Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 10

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 10
fossi. Ég hef oft komið þangað og ver- ið ein eða með Nonna og pabba og mömmu. Amma kennir þar í skólan- um. Afi á hesta. Já, ég hef farið á hest- bak en það er teymt undir mér. Ég fór einu sinni ein á bak á hesti. Hann var inni í hesthúsi. Það var líklega Lýs- ingur. Annan kölluðum við Hristing, hann hossaðist svo mikið. Ég held að hann heiti Geisli. Afi á líka hryssu, Perlu, og tvö folöld, jaa, annað er nú orðið stórt; þau heita Búri og Iri. Við höfum oft farið til þeirra á páskunum. f fyrra fékk Svana Kristín frá þeim brúðu í staðinn fyrir páska- egg. Þau gáfu Nonna líka einu sinni fjóra bíla og mér Bangsa bestaskinn á páskunum." - Getur þú sagt mér eitthvað frá ferðalögum sem þú hefur farið í? „Við fórum til Vestmannaeyja í sumar. Við heimsóttum Ingu frænku. Við fórum á báti til að skoða helli en við Nonni urðum bæði sjóveik." - Hvað gerirðu þegar þú ert ekki í skólanum? „Ýmislegt. Ég er til dæmis að læra ballett í Ballettskóla Sigríðar Ármann. Ég byrjaði í haust. Já, mér finnst það mjög gaman. Ég er líka að læra á blokkflautu. Það eru tímar í skólan- um.“ Við þökkum kotrosknum og kank- vísum krökkum fyrir spjallið og óskum þeim alls góðs. . . K.H. - Fannst þér ekki erfitt að læra lög- in og textana? „Nei, nei. Ég gat lesið textana. Sum lögin kunni ég. Ég hef nefnilega sungið voða mikið í sumarfríinu uppi í Skorradal, í bústaðnum hjá afa og ömmu. Já, amma syngur oft með mér og stundum kemur frænka með söng- bókina sína. Jú, hún er fullorðin kona - sem á stelpu sem er fullorðin kona sem á lítinn strák! Hann er þriggja ára.“ - Ertu orðin vel læs? „Já, ég er alveg læs. Ég var orðin læs þegar ég fór í sex ára bekk. I sum- ar las ég bókina um Pollýönnu. Ég var tvö kvöld og einn morgun að lesa hana. Hún er svona þykk,“ segir Ást- rós og sýnir þykktina með höndunum. - Kynntistu krökkunum sem sungu með þér? „Jaaá, ég kynntist Söru best. Hún er átta ára. Hún syngur lagið, Kántríbæ, á plötunni. Ég hef komið heim til henn- ar. Ég kynntist líka dálítið Sædísi, Dröfn og Boggu. Þær eru allar ellefu ára.“ - Hverjar eru bestu vinkonur þín- ar? María - og Sigga Jóna, Diljá, Silja og Lára. Lára fluttist til Svíþjóðar í sum- ar.“ - Áttu systkini? „Já, ég á bróður og systur. Bróðir minn er fimm ára. Hann heitir Jón en „Hundarnir hlupu óskaplega hratt, á hundrað eða tvö hundruð. . . “ 10 Æskan „Hún er fullorðin kona - sem á stelpu sem er fullorðin kona sem á lítinn strák!" er oftast kallaður Nonni. Systir mín heitir Svana Kristín. Hún verður eins árs á morgun.“ (18. janúar. . .) (Svana Kristín hefur komið með mömmu sinni og systur og hlær oft til okkar. Þess vegna spyr ég Ástrós:) - Er hún alltaf svona kát? „Já, hún er oftast kát. Hún segir „æ“ við krakkana. Það er „hæ“. Hún getur líka sagt „gúkka“ um dúkkuna sína.“ Kölluðum hann Hristing - Hefur þú komið á sveitabæ? „Já, afi og amma eiga heima að íra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.