Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 18

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 18
Stefán Hilmarsson, vinsælasta poppstjarnan. I 'WKB/ 0 A' 0 AÁ á „Reyní að draga fram líflð sem tónlístarmaður. , . bar mér þá hræðilegu frétt snemma morguns 9. desember 1980 aðjohn Lenn- on hefði verið myrtur kvöldið áður. Ég man meira að segja eftir því að ég var að fara úr skónum fyrir íslenskutíma hjá Baldri Sveinssyni - að því er mig minnir í sjöttu stofu í Hlíðaskóla. Hvert var helsta tómstundagaman þitt á barns- og unglingsaldri? Handknattleikur og aðrar íþróttir voru alltaf númer eitt, tvö og þrjú. Síðar bætt- ust við skellinöðrur, tölvuspil og eltinga- leikir við stúlkur. Getur þú sagt okkur frá skemmtilegu atviki á þeim árum? U Stefán Hilmarsson svarar aðdáendum sínum, Hvar og hvenær ertu fæddur? Á fæðingarheimilinu í Reykjavík 26. júní 1966. Hvar ólstu upp? Aðallega í Reykjavík. Áttu systkini? Fimm yngri hálfsystkini. (Það eru fjórar stelpur og einn strákur) Hafa þau leikið á hljóðfæri eða sungið í hljómsveit? Tvær systranna hafa blásið töluvert í lúðra með lúðrasveitum. Hvað manstu best frá bernsku þinni eða unglingsárum? Ætli það hafi ekki verið þegar vinur minn Ég held að ég hafi sjaldan á þessum árum orðið jafn sæll og þegar Valsmenn komust í úrslitaleik Evrópukeppninnar í hand- knattleik. Ég er eldrauður Valsari og var að sjálfsögðu í Höllinni það kvöld. - Þvílík sæluvíma. Hvað hefur þér þótt sárast á æviferlin- um? Meðal annars það að hafa ekki verið nema 4-5 ára gamall þegar hljómsveitirnar Led Zeppelin og Deep Purple komu hingað til lands. En ánægjulegast? Sem betur fer er margs ánægjulegs að minnast og allt of langt mál væri að telja það upp hér. I hvaða skólum stundaðir þú nám? Öldugötuskóla (sem nú heitir Vesturbæj- 18 ÆskaJl arskóli), Laugarnesskóla, Hlíðaskóla, Kvennaskólanum — og auðvitað Ökuskól- anum. . . Stefnir þú að frekara námi? Já, það geri ég. Hefur þú lært á hljóðfæri? En söng? Örlítið á blokkflautu og orgel í æsku en söng hef ég aldrei lært. Með hvaða hljómsveitum hefur þú sung- ið? Bjargvættinni Laufeyju, Sniglabandinu og Sálinni hans Jóns míns. Hvað starfar þú nú? Ég reyni að draga fram líflð sem tónlistar- maður en einnig starfa ég dálítið við sjón- varp og stöku sinnum í verslun. Stundar þú íþróttir? Hefur þú æft ein- hverja grein? Ekki eins og er en skrepp þó öðru hverju í líkamsrækt. - Ég hef æft handknattleik, knattspyrnu, körfubolta og frjálsar íþrótt- ir. Hverjar eru eftirlætis-íþróttagreinar þínar? Handbolti og snóker. En íþróttamaður? Þeir eru mýmargir. Ég er svo íþróttalega sinn- aður að ég hef dálæti á hverjum þeim sem nær að skara fram úr á sínu sviði. Núna dái ég mest, að öðrum ólöstuðum, handboltamennina „okkar“, til að mynda Alfreð Gíslason og Vals- mennina Júlíus Jónasson, Geir Sveinsson, Valdi- mar Grímsson og Jakob Sigurðsson - svo að einhverjir séu nefndir. Á hvaða hljómlistarmönnum hefur þú mest dálæti, - íslenskum og erlendum? Þeir eru svo margir að Æskan þyrfti að gefa út aukablað til þess að koma nöfnum þeirra fyrir. En hljómsveitum? Svarið er það sama og við spurningu um hljómlistarmenn en ég get þó nefnt nokkrar: Bítlarnir, Rolling Stones, Whitesnake, Led Zeppelin, Deep Purple, Living Colour, Deacon Blue, Tears for Fears, Cock Rob- in, Prefab Sprout, Cult, Aerosmith, Abba, Ný dönsk, Skid Row, Supertramp, Inxs, Bon Jovi, Elo, U-2, A-Ha, Queen, Iron Maiden, Todmobile, Simply Red, ZZ top, Guns n’ Roses, Manhattan Transfer, Dire Straits, Van Halen, Edie Brickel and New Bohemians, Mötley Crúe, Sykurmolarnir - o.fl., o.fl.! Hverjir eru eftirlætisleikarar þínir? Steve Martin og Jack Nicholsson. Hefur þú gaman af sígildri tónlist? já, en þó ekki hverju sem er. Á hvaða tegund tónlistar hefur þú mest- ar mætur? Rokktónlist - og ég hef einnig mjög gam- an af góðri og vandaðri söngleikjatónlist. Hefur þú ferðast víða - hérlendis og er- lendis?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.