Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1990, Qupperneq 31

Æskan - 01.01.1990, Qupperneq 31
Þegar hann er laus úr harð- gúmmí-búningnum, sem er 40 kg að þyngd, og grímunni hefur verið í svipt af andliti hans - blasir við strákslegt andlit Michaels Keatons. Hann er raunar 38 ára, (f. 9.9. 1951), 175 sm að hæð, dökkhærð- ur og bláeygður. Hann var ekki áfjáður í að leika 1 hlutverki Leðurblökumannsins t °g hafnaði boðinu í fyrstu: "Ég hafði aldrei lesið teikni- niyndasögur um Leðurblökumann- inn og vissi ekki til hvers var ætl- ast af mér.“ hegar Ijóst varð að Jack Hicholsson léki í myndinni - og Sean, sjö ára sonur Mikjáls, lagði ákaft að honum að takast þetta verkefni á hendur, snerist honum loks hugur. ..Þegar Sean vissi að ég hafði neitað varð hann svo leiður að hann talaði ekki við mig í tvo daga. Hann dáir Leðurblökumann- inn meir en nokkuð annað. Helsti draumur hans rættist þegar við I sátum saman í kvikmyndahúsi með 1 poppkorn og kók og fylgdumst með myndinni. - Hvernig honum þótti hún? Hann sagði: „Þetta er svalt, pabbi!“ Þá hlýt ég að hafa verið nógu góður. . .“ "Ég tók þetta að mér ekki síst Vegna þess að Leðurblökumaður- lnn er ekki sýndur einasta sem of- urmenni heldur líka sem mann- eskja með göllum og veikleika. Hér finnst lýsing á þessum klofna Persónuleika trúverðug og ég tel að velgengni myndarinnar byggist ; ekki síst á því." Raunverulegt eftirnafn Mikjáls var Douglas en hann skipti um nafn vegna þess hve þekktur al- nafni hans, sonur Kirks Douglas, var. (Nílargimsteinninn og Ævin- týrasteinninn. . .) Hann kvæntist leikkonunni, Caroline McWilliams, 1982 og á því ári fæddist sonur þeirra, Sean. Þau eru skilin. Mikjáll á heima í fremur fábrotinni íbúð í Holly- wood og Sean er hjá honum. Mikjáll er yngstur sjö systkina. Hann lagði stund á leikhúsfræði við háskóla í Ohio en hætti námi eftir tvö ár. Fór þá til Pittsborgar og starfaði við leigubifreiðaakstur og sviðsvinnu hjá sjónvarpsstöð. 1975 fór hann til Los Angeles og réð sig hjá fólksflutningafyrirtæki. (- Samkvæmt öðrum heimildum stundaði hann tungumálanám í tvö ár en hætti 1970; hélt þá til Holly- wood og vann sem leigubifreið- arstjóri og þjónn. . .!) Heimildarmönnum okkar kem- ur saman um að hann hafi leikið í sjónvarpsþáttaröðum, líklega frá 1977, og síðar í kvikmyndum, án þess að vekja verulega athygli fyrr en 1988 að hann lék í myndinni, Beetlejuice. Heimilisfang: Michael Keaton, c/o Creative Artists Agency, Inc. 1988 Century Park East, S. 1400, Los Angeles, Ca.90067, USA. Æskan 35

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.