Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1990, Page 10

Æskan - 01.01.1990, Page 10
fossi. Ég hef oft komið þangað og ver- ið ein eða með Nonna og pabba og mömmu. Amma kennir þar í skólan- um. Afi á hesta. Já, ég hef farið á hest- bak en það er teymt undir mér. Ég fór einu sinni ein á bak á hesti. Hann var inni í hesthúsi. Það var líklega Lýs- ingur. Annan kölluðum við Hristing, hann hossaðist svo mikið. Ég held að hann heiti Geisli. Afi á líka hryssu, Perlu, og tvö folöld, jaa, annað er nú orðið stórt; þau heita Búri og Iri. Við höfum oft farið til þeirra á páskunum. f fyrra fékk Svana Kristín frá þeim brúðu í staðinn fyrir páska- egg. Þau gáfu Nonna líka einu sinni fjóra bíla og mér Bangsa bestaskinn á páskunum." - Getur þú sagt mér eitthvað frá ferðalögum sem þú hefur farið í? „Við fórum til Vestmannaeyja í sumar. Við heimsóttum Ingu frænku. Við fórum á báti til að skoða helli en við Nonni urðum bæði sjóveik." - Hvað gerirðu þegar þú ert ekki í skólanum? „Ýmislegt. Ég er til dæmis að læra ballett í Ballettskóla Sigríðar Ármann. Ég byrjaði í haust. Já, mér finnst það mjög gaman. Ég er líka að læra á blokkflautu. Það eru tímar í skólan- um.“ Við þökkum kotrosknum og kank- vísum krökkum fyrir spjallið og óskum þeim alls góðs. . . K.H. - Fannst þér ekki erfitt að læra lög- in og textana? „Nei, nei. Ég gat lesið textana. Sum lögin kunni ég. Ég hef nefnilega sungið voða mikið í sumarfríinu uppi í Skorradal, í bústaðnum hjá afa og ömmu. Já, amma syngur oft með mér og stundum kemur frænka með söng- bókina sína. Jú, hún er fullorðin kona - sem á stelpu sem er fullorðin kona sem á lítinn strák! Hann er þriggja ára.“ - Ertu orðin vel læs? „Já, ég er alveg læs. Ég var orðin læs þegar ég fór í sex ára bekk. I sum- ar las ég bókina um Pollýönnu. Ég var tvö kvöld og einn morgun að lesa hana. Hún er svona þykk,“ segir Ást- rós og sýnir þykktina með höndunum. - Kynntistu krökkunum sem sungu með þér? „Jaaá, ég kynntist Söru best. Hún er átta ára. Hún syngur lagið, Kántríbæ, á plötunni. Ég hef komið heim til henn- ar. Ég kynntist líka dálítið Sædísi, Dröfn og Boggu. Þær eru allar ellefu ára.“ - Hverjar eru bestu vinkonur þín- ar? María - og Sigga Jóna, Diljá, Silja og Lára. Lára fluttist til Svíþjóðar í sum- ar.“ - Áttu systkini? „Já, ég á bróður og systur. Bróðir minn er fimm ára. Hann heitir Jón en „Hundarnir hlupu óskaplega hratt, á hundrað eða tvö hundruð. . . “ 10 Æskan „Hún er fullorðin kona - sem á stelpu sem er fullorðin kona sem á lítinn strák!" er oftast kallaður Nonni. Systir mín heitir Svana Kristín. Hún verður eins árs á morgun.“ (18. janúar. . .) (Svana Kristín hefur komið með mömmu sinni og systur og hlær oft til okkar. Þess vegna spyr ég Ástrós:) - Er hún alltaf svona kát? „Já, hún er oftast kát. Hún segir „æ“ við krakkana. Það er „hæ“. Hún getur líka sagt „gúkka“ um dúkkuna sína.“ Kölluðum hann Hristing - Hefur þú komið á sveitabæ? „Já, afi og amma eiga heima að íra-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.