Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 43

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 43
Tennurnar henta vel til slíkra verka; þær eru allt að 10 sentímetr- ar á lengd og oddhvassar. Ekki er hægt að tala um fast út- breiðslusvæði háhyrninga því að þeir eru sífellt að flytja sig til eftir því hvar vænlegast er aó ná í æti. Þeir eru þó mest norðan til í Atl- antshafi og Kyrrahafi og auk þess við Suðurskautslandið. Fjöldi hval- anna við Island er breytilegur en margt bendir til að upp undir 1000 dýr séu hér einhvern tíma úr ári að minnsta kosti. Háhyrningar eru mestu greindar- skepnur og því eftirsóttir af sjó- dýragörðum víða um heim. Sæ- dýrasafnið í Hafnarfirði gekkst á sínum tíma fyrir þvf að fanga þá og senda til ýmissa landa og hafði af því allgóðar tekjur. Grindhvalur telst til höfrunga þó að útlit hans sé ekki dæmigert fyrir þessa ætt hvala. Hann er kubbsleg- ur í vexti og höfuðið allt að því hnattlaga, að mestu svartur, aðeins hvít rák á kviðnum og hvítur blett- ur á kverk. Grindhvalurinn er ekki bundinn ákveðnum hafsvæðum, er bæði á norður- og suðurhveli og jafnt í köldum og hlýjum sjó. Hann færir sig mikið til líkt og háhyrn- ingur og stendur það bæði í sam- bandi við fengitíma og fæðu. Grindhvalir sjást alltaf öóru hverju hér við land og þá hefur margsinnis rekið á fjörur á liðnum öldum. Þótti aó þeim góður fengur. Hér hefur þó aldrei tíðkast grind- hvaladráp í stórum stíl líkt og f Færeyjum. Enn má geta tveggja höfrunga- tegunda sem flækjast inn á haf- svæðið við ísland. Það eru hnýð- ingur og leiftur. Vafalaust er nokk- uð breytilegt hve mikið er af þeim. Hnísan, einn algengasti hvalur- inn hér við land, var áður talin til höfrunga. En hún er svo frábrugðin þeim í mörgu að hún er nú fiokkuð í sérstaka ætt og fellur því utan við efni þessarar greinar. Höfrungar hafa nokkra sérstöðu meðal hvala fyrir margra hluta sak- Höfrungur (Delphinus Delphis) Myndirnar tók Sigurgeir Jónas- son Ijósmyndari í Vestmanna- eyjum þegar hann og félagar hans sigldu inn í stóra höfr- ungavöðu austan við Eyjar 6. mars sl. Höfrungar eru sund- fimir og taka gjarna undir sig stökk. (Þið kannist eflaust við leikinn höfrungahlaup!) Þeir eru taldir með skynsömustu dýrum jarðar. ir. Má þar nefna fimi þeirra og hæfni til aö laga sig að heimi mannsins. Þeir eru taldir með skynsömustu dýrum jarðar og þá byggt á margháttuðum rannsókn- um. En ekki er víst að sumir stóru hvalirnir standi þeim langt aö baki á því sviði; það er bara miklu erfið- ara að fá úr því skorið þegar þeir eiga í hlut. Óskar Ingimarsson Æskan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.