Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1991, Page 15

Æskan - 01.04.1991, Page 15
leika mér fram eftir árum en þjálfa eins og þarf til að ná árangri. Þaö var ekki fyrr en 1986 sem ég fór að æfa af miklum krafti allan ársins hring. Raunar stefndi ég að því fyrr. Ég vann við Hrauneyjarfoss 1980 til 1981 og þá æfði ég ekkert. En 1982 ákvað ég að „taka á þessu", gerði hlé á trésmíðanámi og fór til Alabama í Banda- ríkjunum með Þráni, Vésteini og fleirum eftir áramót 1983. Ég var þar eina önn og gekk ágætlega en meiddi mig illa. Bandarískir læknar sögðu að ég væri með brjósklos. Þá fannst mér til- gangslaust að standa í þessu, fór heim og varð að afþakka að keppa með landsliðinu. Seinna skoðaði Sigurjón Sig- urðsson læknir mig og komst að því að vöðvafesting hefði slitnað. Það var hægt að laga með skurð- aðgerð!" Mólaði kaslaðferðina sjálfur - Þá hefur þú gripið til kúlunnar að nýju ... „Já, þegar ég hafði jafnað mig. Ég hafði lagt kúluvarp á hilluna í eitt og hálft ár að segja mátti. Ég kastaði lengst 16.89 m 1983 og fram að þeim tíma hafði alltaf ver- ið stígandi í kastkúrfunni. Mér tókst ekki að bæta þann árangur fyrr en 1986 en besta kast mitt á því ári var 18.28. Ég bætti mig um tæpa tvo metra frá 1985-1986 - og það hafði ég raunar líka gert milli áranna 1981 og 1982 en þá byrjaði ég að kasta með snúnings- stílnum. Hann er kenndur við bandaríska kúluvarparann Bryan Oldfield. Ég var fyrstur til að nota þann stíl hér á landi, beitti honum eins og mér fannst eiga best við mig og tókst að móta hann sjálfur án leiðsagnar. En það var nágranni minn á næsta bæ í sveitinni sem benti mér á að reyna þetta. Ég hafði kastað með bakstílnum eins og flestir evrópskir kúluvarparar." - Hefur þú bætt árangur þinn á hverju ári síðan? „Já, raunar, þó að kúrfan mín sýni lélegri árangur 1989 en 1988. Ég kastaði nefnilega 20.10 á móti 1989 en mótið var dæmt ógilt af ástæðum sem ekki komu kúlu- varpinu við! En ég lenti í vand- ræðum 1988, tognaði á vinstra ökkla og var lengi að jafna mig. Ég hlífði vinstri fæti og því nýttist snúnings-stíllinn mér illa. Þetta var erfitt tímabil og ég var jafnvel að hugsa um að skipta aftur um kast-aðferð. Úr því varð þó ekki og nú tel ég mig vera kominn á beina braut. Ég er að styrkja mig og veit að ég get kastað lengra en ég hef gert. Ég er ekki orðinn eins sterkur og Hreinn Halldórsson var. Ég á að geta bætt mig að mun þegar ég hef styrkt mig. Ég er bjartsýnn á næstu ár og legg mig allan fram þennan tíma til næstu Ólympíuleika - á Spáni 1992." - Þú sagðist hafa gert hlé á tré- smíðanámi... „Já, en ég lauk því 1984. Síðar gerðist ég lögreglumaður því að það fer illa saman að vinna við trésmíðar og æfa til að ná árangri sem nægi til að komast í keppni við bestu kúluvarpara heims. Nú hef ég fengið frí frá störfum um tíma til að geta einbeitt mér sem best. Vinna á vöktum rekst annað veifið illa á æfingar og keppni. Fjölskyldumenn geta þó ekki leyft sér þetta nema þeir fái fyrirtæki Æskan 1 5

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.