Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1991, Side 39

Æskan - 01.04.1991, Side 39
 Keppnin í 60 m hlaupi var mjög jöfn og spennandi undir lokin. Undankeppnin Skólaþríþraut Frjálsíþróttasam- þands íslands er keppni 11-13 ára unglinga í 60 m hlaupi, hástökki og knattkasti. Fyrir árangur í hverri grein eru gefin stig og síðan eru stigin lögð saman í greinunum þremur og fæst þá heildarstigatal- an í þríþrautinni. Undankeppni fór fram á tímabilinu 15. september til 15. nóvember síðastliðið haust. Nemendur frá 40 skólum tóku þátt í undankeppninni, alls 2398 ein- staklingar. Úrslitakeppnin Úrslitakepnin fer fram á Laugar- vatni laugardaginn 1. júní og verð- ur samstarfsverkefni íþróttamið- stöðvar íslands og FRÍ. Sex efstu unglingarnir í undankeppninni í hverjum keppnisflokki drengja og stúlkna hafa unnið sér rétt til þátt- töku í úrslitakeppninni. Frjálsíþróttasamband íslands þakkar öllum sem þátt tóku í und- ankeppninni og þakkar kennurum og skólastjórum hversu vel þeir unnu að framkvæmd keppninnar. Jafnframt óskum við þeim þrjátíu og sex keppendum, sem tryggðu sér þátttökurétt í úrslitakeppninni, hjartanlega til hamingju og óskum þeim góðs gengis og hvetjum þá til að undirbúa sig vel fyrir keppnina. Verðlaun Allir þátttakendur í úrslitakeppn- inni hljóta viðurkenningu og þrír þeir fyrstu í hverjum flokki verð- launapeninga. Enn fremur verða veitt sérstök verðlaun þeim sem skara fram úr. Þessi verðlaun eru ókeypis ferð á alþjóðlegt barna- og unglingamót í frjálsíþróttum í Hels- ingjaborg í Svíþjóð. Það er því að miklu aö keppa fyrir alla sem taka þátt í úrslitakeppninni. Sjá næstu síbu. -----------► Æskan 43

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.