Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1991, Qupperneq 30

Æskan - 01.04.1991, Qupperneq 30
Miklagljúfur Við skulum nú hverfa úr ríki líf- veranna sem hef- ur verió umræðu- efni í þessum þátt- um og líta á eitt af undrum jarósög- unnar. Mörg ykkar hafa sjálfsagt heyrt og lesið um gil og gljúfur sem ár á ís- landi grafa í berg- ið, auðvitað á óra- löngum tíma. Eitt hið þekktasta er gljúfrið við Jök- ulsá á Fjöllum en það er nú friðað svæði. Þó að mörgum finnist það hrikalegt eru miklu meiri og stórfenglegri ár- gljúfur víða erlendis. Verður nú sagt frá einu þeirra, Miklagljúfri (Grand Canyon) í Bandaríkjunum. Miklagljúfur er í norðvesturhluta Arizonaríkis. Um það fellur Colora- dofljót, ein af stórám Bandaríkjanna. Gljúfrið er um 340 km á lengd og 6- 28 km á breidd. Mesta dýpt þess er rúmir 1800 metrar. Furuskógar vaxa langleiðina fram á gljúfurbarminn svo að heita má að hyldýpió opnist skyndilega við fætur manns. Þrotlaust starf Coloradofljóts í millj- ónir alda við að mola úr berginu hef- ur mótað Miklagljúfur, auk þess sem landris hefur hjálpað til. Þarna má sjá lárétt berglög frá ýmsum tímum og af margvíslegustu gerð. Fitasamsetning er sérkennileg og fögur. Þar er grænt, blátt, gult, hvítt og rautt í ýmsum blæbrigðum. Ekki er sama hvernig birtan fellur á bergið og þess vegna eru litirnir síbreytilegir eftir því á hvaða tíma sólarhrings horft er á þá. Og umskipti eftir árstíðum eru jafnvel enn meiri. Auk litbrigðanna má sjá alls kyns bergmyndanir, furðulegar að lögun, orðnar til við veðrun. Þarna eru píramíðar, hólar, turnar og strýt- ur, sumar með gára eða snúnings- mynstri. Sums staðar eru snarbrattir hamrar, annars staðar meira aflíðandi brekkur. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær menn tóku sér bólfestu á þessum slóðum en rústir hafa fundist af bú- stöðum Púeblóindíána frá því um 1200. Talið er að spænskir landkönn- uðir hafi orðið fyrstir hvítra manna til að sjá gljúfrið um 1540. En fyrsta ferðin eftir því endilöngu, svo að vit- að sé, var farin 1869. Par var að verki John nokkur Powell majór og menn hans á fjórum litlum árabátum. Þetta Séð yfir hluta Miklagljúfurs af norð- urbarmi þess. var hin mesta hættuför en henni lauk þó giftusamlega. Síðan þá hafa margir stundað rann- sóknir í Miklagljúfri og margur leið- angur verið gerður út þangað. Ferða- menn verða að þræða mjóa og krók- ótta stíga á múlösnum til að komast niður í gljúfrið. Sú ferð getur tekið allt að heilan dag. Allfjölskrúðugt plöntu- og dýralíf er í Miklagljúfri. Meðal trjátegunda eru blágreni, döglingsviður, lífeik og blæösp. Af dýrum má nefna fjalla- Ijón, gaupu, múlhjört, íkorna, anti- lópur og klettafjallasauð. Hluti af svæðinu var gerður að þjóðgarði árið 1919. U m s j ó n : Óskar Ingimarsson 30 Æskan

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.