Æskan - 01.04.1991, Page 12
Eðvarð og
st atkvæði!
I 9. og 10. tbl. Æskunnar 1990
efndum við til kosninga! Lesend-
um var gefið tækifæri til að láta í
Ijós skoðun sína á því hverjir
ættu að skipa ráðherrasæti í
„gamanstjórn og glettilega góðri
stjórn Æskunnar og æskunnar!"
Raunin varð sú að atkvæði dreifð-
ust ákaflega mikið. Til að mynda
fékk enginn svo mörg atkvæði sem
aðalráðherra að hægt væri að úr-
skurða hann sigurvegara. Fjöldi
„fólks" fékk nokkur atkvæði. Af
þeim má nefna Afa, Mikka mús og
Æðsta-Strump!
Sama er að segja um íþróttaráð-
herra. Knattspyrnu- og handknatt-
leiksmenn fengu meiri stuðning en
aðrir en enginn bar þar af.
Hins vegar var glöggt að Eðvarð
Ingólfsson átti mestum vinsældum
að fagna sem lestrarráðherra. Hann
hlaut 40 af hundraði atkvæða.
Þátttakendur í kosningunum voru
ekki heldur í neinum vafa um hver
væri heppilegasti vasapeningaráð-
herrann! Jóakim aðalönd fékk 55%
greiddra atkvæða! Einungis einn
treysti „pabba" til þeirra starfa. Lík-
lega hafa kjósendur fremur verið að
hugsa um varðveislu vasapeninga
en úthlutun þeirra!
33% þeirra sem atkvæði greiddu
vildu að Jóakim gegndi líka embætti
„annarra peninga ráðherra". Aðal-
öndin hafði einnig sigur í þeirri
kosningu!
Hljómsveitin Stjórnin situr sam-
eiginlega í stól tónlistarráðherra -
en hlýtur að biðja Bubba að gegna
stööu ráðuneytisstjóra því að hann
fylgdi þétt á eftir.
Andrés önd var kjörinn foreldra-
málaráðherra! Tommi og Jenni og
Ragnar Reykás fengu einnig stuðn-
ing.
Laddi og Ómar Ragnarsson fengu
jafnmörg atkvæði sem skemmtiráð-
herra. Ekki er að vita nema þeir
gegni stöðunni til skiptis af því að
þeir eru önnum kafnir menn!
Sigurður Sigurjónsson var talinn
ágætastur sem fjör- og frækniráð-
herra - en „Eygló systir tveggja ára"
og páfagaukurinn Pási voru meðal
þeirra sem atkvæði fengu!
Ýmsir góöir kennarar þóttu geta
gegnt embætti málverndarráðherra
- einnig Bubba á Brávallagötunni ...
Stjórnmálamenn fengu fá at-
kvæði. Steingrími Hermannssyni var
þó gefið eitt atkvæði sem aðalráð-
herra, Þorsteini Pálssyni sem friðar-
ráðherra en Davíö Oddssyni sitt at-
kvæðið í hvora stöðuna, annarra
peninga- og náttúruverndarráð-
herra. Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, átti stuðning bæði
sem barna- og náttúruverndarráð-
herra.
Við hétum því að tíu kjósendur hlytu
verðlaun - þrjár útgáfubækur Æskunnar.
Þessir voru heppnir:
Þórarinn A. Olafsson,
Höskuldsstööum, 560 Varmahlíö.
Audur Magnúsdóttir,
Garðaflöt 29, 210 Garðabæ.
Sandra Steingrímsdóttir,
Jörundarholti 222, 300 Akranesi.
Daði Örn og Kári Freyr Jenssynir,
Holtagerði 22, 200 Kópavogi.
Elísabet Anna Vignir,
Hvassaleiti 68, 103 Reykjavík.
Hulda Jónsdóttir,
Skagfirðingabraut 29, 550 Sauðárkróki.
Ingi Freyr Sigvarðsson,
Borgarsandi 4, 850 Hellu.
Ingólfur H. Hermannsson,
, Logafold 19, 112 Reykjavík
Ingvar Skúlason,
Höfða, Vallahreppi, 701 Egilsstaðir.
Berglind Einarsdóttir,
Fannafold 148, 112 Reykjavík.
1 2 Æskan