Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 41
Stjörnumerki
Kæri Æskupóstur!
Hvernig eiga vatnsberi sem fæddur
er 12. 2. 1976 og sporðdreki, fæddur
19.11. 1977 um kl. 3.30, saman?
Mig langar til að biðja um vegg-
mynd með Guns n’ Roses og viðtal
við Bjarka Sigurðsson.
Eg vildi gjarna að Æskan kæmi út
tólf sinnum á ári.
Sporðdreki.
Svar:
í 1. tbl. Æskumwr 1989, á bls. 30,
var fjallað um stjömuspeki og hvernig
fólk eigi saman samkvœmt þeim frœð-
um. Upplýsingar voru fengnar hjá
Stjömuspekimiðstöðinni, Laugavegi
66, Reykjavík., s. 10377. Við bendum
þér og öðrum sem áhuga hafa á að
lesa pistilinn. . .
Þér skyldi þó ekki hafa orðið að ósk
þinni um veggmynd?
Við röbbum eflaust við Bjarka - fyrr
eða síðar.
Um hunda
Kæri Æskupóstur!
Mig langar til að andmæla „hunda-
vinum“ sem staglast á því að hundar
eigt ekki að vera í borgum og bæjum.
Mér finnst það alrangt. Hvaða gagn
gera til að mynda Labradorhundar og
hundar af tegundinni „Golden re-
triever“ á sveitabæ? Þeir eru heimilis-
°g veiðihundar en ekki smalahundar.
Púðar (kjölturakkar) eru ekki heldur
smalahundar. Ég veit um „Schafer-
hunda sem eru á sveitabæ og eru til
vandræða (þó að þeir séu fjárhundar
að kyni). Svona mætti lengi telja.
Það eru íslenski og skoski hundur-
inn sem eiga best heima í sveit en eru
íka heimilis- og borgarhundar.
Um daginn var fluttur pistill á Rás
um þetta mál og þar var þess getið
a° sumum heimilishundum þætti
skemmtilegra að læra ýmsar listir en
að hlaupa eins og vitleysingar um all-
ar sveitir.
Sú fullyrðing að hundar eigi ein-
gongu að vera í sveit er það sama og
® se8)a að hestar eigi aðeins að vera
þar.
Jóna.
Aðdáendaklúbbar
og hrossarækí
K*ri Æskupóstur!
M.g langar til að bera upp nokkrar
"Purningar:
Hvað kostar að vera í aðdáenda-
klúbbum? Hvernig er hægt að gerast
félagi? Starfar slíkur klúbbur er dáir
Marilyn Monroe?
2. Hvað þarf maður að vera gamall til
að hefja nám í hrossarækt? Er nauð-
synlegt að hafa lært eitthvað um hesta
áður?
3. Viljið þið senda límmiða með
hverju tölublaði? Er hægt að birta
hestamyndir?
4. Viljið þið birta eitthvað um Alice
Cooper?
Ég þakka gott blað.
Edda.
1. Um aðdáendaklúbba er fjallað á
bls. 59. Eflaust er til klúbbur er
heiðrar minningu M. M. Ef við finn-
um heimilisfang birtum við það á
nefndri síðu.
2. Hrossarœkt er meðal þess sem
kennt er í bœndaskólunum. Inn-
gönguskilyrði er grunnskólapróf - en
að sögn Sveins Hallgrímssonar skóla-
stjóra á Hvanneyri er frekara nám
œskilegt. Raunin hefur orðið sú að
sumir þeirra er aðeins hafa grunn-
skólapróf að baki eiga í erfiðleikum
með námið. Segja má að í flestum
greinum í bœndaskólunum séu kennd
undirstöðuatriði í hrossarœkt. Ekki er
alveg nauðsynlegt að hafa lcert eitt-
hvað um hross áður en nám er hafið
þar en að sjálfsögðu kemur það sér
vel að hafa kynnst hrossum og með-
ferð þeirra - eins og annarra dýra.
3. Límmiðar munu vœntanlega fylgja
fjórum tölublöðum á þessu ári.
4. Við komum beiðninni á framfœri
við umsjónarmann poppþáttarins.
Viðtal við Bubba
Elsku Æska!
Ég yrði þér afar þakklát ef þú birtir
þetta:
Ég vil byrja á því að þakka gott
blað. Þú mættir birta viðtal við
Bubba Morthens og veggmynd af
honum. Mér finnst líka að meira
mætti vera í blaðinu af skrýtlum og
þrautum, t.d. talnarugli, en nú er.
R.
Svar:
Viðtal við Bubba birtist fyrir nokkr-
um árum og annað veifið hefur verið
sagt frá honum í poppþœttinum. At-
hugandi er að fá hann til að svara að-
dáendum. . .