Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 53
4. Það er ekkert sem réttlœtir of- |
beldi gagnvart börnum. Þegar |
slíkt gerist bendir það til að for- f.
eldrarnir þurfi hjálp til þess að t
lœra aðrar aðferðir i uppeldi og
samskiptum við börn sín. Flest \
ágreiningsmál á heimili er hœgt \
að leysa með samtölum og
samningum. Þú getur ekki
stjórnað viðbrögðum mömmu
þinnar en þú getur að sjálfsögðu
reynt að hegða þér þannig sjálf í
samskiptum við hana að þú
leggir ekki beint upp til átaka.
harna á ég við ef það er eitthvað
sem þú veist um í samskiptum
ykkar sem kemur þessu af stað.
hið systurnar œttuð að rœða um
þetta við móður ykkar og aðra
fullorðna á heimilinu. Stundum
þarf öll fjölskyldan hjálp til þess
að þvílík samskipti breytist.
Reyndu að nota einhverja af
þeim leiðum sem bent er á að
framan ef ekki er kleift að rœða
utálin heima fyrir.
Skriftin er ennþá ómótuð og
visst ósamrœmi í henni. Ég
giska á að þú sért á bilinu 11-13
ára.
Þrír í boði og allir
koma til greina
Kæra Æska!
Ég er hrifin af þrem strákum
°8 þeir vilja allir byrja að vera
fteð mér. Ég veit ekkert hvað
ég á að gera. Vinkona mín sagði |
mér að byrja að vera með þeim ■
öllum á föstu. En ég veit að það :
dugar ekki því að þá verð ég !
alltaf í bíói og öðru slíku.
Ég var á diskóteki á föstudag- |
inn og þeir buðu mér allir dans.
Ég valdi einn til að dansa fyrst
við og hina dansaði ég við á eft-
ir.
í skólanum lendi ég alltaf í
vandræðum. Þeir vilja allir
hjálpa mér við eitthvað.
Kæra Æska! Gerðu það,
hjálpaðu mér. Ég veit ekkert
hvað ég get gert.
Madonna.
í þessu tilviki verður þú að
treysta á eigin tilfinningar og
dómgreind. Það er liárrétt lijá
þér að ekki dugar að vera með
þá alla í takinu. Það endar bara
með vandrœðum.
Ég gœti trúað að þú vœrir
óákveðin af því að þú hefur ekki
kynnst drengjunum nógu vel
ennþá. Þú leggur þig fram um
að gera öllum jafnt undir höfði.
Reyndu að gefa þér tíma til þess
l að kynnast þeim betur. Sá
i möguleiki gceti einnig komið upp
| að þér litist ekki á neinn þeirra.
I Það er alls ekkert lögmál að um
l gagnkvœmar tilfinningar sé að
l rœða þó að einhver láti í Ijós
áhuga og hrifningu á strák eða
I stelpu. Sumar stelpur, sem
: skrifa í þáttinn, halda að þcer
Í eigi að taka því og gleyma þá al-
veg að skoða eigin tilfinningar
ef strákur vill byrja að vera með
þeim. Það er miklu vœnlegra að
fara hœgt í sakirnar og gera ein-
ungis það sem samrýmist eigin
tilfinningum og því sem manni
sjálfum finnst rétt.
Gefðu þér tíma til þess að sjá
hverju fram vindur og nota þína
góðu dómgreind til þess að taka
ákvörðun.
Herra Vandamál
Kæri Æskuvand!
Ég er nú kominn í vandræði.
: Ég er skotinn í stelpu í bekkn-
; um en það er verst að tveir
i bestu vinir mínir eru skotnir í
\ henni líka. En það er nú ekki
; bara það! Ég á tvo eldri bræður
l 0g þeir eru búnir að komast að
s þessu og farnir að stríða mér.
\ Hvað á ég að gera?
5 Hr. Vandamál.
í Það er algengt að vinir verði
i skotnir í sömu stelpunni. En þá
ÍS reynir líka á vináttuna á annan
i hátt. Stundum myndar þetta
| spennu í vinahópnum og lítið
| þarftil að slettist upp á vinskap-
'f inn. Gott er þá að reyna að gera
| sér grein fyrir hvað á rœtur að
| rekja til þess að þið eruð allir
y skotnir í þeirri sömu og hvaða
| vœringar stafa af einhverju öðru
| ykkar á milli.
| Hér skipta viðbrögð stelpunn-
I ar miklu máli líka. Hvern ykkar
lítur hún hýru auga? Vonandi er
það ekki „Madonna“. (Sú sem
segist vera hrifin af þremur
strákum. . .) Þá er úr vöndu að
ráða. Reyndu að láta þínar bestu
hliðar koma fram gagnvart
stúlkunni. Einnig getur það oft
losað um spennuna í vinaliópi
(ef hún er þá einhver) að rœða
málin, reyna að láta þessa stöðu
ekki spilla vináttunni. Það er nú
einu sinni þannig að vináttunn-
ar verður maður að gieta vel.
Hrifning og skot koma og fara
en vinir endast venjulega leng-
ur.
Það kemur ekki fram í bréfi
þínu hvernig brœður þínir stríða
þér svo að erfitt er að gefa þér
ráð í því máli. Almennt um
stríðni á það við að best er að
reyna að leiða hana hjá sér, láta
sér fátt um finnast. Þeir hœtta
fijótlega þegar stríðnin ber ekki
árangur.
Það var ánœgjulegt að fá bréf
frá strák í þáttinn á nýju ári.
Stundum mcetti halda að allir
lesendur blaðsins vceru kven-
kyns.
Með kcerri kveðju,
Nanna Kolbrún.
Æskan 57