Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 29

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 29
þáttur kom í staðinn. En hann virtist ekki koma krökkunum við. Mömmu systkinanna datt ráð í hug. Hún var vön að búa til leikföng heima. Hún ýmist prjónaði, heklaði eða saumaði fyrir þau. Og nú keypti hún græna lopahespu og aðra bleika og þegar börnin voru sofnuð á kvöldin settist hún við að prjóna. Úr bleika lopanum bjó hún til eftirlíkingu af Svínku, saumaði bleikan kjól á hana og festi sítt, ljóst hár á höfuðið og augun voru tveir glærir hnappar. Úr græna lopanum var Kermit búinn til. Prjónaður búkur með löngum froskafótum og rauður flóki var settur fyrir munn og tölur fyrir augu. Mikill var fögnuður systkin- anna þegar þau fengu þessi leik- föng. Systir vildi eiga Svínku og Bróðir átti Kermit. Þau urðu brátt mjög vinsæl og voru höfð með í flestum leikjum. Krakk- arnir töluðu fyrir þau og létu þau gera ýmislegt sem aðeins er hægt í þykjustunni. Þau sváfu alltaf með nýju Prúðuleikarana sína sem voru mjúkir og gott að kúra með þá. Svo var það einn morgun að Bróðir vaknaði snemma um leið og mamma. Þegar þau voru klædd dreif mamma sig í þvotta- húsið og setti óhreinan þvott í þvottavélina. Þetta voru mest handklæði, hvít rúmföt o.fl. Bróðir stóð hjá með græna frosk- inn sinn undir handleggnum. Hann fylgdist með því sem mamma var að gera. Síðan fengu þau sér morgunmat og mamma fór að vinna í eldhúsinu. Bróðir fór að leikfangakassanum og undi sér lengi við bílana sína. Eftir rúma klukkustund var þvottavélin búin að þvo og mamma flýtti sér að opna vélina og taka þvottinn hreinan og fín- an úr henni. En hvað var nú þetta! Sá hún ofsjónir? Hún óskaði þess innilega að hún sæi ofsjónir í þetta sinn. Þvotturinn hennar var allur orðinn grænn. Hann fór hvítur en óhreinn í þvottavélina. Nú kom hann að vísu hreinn en allur ljósgrænn! Bróðir kom nú og fylgdist vel með hvað var á seyði. Hann tróðst fram og vildi hjálpa mömmu sem ekki skildi fyrst á- kafann í honum. „fá, þarna ertu, Kermit frosk- urinn minn," sagði Bróðir á barnamáli sínu. „Nú ertu hreinn og fínn," sagði hann. Það var ekki undarlegt að þvotturinri hafði litast fyrst Kermit, gerður úr grænum lopa, hafði farið með í þvottavélina. Bróðir hafói laumað honum í án þess að mamma tæki eftir því. Nú greip drengurinn froskinn og virtist mjög ánægður að heimta hann úr helju. Hann virtist ekki taka eftir að leikfangið hans hafði breyst til hins verra. Nú var það samanskroppið, fæturnir orðnir stuttir og ekki var það lengur mjúkt. Bróðir lét sem ekkert hefói gerst og heyrði ekki í mömmu sem stundi og dæsti yfir skemmda, græna þvottin- um. Eftir þetta var eins og Bróður fyndist enn þá vænna um frosk- inn sinn en áður. Systir sagði aó hann væri ljótur og hún vildi ekki hafa hann með í leikjum framar. Ekkert breytti því að Bróður fannst þetta besta leik- fangið sitt. Hann hélt áfram að hafa hann með í öllu og sofa með hann. Systkinin, sem hér hefur verið sagt frá, eru nú orðin stór. Strák- urinn, sem var kallaður Bróðir, á samt enn þá gamla froskinn sinn. Hann leikur sér auðvitaö ekki að honum lengur en segist alltaf ætla að eiga hann. Og núna er þetta prjónaða, bæklaða leikfang á góðum stað hátt uppi í skáp. Þar fær það að geymast enn um sinn. Æskan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.