiksmola þiggjum við með þökkum. í Háskóla íslands er fjölmiðlafrœði einungis kennd sem aukagrein - enn sem komið er. Kennslan er frœðileg, nátengd félagsfrœði; ekki kennsla í blaðamennsku. Algengt er að lögð sé stund á fjölmiðlafrœði (30 einingar) með námi í stjórnmálafrœði. Félagsvísindadeild H. I. hefur gert tillögu um að hefja kennslu íJjölmiðl- un nœsta haust. Það yrði eins árs nám í blaðamennsku og fjölmiðlun - og þar kennd íslenska, fjölmiðla- réttur og hagnýt fjölmiðlun. Fjölmiðlun er einnig kennd að ein- hverju marki í sumum framhaldsskól- um og á námskeiðum í Tómstunda- skólanum. Erlendis er fjölmiðlun kennd með ýmsum hœtti á háskólastigi; þar getur hún verið aðalgrein. Þorbjörn Broddason dósent frœddi okkur um þetta atriði. Hann sagði það skoðun sína að fjölmiðlun vœri þjóðfélagslega mikilvœgur vettvangur og miklu máli skipti að þeir sem við hana störfuðu vœru vel menntaðir til þess. í þessum mánuði mun hefjast kennsla í Fjölmiðlaskóla íslands. Hann er rekinn af Viðskipta- og málaskólanum í samvinnu við Blaða- mannafélag íslands. Þar verður unnt að stunda fjölmiðlanám á háskóla- stigi, að loknu stúdentsprófi, og tekur námið eitt ár. Það skiptist í þrjár ann- ir og verður kennd þjóðfélagsfrœði, inngangur að blaðamennsku og út- varpsstörfum, verklag á fjölmiðlunt, tölvunotkun; dálítið í sálar- og félags- frœði og um auglýsinga- og markaðs- mál. Stefnt er að því að gera nemend- ur hœfa til að vinna á fjölmiðlum - álíka og þeir hefðu lœrt erlendis. (Gunnar Már Gunnarsson mark- aðsstjóri gaf þessar upplýsingar) Allmargir munu nú stunda nám 1 fjölmiölafrœði og fjölmiðlun. Ekki er gott að segja hverjar atvinnuhorfur eru en um þessar mundir eru reknir œði margir fjölmiðlar. Við bendum þér á leita til einhvers þeirra með fyr- irspurn um launakjör. Þau eru eflaust mismunandi. 44 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.