Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 31

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 31
Þegar hann er laus úr harð- gúmmí-búningnum, sem er 40 kg að þyngd, og grímunni hefur verið í svipt af andliti hans - blasir við strákslegt andlit Michaels Keatons. Hann er raunar 38 ára, (f. 9.9. 1951), 175 sm að hæð, dökkhærð- ur og bláeygður. Hann var ekki áfjáður í að leika 1 hlutverki Leðurblökumannsins t °g hafnaði boðinu í fyrstu: "Ég hafði aldrei lesið teikni- niyndasögur um Leðurblökumann- inn og vissi ekki til hvers var ætl- ast af mér.“ hegar Ijóst varð að Jack Hicholsson léki í myndinni - og Sean, sjö ára sonur Mikjáls, lagði ákaft að honum að takast þetta verkefni á hendur, snerist honum loks hugur. ..Þegar Sean vissi að ég hafði neitað varð hann svo leiður að hann talaði ekki við mig í tvo daga. Hann dáir Leðurblökumann- inn meir en nokkuð annað. Helsti draumur hans rættist þegar við I sátum saman í kvikmyndahúsi með 1 poppkorn og kók og fylgdumst með myndinni. - Hvernig honum þótti hún? Hann sagði: „Þetta er svalt, pabbi!“ Þá hlýt ég að hafa verið nógu góður. . .“ "Ég tók þetta að mér ekki síst Vegna þess að Leðurblökumaður- lnn er ekki sýndur einasta sem of- urmenni heldur líka sem mann- eskja með göllum og veikleika. Hér finnst lýsing á þessum klofna Persónuleika trúverðug og ég tel að velgengni myndarinnar byggist ; ekki síst á því." Raunverulegt eftirnafn Mikjáls var Douglas en hann skipti um nafn vegna þess hve þekktur al- nafni hans, sonur Kirks Douglas, var. (Nílargimsteinninn og Ævin- týrasteinninn. . .) Hann kvæntist leikkonunni, Caroline McWilliams, 1982 og á því ári fæddist sonur þeirra, Sean. Þau eru skilin. Mikjáll á heima í fremur fábrotinni íbúð í Holly- wood og Sean er hjá honum. Mikjáll er yngstur sjö systkina. Hann lagði stund á leikhúsfræði við háskóla í Ohio en hætti námi eftir tvö ár. Fór þá til Pittsborgar og starfaði við leigubifreiðaakstur og sviðsvinnu hjá sjónvarpsstöð. 1975 fór hann til Los Angeles og réð sig hjá fólksflutningafyrirtæki. (- Samkvæmt öðrum heimildum stundaði hann tungumálanám í tvö ár en hætti 1970; hélt þá til Holly- wood og vann sem leigubifreið- arstjóri og þjónn. . .!) Heimildarmönnum okkar kem- ur saman um að hann hafi leikið í sjónvarpsþáttaröðum, líklega frá 1977, og síðar í kvikmyndum, án þess að vekja verulega athygli fyrr en 1988 að hann lék í myndinni, Beetlejuice. Heimilisfang: Michael Keaton, c/o Creative Artists Agency, Inc. 1988 Century Park East, S. 1400, Los Angeles, Ca.90067, USA. Æskan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.